Hvað gera konur nú?

Sumarið 2006 Davíð og vinirVeit ekki hvað gerðist ... en í angist minni yfir netsambandsleysi í gærkvöldi afplánaði ég eina og hálfa DVD-mynd. Little Miss Sunshine (dýrleg) og Eragon (líka góð). Allt í lagi með hljóðið í sjónvarpinu í stofunni þá ... en svo ákvað ég að kíkja á sjálfan imbann, athuga hvað væri í gangi og þá heyrðist ekkert hljóð. Get horft á hin tvö sjónvörpin mín (allar stöðvar) með hljóði, þannig að það sem er að er hljóðið í flatskjánum mínum. Tengist ekkert afruglara eða neinu.

Kettirnir slógust aðeins í gær, að sjálfsögðu fyrir aftan sjónvarps"skápinn", smáséns að þeir hafi tekið eitthvað úr sambandi. Ellý tæknitröll var hérna áðan, slökkti á öllu og kveikti aftur, gekk úr skugga um að allt væri í sambandi ... enn hljóðlaust. Getur verið að hægt sé að laga svona með fjarstýringunni? Hvað segja tækniáhugamennirnir, bloggvinirnir? Á ég kannski að slökkva aftur á öllu, færa skápskrattann og leita að snúrum sem ættu kannski að vera í sambandi? Horfi reyndar mest á sjónvarpið hér inni í bókaherbergi ... þótt ég þurfi að hlaupa nokkra kílómetra til að skipta um stöð ... en afruglarinn er í stofunni.

Á myndinn, sem tekin var sl. sumar, sést hvað ég er alltaf svakalega vinsæl. Sérstaklega á Írskum dögum þegar heimsmeistarakeppni í fótbolta stendur yfir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sé ekkert ... einu sinni varð sjónvarpið hljóðlaust og ástæðan tengdist afruglaranum. Ef hin sjónvörpin væru hljóðlaus þá myndi ég skilja þetta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eina ráð sem ég kann og hefur oftast dugað vel er hin margrómaða "kjéddlingarviðgerð" sem felst í því að sparka duglega í hinn bilaða hlut. Voila! Annaðhvort lagast fjárinn eða eyðileggst að eilífu.  Do or die Gurrí mín, do or die

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 21:05

3 identicon

Það er takki á fjarstýringunni sem á stendur "MUTE"  - prófaðu að smella á hann...... aldrei að vita hvar þú hefur lagt niður fingur þína á þessari sjónvarpsfjarstýringaleikfimi þinni í gærkvöld.....

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Búin. Stofan er í rúst. Slökkviliðsmennirnir nýfarnir. Hljóðið farið í hinum sjónvarpstækjunum. Takk fyrir gott ráð. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jónsi, ég er ekki hálfviti!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:26

6 identicon

Nebb.... en viskan kemur með aldrinum.....

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:31

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

hahahahahahahahaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:41

8 Smámynd: Ólafur fannberg

páskakvitt

Ólafur fannberg, 5.4.2007 kl. 22:11

9 identicon

Vissi það....... það var sem sé mutarinn!!!

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 22:57

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Onei, Jónsi minn. Það var auðvitað það fyrsta sem ég tékkaði á!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 23:05

11 identicon

Aha - aldurinn farinn að segja til sín........

Jónsi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:08

12 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég veit ekki, læt kallinn um að laga þetta hjá mér. Þú kannski bankar uppá hjá einhverjum í blokkinni, einhverjum einhleypum kannski og biður þá um að hjálpa þér Vonandi kemst þetta í lag fljótlega!!!!

Bertha Sigmundsdóttir, 5.4.2007 kl. 23:27

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldurinn, ekki aldeilis, tækið er rétt rúmlega ársgamalt, Jónsi minn.

Bertha, ég finn einhvern til að hjálpa mér, nó prob!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 57
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 1506498

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kría og Mosi
  • Shining jólamynd
  • Fúsi og Nanna

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband