Hver er Ole Sötoft?

Á ferð með HilduVið Hilda systir ætlum að skella okkur í ferðalag austur fyrir Fjall á morgun. Líklega heimsækja í leiðinni litlusystur sem er þar í sumarbústað.

Mikið hlakka ég til, verð bara að muna að hlusta á spurningakeppni fjölmiðlanna klukkan 13 á Rás 2. Þátturinn í dag var mjög skemmtilegur. Veit þó ekki lengur hvort ég þyrði að taka í henni ef Vikunni yrði boðið, nema hafa Illuga Jökulsson með mér í liði.

Ég gæti þó svarað spurningum um danska klámmyndarúmstokksleikara, alla vegna gat ég það í spurningakeppni fyrirtækja í Górillunni einu sinni. Spurt var: Hver er Ole Sötoft?  Já, er líka klár í póstnúmerum.

Við Ólöf töpuðum fyrir Þjóðhagsstofnun í undanúrslitum, stofnuninni sem rústaði svo keppninni og var lögð niður í kjölfarið. Maður hefur nú völd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahhahahahaha! Klám á heilanum! Ég??? Siðprúðasta daman á Skaganum. Sá auðvitað Rúmstokksmyndirnar þegar ég var ung stúlka, það sáu allir þessar myndir og flissuðu feimnislega. Fór með hópi vina á þessa fyrstu. Nafnið á aðalleikaranum leyndist greinilega í heilanum á mér þegar ég fékk spurninguna mörgum árum seinna frá Davíð Þór. Ég sagði: Danskur leikari! Og fékk rétt fyrir ... svo eins og bjáni bætti ég við að hann hefði leikið í Rúmstokksmyndunum ... þar með stimplaði ég mig inn í íslenskt þjóðfélag sem klámhundur. Bætti um betur og rifjaði þetta upp hérna á blogginu mínu. Sumum er ekki viðbjargandi! Best að fá mér normalbrauð fyrir svefninn. Hef lifað á því í dag. Takk, enn og aftur!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.4.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Gurrí þú ert svo yndisleg manneskja.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Já, það jafnast ekkert á við dönsku merkjamyndirnar   Sumir leikararnir enduðu jafnvel sem þingmenn.  Ole karlinn er hinsvegar látinn, kannski reið klámið honum að fullu (tryllingslegur hlátur)

Svava S. Steinars, 6.4.2007 kl. 01:40

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 6.4.2007 kl. 01:49

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Góða ferð, og ljós til þín steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 07:14

6 Smámynd: www.zordis.com

Megi almættið gæta akstursleiðar ykkar systra ....   Án gríns, eigið yndislegan dag og njótið samverunnar í krúttlegum bíl, bústað og íslenskri náttúru!  Það er gott að vera Normal - "brauð" ................ Gleðilega Páska.

www.zordis.com, 6.4.2007 kl. 08:28

7 identicon

Sannlega mælt hjá vélstýrunni, það ríður ekki við einteyming hverju normalbrauð getur áorkað...  Er hundahald leyft á Skaganum? Eða þarf sérleyfi fyrir klámhunda?

P.s. Hvor myndin fannst þér betri? I tyrens tegn eða Hopsla på sengekanten ??

Jónsi (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 08:29

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, er Ole dáinn? Hvernig veit virðulegur heilbrigðisfulltrúi það? Ha, Svava!

Jónsi, Mazúka á rúmstokknum var best. Alla vega sú eina sem ég man eftir að hafa séð.

Það þarf ekki sérleyfi fyrir klámhunda á Skaganum, jú, hundahald leyft, það er mikið af sætum hundum hér á Skaga. Heill hellingur. Allir í göngutúr í garðinum mínum, Langasandinum og ég nýt þess!!! Vofffffff!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.4.2007 kl. 11:28

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps ... arggg! Kíkti á þetta. Er að rjúka út úr dyrunum, les betur í kvöld, seint!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.4.2007 kl. 11:41

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ole karlinn.  Hoppsasa på sangekanten

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:09

11 identicon

Heil og sæl, Guðríður og aðrir skrifarar !

Vonandi nýtur þú, og þitt ryckti allt, dvalarinnar; í Árnes- og Rangárvalla þingum. Verð að koma á smávægilegri leiðréttingu. Það er ei farið ''austur fyrir Fjall'' með leiðinni, um Sandskeið - Sveinahraun og Hellisheiði, heldur austur yfir Fjall. Að fara austur fyrir fjall, er leiðin, úr Grindavíkur skíri, um Krýsuvík - Herdísarvík og Selvog, og upp Ölfusið. Vona, að ég megi koma þessu, til framfæris; án nokkurrar ákúru.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 21:38

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir þessa leiðréttingu, Óskar Helgi Allltaf gaman að læra eitthvað nýtt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:39

13 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Danski skapgerðarleikarinn Ole Söltoft lést 9.maí 1999. Blessuð sé minning hans

Heimir Eyvindarson, 19.4.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 22
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 1506463

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 624
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Anna og Elfa
  • Kaffi Vest
  • Elfa komst í píanó ... heima hjá mér

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband