Heilagt stríð skollið á!

Heyrði í honum mági mínum áðan. Hann er trylltur af reiði úr í Bæjarstjórn Akraness fyrir gerræðislega reglugerð um kattahald (já, ég misskildi, hélt að þetta væri barnahald)!

Katta- og kindahatarinnEin kona, sem kom þessu öllu af stað (kinda- og kattahatarinn) hefur greinilega meiri ítök en kattavinir á Skaganum héldu ... því mágsi heldur því statt og stöðugt fram að kattahatarinn hafi verið ráðin sem kattaeftirlitsmaður. Ég get bara ekki trúað því. Í slík störf á að ráða dýravini, ekki dýrahatara. Hann heyrði á fólki í vinnunni sinni og víðar að það eigi að hunsa þetta rugl. Mætti ekki frekar eyða peningum í eitthvað þarfara? Það ríkir ekki kattaplága á Akranesi, síður en svo. Kannski býr köttur í næsta húsi við þessa konu og angrar hana ... gerir stykkin sín í garðinn hennar ... en síðan hvenær hafa blóm og gras meiri tilverurétt en dýrin okkar? Hún á bara að skvetta vatni nokkrum sinnum á köttinn, það hræðir hann á brott. Eða læra að virða líf ...

Upp með hendur!Skömmu eftir að kattahatursgrein eftir katta- og kindahatarann birtist í Skessuhorni, bréf sem fjölmargir Skagamenn glottu yfir en tóku ekki alvarlega, kom lítil og krúttleg auglýsing í Póstinum, dagskrárblaðinu okkar, þar sem auglýst var eftir týndum ketti sem síðast sást til nálægt heimili kattahatarans. Skagamenn sem föttuðu þetta grétu úr hlátri. Nú eru þeir hættir að hlæja, okkur er ekki lengur skemmt. Hvað ef börn gera þessarri konu eitthvað, fara í garðinn hennar í leyfisleysi, skemma blómin hennar, krota á húsvegginn hjá henni, hafa hátt þegar hún ætlar að sofa út ...?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég elska dýr, mér finnst viðbjóðslegt þegar fólk er að útrýma dýrum, sjálf skrifaði ég í dagblaðið þegar Ingibjörg Sólrún vildi eyða öllum villtum og venjulegum kisum. Ég kallaði hana kattarhatarann. Þessi konan virðist vera alveg eins og hún, en ég þoli ekki þegar það er verið að útrýma blessuðum dýrunum.  Ekki það ég mér sé illa við Ingibjög sólrúnu en mér fannst þetta mjög ljót á þeim tíma og mér finnst það enn.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2007 kl. 23:47

2 identicon

Heil og sæl, Guðríður !

Lýsi yfir fullum stuðningi, við mág þinn í þessu vandræða máli. Við, hér heima í Hveragerði eigum 4 ketti, þar af 3 verðlaunadýr, og vei þeim, hver hugðist vinna þeim mein. Vona, að þið Skagamenn landið þessu máli farsællega. Þarf umrædd kona (katta- og kindahatarinn) ekki á einhvers konar hjálp, að halda ? Sýnist, sem svo sé.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Auðvitað þarf konan á hjálp að halda, ég fattaði það ekki. En Óskar minn, þú gætir ekki búið á Skaganum með svona reglugerð hangandi yfir þér. Mér finnst ekki ólíklegt að kattavinir á Skaganum mótmæli þessu harðlega. Það hefði átt að gerast fyrr, áður en bæjarstjórnin var blekkt til að gera þetta. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Ester Júlía

OH hvað ég varð reið þegar ég las þetta. Hvaða rétt hefur fólk til að setja sig á háan stall gagnvart dýrunum?   Eins og enginn hafi tilverurétt nema það? Ég held að þessi kona sé vinafá og snauð..  skrifa meira seinna , er haldin ritstíflu.. Baráttukveðjur

Ester Júlía, 5.4.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: bara Maja...

Ömurlegt ! blessuð kellingin hefur ekki hugmynd um hverju hún er að missa af... hún ætti að eignast kött !

bara Maja..., 6.4.2007 kl. 00:12

6 identicon

Er ekki hægt að setja bleyju á kvikvendin svo ekki komi kúkalykt á illgresið hjá óberminu  Getum sent ykkur Pampers með mjólkurbílnum ef þær fást ekki í kaupfélaginu......

P.s. María, þú ættir að skammast þín!! Að vilja einhverjum kisukjána svo illt að lenda í höndunum á óberminu - þú hlýtur að vera kattahatari

Jónsi (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 08:20

7 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ussum svei, hvurslags heimi búum við í núna þar sem eins sæt dýr og kettir eru hataðir. Fyrir utan nýfædd börn, þá eru þeir sætustu kríli sem til eru. Kannski þarf þessi kona bara að vera bönnuð, ekki kettirnir, er hún ekki outnumbered???? Bara að leyfa köttunum að mótmæla, mæta bara allir klukkan fimm í garðinn hennar og kúka, pissa, mjálma og tæta... Þá kannski fer hún bara kerlingin

Bertha Sigmundsdóttir, 7.4.2007 kl. 17:11

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehheeh, góð hugmynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 778
  • Frá upphafi: 1506477

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 638
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Anna og Elfa
  • Kaffi Vest
  • Elfa komst í píanó ... heima hjá mér

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband