Bernskusjokkin afhjúpuð

BernskusjokkÞegar ég var lítil gat ég ekki beðið eftir því að verða fullorðin. Það var svo margt sem ég ætlaði mér að gera, fyrir utan að verða söngkona, dansmær, leikkona og ljósmóðir.

Í hansahillusamstæðunni heima var lítil skúffa sem ég einsetti mér að hafa alltaf fulla af sælgæti, Síríuslengjum, lakkrísrúllum o.fl. til að geta fengið mér nammi þegar mig langaði. Ekkert varð úr þessu því að hansahillurnar hurfu í flutningum til Reykjavíkur, var fleygt eða eitthvað. Engan gat grunað að þetta yrðu menningarverðmæti síðar meir. Vonbrigði. Reyndar minnkaði sælgætislöngunin í takt við aukna kaupgetu mína sem er líka svolítið spælandi.

Mér fannst ansi sárt þegar jólasveinninn hætti að gefa mér í skóinn og það allt of snemma. Mamma hefur reyndar bætt okkur systkinunum það upp og núna, þótt við séum öll komin yfir fertugt, getum við stólað á að fá páskaegg frá henni.

Það var líka sjokk þegar við komumst að því (í kökublaði Vikunnar eitt árið) að eftirlætisterta bernsku okkar systkinanna, Nammi, nammi, gott, gott, var bara venjuleg peruterta.

Ástardraumarnir voru undir sterkum áhrifum frá Barböru Cartland og Theresu Charles og hófust um tíu ára aldur. Þeir breyttust allt of fljótt í martröð.
Hvers vegna getur Ísland ekki verið konungsveldi, hertogadæmi, bara eitthvað aðals? Barátta um kónga, greifa, prinsa, hertoga og baróna hefði gefið lífinu svo miklu meira gildi. Nei, við börðumst um froska.
Hvers vegna gat ég t.d. ekki verið sjöunda dóttir sjöundu dóttur, þá hefði nú verið fjör á nótt sjöunda mánans. Jamm, Bókasafn Akraness hefur margt á samviskunni. 

Hafa bloggvinir mínir verið blekktir svona hroðalega, eins og ég? Eða áttuð þið Húsið á sléttunni-líf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er ættleitt einkabarn!! Var eins og prinsessan á bauninni

Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jæja, væna mín. Og áttir prinsessukjóla og svona?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

efsta hæð í blokk á hól..aldrei í kjól..átti kvóta fyrir kola á litluártabryggjunni og skreið í gegnum loðnuhaugana hjá Lýsi og mjöl sem eyðilegði alla þvotta daga alvöru húsmæðra sem hengdu út á dögum sem loðnan var brædd. Ég þótti lykta af peningum þegar mamma klæddi mig svo í hreinu fötin sem höfðu hangið úti. Las bara faðir minn sjómaðurinn þegar ég varð læs.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 21:02

4 identicon

Bókasöfnin hafa blekkt marga í gegnum tíðina ... en ég er heppinn ... jólasveinninn gefur mér ennþá í skóinn ... - á ég að setja einn út í glugga fyrir þig, dúllan mín?

(hef ekki heldur þorað að skilja eftir skilaboð að jólin séu búin ... því hann er ennþá að!!)

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: bara Maja...

Örverpi... algjör prinsessa, með mömmu og systkini sem sáu ekki sólina fyrir elsku mér...  eða eitthvað svoleiðis, ha ha ha ha...

bara Maja..., 3.4.2007 kl. 21:25

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég fattaði þegar ég var 15 ára að sumir voru ekki eins og sumir. Það var ekki um sumar, heldur haust. Gráturinn í mér braust og allt var þetta gleðilaust. Seinna þegar sjokkið hjaðnaði, tók ég gleði mína aftur. Setjum þetta í safnið af sögum sem ég ætla að segja þér yfir karamellurjómakókosmarsípantertunni í eldhúsinu í Himnaríki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:23

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst vel á það. Fer ekki bráðum að líða að þessu?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, mikið kannast ég við þetta. Eftir að ég las Bláskjá var ég lengi sannfærð um að fjölskylda mín hefði rænt mér frá ríkum greifa. Er reyndar nokkuð viss um það enn. Auðmaðurinn kærir sig hins vegar lítið eða ekkert um að gefa sig fram og þess vegna sit ég enn með sveittan skallann og neyðist til að vinna fyrir mér sjálf.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.4.2007 kl. 09:27

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh, sá missir af miklu. held að þetta hafi verið grimm auðkona sem þolir ekki börn! Múahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 35
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1515552

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 835
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband