3.4.2007 | 09:41
Furðuleg framtíðarsýn
Magnað að vera svona skynsöm og sofa út til sjö:fimmtán, eins og Katrín myndi flissa yfir. Þegar ég loksins dröslaðist í rúmið í gærkvöldi um miðnætti hafði ég þó vit á að ákveða klukkutíma seinkun og var þó ekki síðust til vinnu, onei.
------- ----------- ---------------- -------------- ---- ---------
Skiptimiðavélin var eitthvað biluð í morgun í Skagastrætó en ég fékk þó eitthvert miðakvikindi sem ég lét Andra Backmann á leið 15 fá. Það voru mistök. Fattaði það þegar ég hljóp niður brekkuna til að ná leið 18 að ég var miðalaus. Konan sem var samferða mér spurði mig hvað ég ætlaði að gera. Ahhh, bara sofa hjá honum! Er ekki frá því að öfundaraugnaráð hafi fylgt mér upp brekkuna þar sem ég sat sigri hrósandi í strætó og við stýrið sat gullfallegur maður. Hann spurði mig bara: Erd dú fra Mosobær? Ég hélt það nú! Manni er sko treyst í strætó!
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Króatíska konan á fjallgönguskónum var löngu á undan mér en ég og önnur virðuleg kona, ráðgjafi á Vogi, fengum að fljóta nokkrum metrum lengra með Andra. Þessi kona hrapaði einu sinni niður mannskaðabrekkuna, fór meira að segja kollhnís og mætti rennblaut í vinnuna. Hún var heppin, karlarnir í þvottahúsinu tóku fötin hennar og þvoðu og þurrkuðu en hún gekk í sjúkraliðasloppi allan vinnudaginn. Þetta strætómerki er ekki sett þarna upp af andstyggilegheitum, alveg örugglega ekki. Held að þarna sé bara eini ljósastaurinn til að skella merki á.
------------ --------------------- ------------------------ ------------------------- --------------
Í gærkvöldi sá ég fyrri hlutann af framtíðarmynd með Eric Roberts (bróður Juliu). Hann er nú ekki alveg að drepast úr leiklistarhæfileikum, kappinn sá ... en sýnir þó aðeins fleiri svipbrigði en Lassie. Söguþráður: Búið var að breyta landslögum þannig að fólk réði yfir eigin líkama og gat selt líffæri sín fyrir vænan pening og ári síðar var því lógað og ... jamm. Nú, Eric seldi sig til að geta borgað bóluefni fyrir fárveikan son sinn og þegar hann loksins komst á spítalann aftur var honum sagt að sonurinn hefði dáið ... só sorrí. Hann fór til baka og reyndi að kaupa sig aftur ... só sorrí þannig að hann fleygði peningunum yfir líffærastofnunina og rauk út. Nýju lögin voru þannig að ef grunur lék á því að einhver ætlaði að svíkja samninginn þá var hann tekinn í hvelli. Mig grunar að sonurinn sé ekki dáinn, en ég sofnaði áður en nokkuð slíkt kom í ljós. Þessi framtíðarmynd á að gerast árið 2008.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 149
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 1077
- Frá upphafi: 1515499
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 911
- Gestir í dag: 96
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
lol...fleiri svipbrigð en Lassie
Gurrí mín það heitir að sofa út þegar maður sefur til hádegis eða lengur. Það heitir pyntingar og pína að senda fólk út í myrkur og kulda klukkan 7 fimmtán. Enda er ég löngu hætt að láta slíkt yfir mig ganga. Fer ekki eftir neinum tímum og löngu hætt að ganga með klukku og haga mér núna eins og forfeður okkar gerðu og sef þegar ég er syfjuð en vaki annars. Já 2008 þarna lengst í framtíðinni....frábært að geta farið að græða gull á gallblöðrum og öðrum óþarfa strax eftir áramótin!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 12:00
Ég fór nú ekki út fyrr en kl. 7.45 sem er mun skárra en 6.45 eins og venjulega. Sammála þér svo sem með að það sé EKKI að sofa út..
Árni Þórarinsson skrifaði einu sinni kvikmyndadóm um Van Damme-mynd. Þar sagði hann að Lassie sýndi fleiri svipbrigði en Dammarinn. Ég hef hlegið að þessu síðan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 12:20
Hvaða rugl er eiginlega á blogginu í dag? ... erfitt að kommenta hjá öðrum og rangar meldingar! Hmmmm.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 13:23
Gurrí mín, karlmenn og svipbrigði er erfitt að ræða um ;) En Lassí var sætur og svo góður kanski erfði hann skynsemina frá mömmu sinni? Sofðu vel næstu nótt- Eric er flottur og alltaf má horfa ekki satt? Engin skattur á áhorfi enn!
percy B. Stefánsson, 3.4.2007 kl. 15:03
iss 2008 er sko langt i famtydidinni er ekki 1986 nuna?
Gunna-Polly, 3.4.2007 kl. 17:04
Hehhe, jú, það verður örugglega margt öðruvísi 2008, þá verða komnir flugbílar og svona.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 17:14
Já eitthvert rugl á kerfinu í dag...allt sem ég hef kommentað hverfur...nema hér!!!! En þú ert líka í klíkunni og þekkir alla frægustu strætóbílstjórana.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 17:16
Eric Roberts er ávísun á lélega mynd sem virkar sem ágætis svefnmeðal. Hefðir átt að taka hana upp fyrir langar andvökunætur
Svava S. Steinars, 3.4.2007 kl. 18:15
Get ekki tekið upp ... vídeóið mitt ónýtt. Tími ekki að kaupa mér nýtt fyrr en það kostar 5.000 kall. Held að "næstum því í lagi" bloggið mitt tengist öllum góðu bílstjórunum mínum, rétt hjá Katrínu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 18:22
Bold and the Beautiful og svo myndin með Eika Róberts, ekki spurning, þú ættir sko að vera innkaupastjóri RUV-OHF á menningarsviði...
Jónsi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:54
Væri til í að vera innkaupastjóri. Það yrði vonandi til þess að afnotagjöldin yrðu afnumin í hvelli!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.