Hættum að hrauna yfir strákana!

Fitandi maturMikið hlakka ég til páskanna. Átveislunnar miklu. Hef hugsað mér að nota tímann til að borða, lesa, borða, sofa, borða og horfa á sjónvarpið, já, og borða páskaegg.

Formúlan verður á dagskránni á páskadag, Malasíukvikindið sem sýnt er um miðja nótt. Elska Formúluna en það hefur reynst mér best að forðast umheiminn til hádegis daginn eftir og horfa bara á endursýninguna, rosaspennt. Held að það sé einfaldast að halda bara með Montoya þótt hann sé hættur. Nema mér takist að finna MINN mann á páskadag.

Reyndar verður Formúlan í samkeppni við Spurningakeppni fjölmiðlanna en ég hef alltaf átt auðvelt með að gera margt í einu. Ekki vegna kynferðis, heldur yfirgengilegra gáfna.

Kvenbílstjórar ...Sem minnir mig á að ég þoli ekki hvað það hefur verið hraunað yfir karlmenn í gegnum aldirnar með því að segja að þeir geti bara gert einn hlut í einu. Þetta er innræting af svipuðum meiði og Konur geta ekki bakkað í stæði. Allt of margir strákar trúa þessu og segjast t.d. ekki geta gengið frá jafnóðum í eldhúsinu þegar þeir elda. Fyrrverandi eiginmaður minn hlustaði ekki á þetta bull, það sá ekki á eldhúsinu þegar hann eldaði og ég lærði heilmikið af honum.

Eineltið gekk svo langt gagnvart einum karlkynsforseta Bandaríkjanna að það var sagt að hann gæti ekki labbað og tuggið tyggigúmmí í einu! Kvenkynsforsetarnir hefðu aldrei fengið að heyra svona. Allir eru körlum verstir ... líka karlkyns”sálfræðingar” sem búa til svona mýtur.

Hrikaleg syfja mín í morgun stafar líklega af því að ég neyddist til að horfa á Prison Break seint í gærkvöldi (á Stöð 2 plús v/ Heroes á SkjáEinum) en tilvonandi ástkær smiðurinn minn kíkkaði á mig sl. þriðjudagskvöld. Hann hefst svo handa strax eftir páska. Djísús ... Ég nenni þessu ekki en held að það sé best að drífa þetta af. Nýtt eldhús, nýtt bað, svalir ... fínt þegar þetta verður búið. Svo skipti ég um nafn og flyt lögheimilið frá Hafnarfirði til að losna við að greiða reikningana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ha Ha þú ert svo fyndin  ætlar þú ekki að sjá framhalds myndina á stöð 2 í kvöld spennan verður í hámarki??'

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, verður maður ekki að kíkja? Þetta er verðlaunuð mynd ... stundum er eitthvað að marka það. Las reyndar að Bold and the Beautiful hefði fengið verðlaun ... ég get ekki ímyndað mér fyrir hvað samt! Hehhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það skil ég ekki fyrir boldið. skvís

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2007 kl. 19:30

4 identicon

Hey - kommon, væri ekki nær að endurtaka kynlífshelgina frekar en að liggja í áti og hlaupa í spik!! (Ég er sko ekki að segja að þú sért of feit) Pældu í því...... fimm daga helgi í stað tveggja......   

Jónsi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Frú Guðríður, það hafa aldrei verið kvenkynsforsetar í Kanalandi.  Þetta eru allt saman karlrembur upp til hópa.  Fékk annars steiktan fisk í hádeginu, og hugsaði til þín allan tímann á meðan ég borðaði hann (með remúlaði, rúgbrauði og öllum pakkanum). 

Sigríður Jósefsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Súkkulaði kemur í stað kynlífs, Jónsi minn, allt í lagi að breyta svolítið til. Svo er þessi mynd ekki af mér! Kannski ef ég hefði keypt mér páskaegg númer sjö ... mörg, mörg, mörg stykki. Og ef ég hætti að skokka á Langasandinum á flóði! 

Ertu að segja satt, frú Sigríður? Hafa aldrei verið kvenkynsforsetar í USA? Þessar upplýsingar gera þessa bloggfærslu mína algjörlega ómarktæka. Hraunum bara yfir strákana.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:11

7 Smámynd: www.zordis.com

Wow, svaka lærvöðvar .... Ég er að vinna alla páskana svo ég ætla að biðja þig að lúlla fyrir mig, ná eins og einum málshætti og lesa einhverja fræðilega bók!  ............. Hlakka til að eyða páskunum í himnaríki, með þér!  Smúts á báðar!

www.zordis.com, 3.4.2007 kl. 20:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ROFL Guðríður!  Hvað er "Malasíukvikindið"?

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 20:13

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Malasíukvikindið er Formúlukeppni haldin í Malasíu um miðja nótt! Manni getur nú sárnað að þurfa að horfa á hana í endursýningu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:16

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal slaka vel á fyrir þig, Zordís mín, lesa einhver ósköp og passa að borða ekki málshættina. Fræðileg bók? Hmmm, hvernig líst þér á Stafsetningarorðabókina?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:19

11 Smámynd: Karolina

Kalla þig góða að nenna að horfa á Formúluna og hvað þá um miðja nótt

En sammála með páskaeggin, ætla sko að fá mér ,meira að segja búin að kaupa það og skoða það af og til til að kynda undir tilhlökkuninni jömmmmmíiii 

Karolina , 3.4.2007 kl. 20:26

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvað er best í páskamatinn fyrir utan páskalambið? Hvaða lesefni á maður að viða að sér þegar maður er nýbúinn með Viltu vinna milljarð og Skáldamál? Og hvaða páskaegg á maður að velja? Ég er viss um að það verður innbakaður lax með spergilsósu, ísblóm með karamellusúkkulaðisósu, páskaegg númer 10 og samlede værker eftir Kirekgård í Himnaríki. Er það ekki nær sanni?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:33

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhahahah, ég keypti ísblóm með karamellusósu í gær og vona að ég muni eftir að borða það um páskana í eftirmat. Var svo lengi án frystis að ýmis verðmæti leynast þar. Ég er vitlaus í kjúklinga ... og fisk. Ekki lax. Páskaeggið sem ég keypti mér var hallærislega lítið. Ég mæli með tveimur nýútkomnum kiljum sem ég var að lesa. Krimma eftir sænska höfunda. Lizu Marklund og uuuuu, man ekki nafnið. Önnur heitir Predikarinn og hin Nóbels-eitthvað. Rosalega skemmtilegar. Alveg nýkomnar út. Ódýrar, þykkar og girnilegar, ekta páskalesning. Ég fattaði í dag að páskafríið er yfirleitt miklu lengra en jólafríið. Vá, hvað hægt verður að slaka á ... 

Karólína, ég ætla EKKI að vaka eftir Formúlunni, ætla að horfa á hana í endursýningu í hádeginu á páskadag ... og hlusta líka á Rás 2, spurningakeppni fjölmiðlanna. Engir páskar án hennar! Hún er á skírdag, föstudaginn langa og báða páskadagana kl. 13-14. Endurtekin þessi kvöld líka. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:41

14 identicon

Jamm.... sumir eru nægjusamir, fá ekki einu sinni  páskaegg nr. 7 þegar hinu er sleppt......

Jónsi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:57

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ahhhh, var að fatta þetta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:03

16 Smámynd: Agný

Heyrru....he..humm..mér kæmi ekki á óvart að þú og ég yrðum skilgreindar (við erum nottlega  "vel" greindar)  "karl"rembur..

Ég er skp yfirlýst karlremba... get ekki verið neitt annað búandi með 5 stykkjum...

Hvað um það..þú ert allavega mjög góður penni, hvort sem þú ert karlremba eða kvenremba

Knús til þín.. 

Agný, 4.4.2007 kl. 03:20

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, ætli´sé ekki hægt að skilgreina mig sem kvenrembu sem ber mikla og jafnvel vonlausa ást til allra karla!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 980
  • Frá upphafi: 1515537

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 820
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband