Sýnd veiði en ekki gefin

Giggs nr. 11Eins og ég hef oft sagt þá vinn ég með afar fallegum mönnum. Þeir eru ekki svo slæmir inn við beinið heldur. Ég heyrði einn segja áðan: „Æ, ég nenni ekki að sitja á einhverjum slísí bar og horfa á leikinn!“ Skyldu þeir hafa verið að tala um Manchester United-leikinn? Ójá, svo reyndist vera! ------------------------

 Skyndilega datt mér í hug flott leið til að lokka til mín myndarmenn og bauð þeim að koma og horfa á leikinn hjá mér á 30 tommu flatskjá. Bjóði aðrir betur.  Þeim fannst heldur langt að aka í hálftíma upp á Skaga en þó var einhver glampi í augum þeirra sem vakti mér vonir ... Þá segir eitt kvikindið sem sat skammt frá: „Ég á rúmlega 50 tommu tæki og er nýkominn með Sýn!“ Á einu sekúndubroti missti ég mennina sem ég ætlaði að láta hreingera himnaríki fyrir mig, reyndar eftir leikinn, í sigurvímunni.

Ýmsir sem reyna að fara frá mér opna þvottahússdyrnar í stað útidyranna og því hef ég fundið upp á þessarri brilljant leið til að halda fólki föngnu við hin ýmsu tækifæri. Ég verð víst að þrífa sjálf fyrir páskana ... svo kemur maður strax á þriðja í páskum og draslar til (smiðurinn). Eins gott að Anna er á leiðinni til mín með NORMALBRAUÐ! Held hreinlega að það bjargi páskunum. Ég get maulað það þar sem ég sit í draslinu í himnaríki.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hvort þetta er 50,2" eða 50,7" tæki? Búinn að leita lengi lengi eftir svona rúmlega 50" tæki....

P.s. Segðu vélstýrunni að kippa mysing með sér, það fullkomnar sæluna

Jónsi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí, hún er farin. Ég kaupi bara mysing sjálf! Ekkert of góð til þess!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe

Ólafur fannberg, 4.4.2007 kl. 14:59

4 identicon

Gleðilega páska skvís og skilaðu kveðju á vélstýruna,les bloggið henna líka alla daga. Hætt að lesa nokkuð annað eftir að bloggið var "uppgötvað"

Mér finnst undarlegt að það sé ekki fagur maður í hverjum krók og kima heima hjá þér miðað við hvað þú kannt margar aðferðir við að lokka þá inn og ekki síður halda þeim í himnaríki

kikka (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 15:51

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mér líst vel á fangageymsluna þína, geta mennirnir ekki bara lokið við þvottinn þinn í leiðinni??? Ég skil nú ekki að þú þurfir að lokka neina menn heim til þín, ég sé fyrir mér þá bara fylgja þér eftir eins og litlir hvolpar Njóttu sexdaganna eins og Jónsi sagði, og normalbrauðsins, ég er nú svo grá, ég man ekki að ég hafi nokkurntímann smakkað svoleiðis... ég hef greinilega misst af miklu

Bertha Sigmundsdóttir, 4.4.2007 kl. 16:21

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gamanþér Gurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2007 kl. 16:54

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

BÖMMER! 50 tomma flatskjár er nottla eitthvað sem kveikir heitar tilfinningar

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 16:56

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sérlega heitar tilfinningar! Ég var í miklum vafa á sínum tíma hvort ég ætti að kaupa mér 42 tommu skjá ... en það var skrambi gott tilboð á þessum 30 tommu ... og hann nægir mér alveg. Ég get næstum lesið textann þegar ég sit við borðstofuborðið. Fimmtíu er of mikið nema ég kaupi hina risíbúðina og þurfi að horfa endanna á milli. Ekki galin hugmynd þó. 

Bertha, ég býð þér upp á normalbrauð þegar þú kemur í himnaríki!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 17:02

9 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hún kom í kaffi til mín í gær, fékk reyndar ekkert með því, ekki einu sinni mola.  Veit ekki hvort það var fyrir eða eftir þvott (á þessum vinstri græna)....

Sigríður Jósefsdóttir, 4.4.2007 kl. 17:03

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt kvöld til þín og morgun á morgun líka

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 17:32

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sömuleiðis, elsku Steina!

Kikka, þetta er illskiljanlegt ... og þó, kannski þarf ég að hleypa þeim inn! Þeir standa alltaf úti í roki og rigningu hérna fyrir neðan, spila á gítar og gaula. Ég, með steinhjartað, hækka bara í sjónvarpinu. Þannig stendur nú á þessu!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 17:37

12 identicon

Fussum svei, kona með steinhjarta á ekki skilið að fá normalbrauð, og þó... það mýkir hana upp

Jónsi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 18:14

13 identicon

Sá sem skolar af bílnum sínum rís sko ekki undir þeim mæta titli að vera kallaður UMHVERFISSÓÐI!! Það ætti sko að svipta þig titlinum Anna!!!

Jónsi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 21:02

14 identicon

Jamm... nema komist hafi upp um kellu og Fr. Guðríður kannski haldið börn án leyfis   Anna, þú ættir kannski að renna þér í gegnum rörið á þeim kattarþvegna og beila dömuna út

P.s. Nema frökenin hafi verið á ferð með lyklakippuna sína í nótt og sé svefnþurfi......

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 241
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 1201
  • Frá upphafi: 1515758

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 1002
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband