Hvar eru allir rjómantísku riddararnir?

PáskaskrautÉg ákvað að æfa mig aðeins í páskaeggjaáti og keypti páskaegg númer eitt. Súkkulaðið var gott en þetta voru samt mistök hjá mér. Málshátturinn: „Margt er hjóna hjalið“ gerði ekkert nema minna mig á þá fáránlegu staðreynd að enginn karl (af réttu kaliberi) hefur viljað mig síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Ég veit satt að segja ekkert hvernig erfðaprinsinn varð til. Þarf kannski að rifja upp biblíusögurnar mínar til að finna skynsamlega skýringu.

Kröfurnar sem ég geri til mögulegs eiginmannsefnis eru eðlilegar. Hann þarf að vera myndarlegur, kunna að búa til mat, vera vel lesinn, frægur og með góðan húmor.
Annar hver Íslendingur af réttu kyni og á réttum aldri uppfyllir þessi skilyrði (sjá Séð og heyrt) en líklega er einmitt sá hluti með einhverjar glyðrur í eftirdragi.

Eitt í stöðunni er að slaka aðeins á kröfunum ... en þá eru eiginlega bara hommar og kaþólskir prestar eftir sem uppfyllta þetta með útlitið og húmorinn.

DamonÉg er núorðið virkilega hlynnt innflutningi á harðduglegum mönnum frá öðrum löndum en gallinn er sá að þeir vinna svo mikið að ég finn þá hvergi. Ég gleymi því ekki hvað ég leitaði mikið að Damon Albarn á sínum tíma þegar ég frétti að hann hefði keypt íbúð í 101 Reykjavík. Gekk hús úr húsi og þegar ég loksins fann hann í Pósthússtræti 13 þá var hann ekki heima, var að halda tónleika með Blur í Höllinni! Hann er einmitt þessum tíu árum yngri sem mér finnst svo hentugt því hann endist miklu betur fyrir bragðið.  

Jamm, það er fyrsti apríl í dag. Ekki trúi ég orði sem einn eða neinn segir í dag, ég hló yfir fréttunum. Real Madrid vann leikinn, my ass! Hafnfirðingar höfnuðu álveri, sjúr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Amma krútt gifti sig í dag fyrir mörgum árum  ............... Ég held að margir flottir dyttu inn ef þú slepttir orðinu frægur!  Gurri, frægir menn eru yfirleitt slappari! 

www.zordis.com, 1.4.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, frægðin skiptir öllu. Hann má vera frægur vélsagarmorðingi fyrir mér! Bara frægur! Þá kemst ég kannski í Séð og heyrt!!! Hélt að þú þekktir mig betur en þetta ... Hmmmmm

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurri ég prógaði 1 apríl gabbið á vinkonu minni  en það gekk ekki upp því hún ætlað fara að hringja í 118  til vita hvaða kona þetta væri ég varð að stoppa hana af ansk.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú áttir að skrifa nafnið þitt undir ... prófaðu þetta á einhverja aðra! Eða einhvern annan. Múahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 20:14

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurri ég prógaði 1 apríl gabbið á vinkonu minni  en það gekk ekki upp því hún ætlað fara að hringja í 118  til vita hvaða kona þetta væri ég varð að stoppa hana af ansk.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 20:15

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sorry ég gerði 2 sinnum.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 20:16

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hahaha reyni.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Ester Júlía

'Eg held að Damon Albarn eigi ennþá hús hérna rétt hjá mér í Grafarvoginum.  Það stendur tómt en er þó með fullt af flottum húsgögnum, ( kíkti á gluggann í fyrrasumar). 

Hann myndi ekkert taka eftir því þótt þú flyttir inn, væri eflaust bara ánægður með ef það væri eðalkaffi á könnunni þegar hann loks kemur heim.  Mér finnst þetta mjög hentugt hús fyrir þig, kattvænt og útsýni yfir hafið, styttra í vinnuna og sonna. 

Ester Júlía, 1.4.2007 kl. 20:17

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha! Þú segir nokkuð! Þetta er einstaklega hentugt. Fer í þetta mál eftir páska. Þekkir þú einhvern lásasmið?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 20:23

10 Smámynd: Ester Júlía

Ég er sjálf ansi laginn við lása .  Skal koma með þér og kíkja á aðstæður og sonna..

Ester Júlía, 1.4.2007 kl. 20:30

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jesssss

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 20:32

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur bendi á að vísakortið er fúlprúf við innbrot.  Hef sjálf prófað það með góðum árangri.  Braust reyndar inn hjá sjálfri mér þegar ég læsti lyklana inni en eigi að síður það besta í stöðunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 21:17

13 identicon

Rjómantísku riddararnir eru þarna á sveimi, Gurrí mín. Mér skilst að Brad Pitt og fleiri stjörnur séu bara að giftast kvenstjörnum sem eitt lítið þrep á leiðinni til þin ... hold on and believe, sweetie!!! Damon Albarn, ... really???

Knús knús til þín! Og kossar auðvitað!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:36

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, ég get opinberað það núna, 2. apríl ... að þetta var 1. apríl gabb. Gaurinn þarf ekkert að vera neitt af þessu nema kannski vel lesinn og fyndinn og kunna að elda. Hitt er aukaatriði!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2007 kl. 00:45

15 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.4.2007 kl. 00:47

16 Smámynd: Svava S. Steinars

 Ég var einu sinni næstum dáin við tærnar á Damon Albarn í Höllinni.  Það var samt ekki af hrifningu - ég bara lenti í troðningi og þrýstist loks upp að sviðinu.  Hefði verið vandræðalegt að láta lífið á þennan hátt, allir hefðu haldið að ég hefði verið æstur aðdáandi.  Er aðdáandi tónlistarinnar en hefði ekki hætt lífinu fyrir Damon sjálfan.  Vil gjarnan stela húsinu hans fyrst hann notar það ekki

Svava S. Steinars, 2.4.2007 kl. 01:41

17 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, að finna einhvern góðan mann er oft ekki auðvelt, en þeir eru þarna úti, einhversstaðar... en hvar þá? Mér finnst bara að sá kall sem fær þig verður sá heppni, þú ert sko góð veiði (good catch,heheheheheheh) Sá rétti kemur, þegar hann er tilbúinn og þú tilbúin í hann

Bertha Sigmundsdóttir, 2.4.2007 kl. 01:53

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góður,

ljós til þín steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 05:49

19 identicon

Æææ slæmt að heyra, þú þarft greinilega að hressa upp á sjálfstraustið í kynja samskiptum. Gott ráð til að fá egó búst að hætti Bjarkar Jakobs er að skreppa í göngutúr niður á Sundahöfn snemma á sunnudagsmorgnum og heyra flautið í rússnesku togarasjómönnunum  hún segir að allar konur tvíeflist við þessar móttökur og sjálfstraustið skýni sem aldrei fyrr....    P.s. Getur líka hringt í síma 8931820

Jónsi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:02

20 identicon

Hahaha Gurrí......Þessi Jónsi er með húmor í lagi

Magga (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:35

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ef ég hringi í þetta númer, flautar þá Jónsi? Eða er það bara fyrir Gurrí? Og hvað flautar hann? Eitthvað kristilegt? Eða eitthvað rokkað? Blúsað?

Ég er alveg ringluð.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 11:35

22 identicon

...hringdu Hrönn........

Jónsi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 11:52

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jónsi, þú ert sko í ónáð! Ég er búin að hringja ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 933
  • Frá upphafi: 1515355

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 807
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldhúslampinn
  • Fatahengið
  • Smiður og eftirlitsköttur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband