Hveragerði, Selfoss, Hella, here we come

SólinVá, hvað veðrið í yndislegt núna. Man vart eftir svona veðri í fríi! Hellingur af fólki er niðri á Langasandi, gaman, gaman. Og ég að fara til Hveragerðis, Selfoss og Hellu. Enn meira gaman. Alltaf gaman af fara austur fyrir Fjall. Ef það er opið í Eden ætla ég að kaupa mér blóm og páskaskraut! Og svakalega skal ég tæta í strákunum fyrir austan, ég hef heyrt að þeir séu mjög sætir. Þekki einn sýslumann á leiðinni og ég veit að Auði Haralds finnst hann myndarlegasti maðurinn sem kemur alltaf (þegar hann getur) í afmælið mitt! 

Vona að dagurinn verði öllum bloggvinum mínum og öðrum vinum alveg dásamlegur. Passið bara að skemmta ykkur ekki of vel, það er nú föstudagurinn langi. Hehehhe. Ferðasagan kemur í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónsi (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: bara Maja...

Góða ferð, sitjum og bíðum spennt eftir ferðasögunni

bara Maja..., 6.4.2007 kl. 11:56

3 identicon

Frábær kvikmynd um mig ... hahahhahahha!

Kv. Gurrí, rétt ófarin 

Gurrí (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góða skemmtun og gleðilega Páska  ...

Hólmgeir Karlsson, 6.4.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. hætti samstundis við áform mín um að hafa skemmtilegt.. Skemmtu þér konunglega Gurrí mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:07

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gleðilega páska héðan að vestan Gurrí mín, og bið kærlega að heilsa sýsla frænda

Sigríður Jósefsdóttir, 6.4.2007 kl. 13:39

7 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og góða ferð og akið varlega .

Halldór Sigurðsson, 6.4.2007 kl. 13:49

8 identicon

Hveragerði er besti og fallegasti staður á landinu, getur ekkert klikkað ef þú ferð þangað. Selfoss er ekki jafn dásamlegur staður og Hveragerði en nokkuð góður samt, (ég mákona þín) bý 50 m frá skurði sem skilur að Selfoss og Ölfus og flokkast undir Ölfusing (hjúkk ) Hafðu það sem allra best á suðurlandinu ...Gleðilega Páska

Magga (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:53

9 identicon

Ferðasagan verður án efa frábær, en á meðan og þangað til og alltaf auðvitað: hafðu það yndislegt, njóttu lífsins og borðaðu mikið súkkulaði! It's in the cards!! Knús knús og kossar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 14:22

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobbb fæ ég nú samkeppni um strákana mína. Ég skal vinka þér út um gluggann minn

PS ég sé að sýslumaðurinn er að vinna

Hrönn Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 14:29

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð austir og Gleðileg Páska.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2007 kl. 14:37

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég var fljót að forða mér af vegunum þegar ég frétti af austurför ykkar

Brynja Hjaltadóttir, 6.4.2007 kl. 17:58

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Borðaðu mörg páskaegg og hlæðu hátt! Segðu sögur af Ólafi Ketilssyni á leiðinni austur og Harasystrum á leið í bæinn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.4.2007 kl. 19:56

14 Smámynd: Ester Júlía

Kristur..nú hefur hún náð sér í dreifbýlistúttu, er orðin úrkula vonar að sjá blogg frá þér í kvöld, er farin að sofa

Ester Júlía, 7.4.2007 kl. 00:02

15 Smámynd: Svava S. Steinars

Við Steinka fórum í góðan göngutúr í dag, kíktu bara á bloggin okkar.  Einnig á skírdag, best að nýta sér góða veðrið meðan það gefst

Svava S. Steinars, 7.4.2007 kl. 00:57

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Náð mér í dreifbýlistúttu ... hmmmm, hvað er ég sjálf? Hehehehhe! Þeir voru nú ansi sætir þarna fyrir austan þótt þeir jafnist auðvitað ekkert á við Skagamenn sko!

Takk fyrir góðar kveðjur ... og Brynja, það þarf sko ekkert að forða sér af veginum þegar við Hilda erum við stjórnvölinn, hún undir stýri og ég að gefa góð ráð .... hehehe! Gleymdi alveg að kíkja eftir sýslumanninum mínum ... sussumsvei!

Alltaf gaman á Suðurlandi! Frábær dagur.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 1506454

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 616
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Anna og Elfa
  • Kaffi Vest
  • Elfa komst í píanó ... heima hjá mér

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband