Hinn dularfulli Jónsi sem Magga er spennt fyrir ...

TölvuskepnanÞegar vódafón datt út á Skagasvæðinu í gærkvöldi datt mér síðast af öllu í hug að þetta væri bilun hjá þeim. Bað Davíð frænda að leiða mig í gegnum alls kyns hluti í tölvunni, aftengdi m.a. netsambandið og svona.

Svo þegar Magga vinkona hringdi áðan og ég vældi alveg ómöguleg af netleysi bað hún mig að bíða við símann, hringdi mjög gribbuleg í vódafónið og fékk þau svör að þetta hefði lagast í gærkvöldi. Rjóð af skömm fór ég í nettenginguna mína og hægrismellti einhvers staðar á repair ... hmmm, þetta tókst og ég er komin í samband. Jibbí.

 
Við Ingólfur hnykkjariHalldór frændi hringdi líka í dag, er á leið til Akureyrar en var kaffiþyrstur og ákvað að koma við á Skaganum. Hann stakk upp á hittingi í Skrúðgarðinum.

Ég hefði boðið honum og sæta vininum hans (sem er hnykkjari) til mín í kaffi ef ég hefði druslast til að taka til í gærkvöldi. Það er engin rúst svo sem ... en mig langaði svo að komast aðeins út og þetta var góð tilbreyting.

Ég æfði mig svolítið á daðri við Ingólf (vininn) sem hló eins og hann fengi borgað fyrir það. Veit ekki hvort ég á að móðgast. Hló bara með. Ég er komin úr æfingu ... eða bara nenni þessu ekki í alvöru. Þurfti bara aðeins að skemmta Halldóri frænda.  

María í Skrúðgarðinum: „Er þetta kærastinn þinn?“ Og benti á Halldór.
Halldór: (með sársauka í röddinni) „Heldur þú að ég geti ekki gert betur en þetta?“

Þetta segir mér að ég hafi staðnað í útliti en hann elst því að fyrir tíu árum spurði samstarfskona: „Er þetta sonur þinn?“ Við móðguðumst bæði. Ef ég hefði orðið ófrísk tólf ára væri þetta möguleiki. Kurteislegra er að spyrja hvort ég væri dóttir hans Halldórs. Mamma hefur átt marga gleðistundina yfir spurningum á borð við: "Eruð þið allar systur?" Þá hefur hún verið með okkur dætrum sínum.

Ég spurði Möggu vinkonu hvort hún væri Jónsi ...(kommentarinn kostulegi) af því að henni finnst hann svo hryllilega fyndinn og skemmtilegur en hún neitaði því. Þau hafa svipaðan húmor. Jónsi minn, ef þú ert til og heitir Jónsi í alvöru, t.d. í svörtum fötum, þú átt þér aðdáanda (fyrir utan mig).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki eðlilegt kona hvað allir hlutir verða að hápunkti dramatíkurinnar í lífi þínu.  Ég meina það okokok ég á ekki frænda sem mögulega gæti verið sonur minn, bróðir minn, faðir minn eða frændi minn æi fór aðeins í hring hérna.. Ég TREYSTI því að skírdagurinn þinn verði áfram skemmtilegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hwehehhehe, hann mun verða það! Takkkkk! Fyrst ég er komin í samband við umheiminn getur ekkert klikkað.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 17:46

3 identicon

Skirdagur og fostudagurinn langi eru vinnudagar i USA

Gudrun (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:53

4 identicon

Flott mynd af ykkur Ingólfi - tekin á Langasandi?? Hann hlýtur að vera hraustmenni.....  

P.s. Er Magga sæt?

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:53

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hraustmenni? Ertu að segja að ég sé feit????? Urrrrrrr (hehehhehe) Magga er algjört krútt, mjög sæt ... en með álíka húmor og þú ... eini gallinn!

Æ, Guðrún, vissi ekki að þessir heilögu dagar hér á landi væru bara venjulegir þarna úti. Íslenska þjóðkirkjan ætti að vita af þessu! hehhehehe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 17:58

6 identicon

Nei nei, myndi aldrei segja slíkt og annað eins  - það þarf sko bara hraustmenni til að fara hálfnakinn út í skítkaldan sjóinn í þessum útnára sem varla finnst á almennilegu Íslandskorti...

P.s. Kannski erum við Magga eineggja tvíburar.....

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Alltaf óborganleg :) ....  ég held að þessi Jónsi sé dulinn aðdáandi og vona því að þetta sé ekki þessi Magga vinkona þín.....  Hugsaðu þér ef hann væri nú raunverulega í svörtum fötum, Jebb!

Hólmgeir Karlsson, 5.4.2007 kl. 18:15

8 identicon

Rosalega er Hólmgeir klár, hann veit sko sínu viti!! Jónsi er fallegastur í svörtum fötum - á góðum aldri, enginn myndi vera svo dónalegur að spyrja Fr. Guðríði á förnum vegi hvort Jónsi sé sonur hennar né halda að frökenin halli sér að eldri mönnum...

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 158
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1506599

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ökuskírteini
  • Kría og Mosi
  • Shining jólamynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband