Djörfustu dömurnar í símanum mínum!

Djarfur maðurAlltaf er maður nú að fá skemmtileg SMS ... ég fékk eitt áðan frá Hildu systur og ég er búin að flissa síðan. Það hljómar svona: „Er að verða batteríslaus. Getur þú hringt í mig í síma 535 9999?“ Ég varð pínkuhrædd ... hvar er Hilda, hvaða númer er þetta og hefur hún komið sér í eitthvað klandur? Ég hringdi í hvelli til að reyna að hjálpa henni og redda ... og heyrði rödd á símsvara: „Góðan dag. Djörfustu dömurnar eru að sjálfsögðu á Rauða torginu ...“ og skellti á í algjöru losti. Svo hef ég verið flissandi síðan.

Ég mun engum trúa í dag, engum. Ef slökkviliðið segir mér að rýma íbúðina ... hnuss: „Farðu, kæri slökkviliðsmaður, hættu að plata mig.“ Þá sér  Hilda eftir öllu saman.
Flissið er örlítið beiskjublandið. Trú mín á mannkynið hefur laskast helling við þetta. Ætli þetta sé kannski líka gabb þetta með nígeríska arfinn minn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

oh ég vildi að ég hefði einhverjar hugmyndir til þess að hrekkja með... ég er eitthvað svo andlaus, en þetta er geðveikt fyndið

halkatla, 1.4.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég féll kylliflöt í þessa viðbjóðslegu gildru!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 13:48

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ferlega fyndið hehe ég var búin að gleyma að það væri  1 Apríl.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katla mín, láttu engan plata þig svona svívirðilega eins og ég lenti í. Getur þú ekki notað nákvæmlega þetta á vinkonur þínar og fættingjar? Múahahhahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jú Gurrí ég ætla að gera það hehe

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 14:24

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

„Fættingjar“ er nýyrði og notast í staðinn fyrir ættingjar ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 14:34

7 Smámynd: www.zordis.com

Ekkert plat enn, hins vegar er dagurinn enn ungur! Er i vidbragdsstödu ............

www.zordis.com, 1.4.2007 kl. 15:53

8 Smámynd: Bragi Einarsson

Aha, 1. apríl !

Bragi Einarsson, 1.4.2007 kl. 16:15

9 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

já, ég sit hérna þvílíkt að reyna að finna eitthvað sniðugt til þess að hrekkja börnin og manninn, ég ætla að reyna að sjá hvort að það sé ekki svona símanúmer hér... Gleðilegan 1. Apríl

Bertha Sigmundsdóttir, 1.4.2007 kl. 16:41

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Lumar einhver á góðum hrekkjum....??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2007 kl. 16:52

11 identicon

Maðurinn minn hringdi í allar systur sínar og sagðist vera bensínlaus rétt fyrir utan bæinn, svo beið hann á bensínstöðinni og horfði á þær 3 hittast þar með brúsa......þær voru sko ekki hressar með bróðir sinn....snilldarhrekkur hjá mínum

Magga (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 17:01

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ónei!!! Skepna getur hann verið. Þetta er samt algjör snilld. Aumingja hann samt í næstu fjölskylduboðum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 17:02

13 identicon

Hahaha Ég var við hlið Hildu þegar hún fékk sms-ið. Fannst þetta snilldarhugmynd svo að ég stal henni og sendi á línuna.. Mömmu,kærastann og e-r 4 vinkonur.. Þau féllu öll fyrir þessu

Ein vinkona mín hló svo mikið þegar hún hringdi í mig að hún var vart skiljanleg.. Fékk þó matarboð med hele familien á föstudaginn langa í staðinn........hmmmmmm......en ef hún var að plata mig og ég kem að tómu húsi......paranoijan er  í hámarki á þessum degi

En jæja, það voru allir plataðir í kringum mig í dag. Múhahahah mission accomplished...!!!

P.S. Hilda kallaði  á mig og spurði mig hvort að ég vissi um að það hefði lent loftsteinn á planinu fyrir utan Eyjabakkann..HAA??? Segi ég og labba að glugganum... En ég vissi auðvitað ekki þá að það væri 1.apríl

Kvikindis-frænkan og tvíburamóðirin Heiðdís (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 196
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1286
  • Frá upphafi: 1515291

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 1120
  • Gestir í dag: 168
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldhúslampinn
  • Fatahengið
  • Smiður og eftirlitsköttur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband