5.4.2007 | 18:35
Elsku sjórinn minn
Sjórinn var svo skemmtilegur seinnipartinn í gær. Laumuleg undiralda læddist að landi og svo komu skvettur langt upp í loft. Setti myndavélina út um gluggann og tók nokkrar skakkar myndir, gekk illa að ná háu skvettunum. Kíkti á þær í tölvunni og sá á einni þeirra hvað það er hlægilega stutt til Reykjavíkur héðan.
Hvernig væri að bygga bara brú yfir Faxaflóann, t.d. þegar búið verður að tvöfalda Hvalfjarðargöngin? Svo væri ég alveg til í göng til Akureyrar. Fyrst við náum að spara svona mikið í heilbrigðiskerfinu hljótum við að geta notað peningana í eitthvað svona gagnlegt!
Svo þegar ég horfði á þessa mynd sá ég hoppandi krakka (bæjarstjórnin ætti bara að vita af þessari umhverfismengun) sem hafa greinilega fengið að vera úti án lambhúshettu. Ég lét að sjálfsögðu lögregluna vita. Ég er svo löghlýðin!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 116
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 858
- Frá upphafi: 1506557
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 698
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
"Af litlu verður lítill glaður" Var bara að stelast í páskaeggið mitt...
Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:48
Væri sko alveg til í hviss og skvett unaðslegra aldna þar sem ég er hin ólgandi meyja náttúru og verndunar! Hviss Bang!
www.zordis.com, 5.4.2007 kl. 18:50
Krakkaormurinn á myndinni sést betur ef klikkað er á myndina og hún stækkuð. Skemmtilegt Kodak-mómentó!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 18:52
Börn á lausagöngu? OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 19:58
Alveg með það á hreinu Frú Guðríður að í Jónsa átt þú eldheitan aðdáanda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 19:59
Sjúr! (ef þetta ER Magga vinkona þá er þar aðdáandi á ferð). Múahahhahah!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 20:04
Jónsi og Magga ganga bæði í buxum, Jónsi og Magga ganga bæði í skyrtum,Jónsi og Magga ganga bæði í úlpum, Jónsi og Magga ganga bæði í frökkum, Jónsi og Magga ganga bæði í nærfötum..... Jónsi gengur aldrei með brjóstahaldara og Magga gengur aldrei í sundskýlu....
P.s. Jónsi myndi ekki vita í hvaða fellingu hann ætti að nota brjóstahaldarann....
Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:15
Jónsi er sem sagt karlkyns.
Er hann á aldrinum 20-35 ára? 36-45 ára? 46-53 ára? Dökkhærður, ljóshærður. Magga njósnari segir að hann þekki Gurrí sína eitthvað. Mér fannst pínku grunsamlegt að hann vissi að það væri vélstýran sem kom með normalbrauðið til mín í vinnuna í gær. Þekkir hann vélstýruna? Tvær Önnur höfðu kommentað á færslu um normalbrauð, önnur vélstýra en hin tölvunörd með meiru. Hvernig skýrir Jónsi þetta? Svo virðist Jónsi vita helling um Möggu, sjá síðasta komment.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 20:32
Varðandi fellingalag Jónsa sem hann lýsir svo fallega, þá mun maðurinn á óræðum aldri og pínulítið búttulegt krútt
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 21:08
Jónsi er sko ekkert búttulegur krúttbolti hann hefur bara ekkert vit á burðarpokum...
P.s. Tölvunörd myndi aldrei nenna tölta með normalbrauð tvær húsalengdir hvað þá lengra - vélstýran er hjálpsöm og gerir allt fyrir vini sína, svona rétt eins og góð framsóknarkona dreifir bitlingum og öðru góðgæti á meðal vina og vandamanna. Jónsa grunar að í vélstýrunni leynist lítil framsóknarstelpa sem brýst fram endrum og eins...
Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:18
Jónsi er greinilega ekki kjútípæbolla ... heldur kann hann að draga ályktanir. Vélstýran gerir margt fyrir vini sína ... en það gerir tölvunördinn líka sem nú er reyndar komin til Ameríku!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:21
Jónsi er sko heilmikið krútt - bara ekki bolla....
Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:01
Jæja Gurrí mín ekki ertu neinu nær með þennan Jónsa þinn!!! Og ég hélt þú vissir ef ég væri búin að segja að ég kannaðist ekki við málið þá væri það sannleikanum samkvæmt
Magga (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.