Normal brauð eða normalbrauð ...

Ekkert normal brauð ...Endurtók yfirsofið frá því í gær nú í morgun þótt ég reyndi ákaft að vakna 6.15. Undirmeðvitundin vissi að það var algjör óþarfi, rólegur dagur fram undan. Mér finnst bara svo rosalega þægilegt að taka einn vagn alla leið til Reykjavíkur (sem fyrsta ferðin gerir) ... þótt ég missi þar með af elskunni honum Andra á 15. Hér er rólegt og gott, ég öskraði reyndar yfir mig í matsalnum þegar ég sá normalbrauð á boðstólum, brauð æsku minnar. Kornungir menn við hliðina á mér tóku næstum undir orgið og sögðu að þetta væri líka brauð æsku þeirra. Hélt að þeir væru af þriggjakornakynslóðinni.

Pétur og kóStóra planið ... er íslensk kvikmynd sem verið er að taka upp. Ein samstarfskona mín vinnur eitthvað við myndina og henni finnst ótrúlega gaman. Ummmm, hlakka ógeðslega til að sjá þessa mynd miðað við lýsingar hennar (sem eru þó of dularfullar). Pétur, elsku Strákurinn hann Pétur, leikur stórt hlutverk í henni! Erfitt að hlæja ekki þegar hann er í aksjón, segir hún.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Normalbrauð með osti og ísköld mjólk ..næstum ekkert betra

Ester Júlía, 4.4.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mmmmmm, algjör ´dýrð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 11:04

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

íslenskt brauð og snúðar

ljós til þín steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 11:07

4 identicon

Ahhhh akkúrat - og með brenndri skorpu... nammi namm

Jónsi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Normalbrauð með harðri skorpu og þykku lagi af smjöri. það besta sem hægt er að hugsa sér ekki síst með heitu kakói.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.4.2007 kl. 11:37

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Slef, slurp ... ætlið þið að hætta þessu! Arggg ... heheheheh! Mun hafa Normalbrauð í páskamatinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 11:44

7 Smámynd: bara Maja...

MMmmmm normalbrauð... *slef*

bara Maja..., 4.4.2007 kl. 11:50

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Manstu eftir Matta finnska vini okkar, hann er ekki enn búinn að jafna sig á því að á Íslandi skuli vera til eitthvað sem kallað er Normal bread!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.4.2007 kl. 12:15

9 identicon

Breytum bara páskahelginni í sex helgi... nei nei nei, engar dónahugsanir hér Fr. Guðríður  Sko sex daga hátíð; Normalbrauðsdagur, Skírdagur, Sá langi, Letidagur, Páskadagur og annar í herlegheitum.....

P.s. Er normalbrauð nokkuð fitandi..??

Jónsi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:36

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Normalbrauðshátíðin mikla ... mmmmm, líst vel á það, Jónsi, nema brauð alla dagana.

Já, Anna, ég man sko eftir honum Matta okkar finnska. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég bað hann um uppskrift að einhvers konar finnsku brauði (með hrísgrjónagraut inni í) og hann sendi mér bréf (á ensku): Í þetta fer hveiti, salt og vatn. Með bestu kveðju, Matti.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 12:59

11 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ég er nú alin upp í þvílíkum afkima að þar þekktist ekki normalbrauð og ég vissi ekki að það væri til fyrr en ég var orðin unglingur. Svo að ég á engar hlýjar bernskuminningar um það. Annað mál með rúgbrauð með smjörlíki og rabarbarasultu.

Uppskriftin að karelsku pirogunum sem þú fékkst frá Finnanum er hárrétt. Þetta er hveiti (eða rúgmjöl), salt og vatn. Og grjónagrautur.

Nanna Rögnvaldardóttir, 4.4.2007 kl. 13:23

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

NANNA!!! Hann gleymdi hlutföllunum og aðferðinni ... en ég veit að þú gerir þetta bara af skepnuskap að segja þetta. hahahahah. Namm rúgbrauð, smjörlíki og rabarbarasulta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 13:28

13 identicon

Frú Nanna ætti skilið blóm og samúðarkort vegna vanrækslu í æsku.... EKKERT NORMALBRAUÐ!!!!!!

Jónsi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 14:16

14 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Neinei, hann gleymdi engu. Þetta er svo einfalt að það eru hvorki hlutföll né aðferð.

Maður tekur slatta af vatni, blandar einhverju salti saman við og síðan mjöli eftir þörfum þar til hægt er að hnoða deigið, tekur smáklípur af deigi og fletur út í kökur, slettir dálitlum graut á miðjuna, brýtur deigið saman og bakar bögglana þangað til þeir eru tilbúnir. Karjalan piirkat, gjörsvovel.

Nanna Rögnvaldardóttir, 4.4.2007 kl. 15:12

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmm athyglisvert...... Mér heyrist þetta vera alveg ný útgáfa af slemilukkubrauði. Hvernig brýtur maður saman deigið? Í tvennt? eða fernt?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 15:20

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sporöskjulaga "kaka", hrísgrjónagrautssletta í miðjuna,  sett saman eins og sauðskinnsskór. Svaðalega gott! Snillingar eins og Nanna þurfa ekki uppskriftir ... en mig langar svolítið að hoppa út í djúpu laugina og prófa án uppskriftar!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 17:10

17 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Eitt enn reyndar, sem er mikilvægt: Um leið og er búið að baka pirogana (sem er best að gera við háan hita) þarf að pensla þá með miklu smjöri/smjörlíki eða dýfa þeim snöggt í blöndu af vatni eða mjólk og bráðnu smjöri. Annars verða þeir grjótharðir, sérstaklega ef mikið rúgmjöl er í deiginu.

Nanna Rögnvaldardóttir, 5.4.2007 kl. 00:05

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 16:54

19 identicon

Rúgbrauð með smjörLÍKI og rabbarbarasultu???  Þvílíkur andskotans viðbjóður!  Hitt er annað mál að mér finnst glænýtt franskbrauð með SMJÖRI en ekki ógeðslegu smjörlíki og rabbarbarasultu, helst glænýrri alveg syndsamlega gott.

Sigga (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:57

20 identicon

Maður lét sig nú hafa ýmislegt þegar maður var krakki og vissi ekki betur. Sumt yrði aldrei endurtekið ...

Gurrí (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 136
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 1096
  • Frá upphafi: 1515653

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 919
  • Gestir í dag: 117
  • IP-tölur í dag: 117

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband