3.4.2007 | 20:35
Bernskusjokkin afhjúpuð
Þegar ég var lítil gat ég ekki beðið eftir því að verða fullorðin. Það var svo margt sem ég ætlaði mér að gera, fyrir utan að verða söngkona, dansmær, leikkona og ljósmóðir.
Í hansahillusamstæðunni heima var lítil skúffa sem ég einsetti mér að hafa alltaf fulla af sælgæti, Síríuslengjum, lakkrísrúllum o.fl. til að geta fengið mér nammi þegar mig langaði. Ekkert varð úr þessu því að hansahillurnar hurfu í flutningum til Reykjavíkur, var fleygt eða eitthvað. Engan gat grunað að þetta yrðu menningarverðmæti síðar meir. Vonbrigði. Reyndar minnkaði sælgætislöngunin í takt við aukna kaupgetu mína sem er líka svolítið spælandi.
Mér fannst ansi sárt þegar jólasveinninn hætti að gefa mér í skóinn og það allt of snemma. Mamma hefur reyndar bætt okkur systkinunum það upp og núna, þótt við séum öll komin yfir fertugt, getum við stólað á að fá páskaegg frá henni.
Það var líka sjokk þegar við komumst að því (í kökublaði Vikunnar eitt árið) að eftirlætisterta bernsku okkar systkinanna, Nammi, nammi, gott, gott, var bara venjuleg peruterta.
Ástardraumarnir voru undir sterkum áhrifum frá Barböru Cartland og Theresu Charles og hófust um tíu ára aldur. Þeir breyttust allt of fljótt í martröð.
Hvers vegna getur Ísland ekki verið konungsveldi, hertogadæmi, bara eitthvað aðals? Barátta um kónga, greifa, prinsa, hertoga og baróna hefði gefið lífinu svo miklu meira gildi. Nei, við börðumst um froska.
Hvers vegna gat ég t.d. ekki verið sjöunda dóttir sjöundu dóttur, þá hefði nú verið fjör á nótt sjöunda mánans. Jamm, Bókasafn Akraness hefur margt á samviskunni.
Hafa bloggvinir mínir verið blekktir svona hroðalega, eins og ég? Eða áttuð þið Húsið á sléttunni-líf?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 35
- Sl. sólarhring: 197
- Sl. viku: 995
- Frá upphafi: 1515552
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 835
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er ættleitt einkabarn!! Var eins og prinsessan á bauninni
Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 20:37
Jæja, væna mín. Og áttir prinsessukjóla og svona?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:43
efsta hæð í blokk á hól..aldrei í kjól..átti kvóta fyrir kola á litluártabryggjunni og skreið í gegnum loðnuhaugana hjá Lýsi og mjöl sem eyðilegði alla þvotta daga alvöru húsmæðra sem hengdu út á dögum sem loðnan var brædd. Ég þótti lykta af peningum þegar mamma klæddi mig svo í hreinu fötin sem höfðu hangið úti. Las bara faðir minn sjómaðurinn þegar ég varð læs.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 21:02
Bókasöfnin hafa blekkt marga í gegnum tíðina ... en ég er heppinn ... jólasveinninn gefur mér ennþá í skóinn ... - á ég að setja einn út í glugga fyrir þig, dúllan mín?
(hef ekki heldur þorað að skilja eftir skilaboð að jólin séu búin ... því hann er ennþá að!!)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:03
Örverpi... algjör prinsessa, með mömmu og systkini sem sáu ekki sólina fyrir elsku mér... eða eitthvað svoleiðis, ha ha ha ha...
bara Maja..., 3.4.2007 kl. 21:25
Ég fattaði þegar ég var 15 ára að sumir voru ekki eins og sumir. Það var ekki um sumar, heldur haust. Gráturinn í mér braust og allt var þetta gleðilaust. Seinna þegar sjokkið hjaðnaði, tók ég gleði mína aftur. Setjum þetta í safnið af sögum sem ég ætla að segja þér yfir karamellurjómakókosmarsípantertunni í eldhúsinu í Himnaríki.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:23
Líst vel á það. Fer ekki bráðum að líða að þessu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:34
Já, mikið kannast ég við þetta. Eftir að ég las Bláskjá var ég lengi sannfærð um að fjölskylda mín hefði rænt mér frá ríkum greifa. Er reyndar nokkuð viss um það enn. Auðmaðurinn kærir sig hins vegar lítið eða ekkert um að gefa sig fram og þess vegna sit ég enn með sveittan skallann og neyðist til að vinna fyrir mér sjálf.
Steingerður Steinarsdóttir, 4.4.2007 kl. 09:27
Heheheheh, sá missir af miklu. held að þetta hafi verið grimm auðkona sem þolir ekki börn! Múahahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.