Essó-ís, Edensgreinar, grill, póker og góður X-Factor!

Halldóra og AlexandraLögðum af stað austur yfir Fjall undir hálf tvö og stoppuðum ekki fyrr en við Essó á Selfossi þar sem ís var keyptur. Passaði akkúrat, spurningakeppni fjölmiðlanna nýlokið þegar þangað var komið. Allir fengu stóra ísa nema ég ... sérþarfir auðvitað. Ungbarnaís, takk.

„Bibliblublu?“ spurði afgreiðslumaðurinn á Essó.
„Hvað segirðu?“ spurði ég á móti.
„VILTU DÝFU?“ argaði hann þá.
„Ertu að kalla mig Drífu?“ spurði ég sármóðguð.

Essóísdýfukaup á SelfossiÞarna tókst mér að koma í veg fyrir að hann héldi að ég væri heyrnardauft gamalmenni. Hann hló bara og klíndi svo mikilli dýfu á ísinn minn að ég var næstum allan daginn með súkkulaðislettur á höndunum. Hilda kallaði mig Drífu til kvölds.

Við hættum við að heimsækja litlusystur í sumarbústað þegar við fréttum að allur ættleggur hennar í móðurætt á hjólhýsum, húsbílum, bifhjólum, raðhúsum og sjálfrennireiðum hefði ákveðið að droppa í heimsókn þar sem systa ætlaði að slaka á í páskafríinu sínu með mömmu sinni og börnum.

Eden í Hveragerði varð því fyrir valinu. Ég keypti páskagreinar, svona eitthvað sem blómstrar gulum litlum blómum á páskadag. Kettirnir eru nú í óðaönn að borða þær inni í eldhúsi. Þær eiga samt kattagras sem ég ræktaði í síðustu viku.

Hilda grillaði guðdómlegan mat þegar heim var komið og mér tókst að kalla mömmu rasistabelju á góðlátlegan hátt þegar ég komst að því hvað hún ætlar að kjósa. Gat ekki stillt mig. Hún kallaði mig femínistabelju á móti. Hvorug móðgaðist. Ólíkt okkur samt.

Ellen og vinkonurnarEllen frænka fékk þrjár vinkonur í heimsókn og þær spiluðu póker frammi í eldhúsi og hlustuðu á X-Factorinn. Frá vinstri: Leiklistarnemi, Ellen bráðum bankastjóri, hjúkkunemi og Hrafnhildur læknanemi í Ungverjalandi. Nöfnin á nr. 1 og 3 duttu út, er með algjöran teflonheila.

Við hin horfðum á þáttinn sem var mjög flottur. Ég hef aldrei heyrt Hara-systurnar betri, þær voru æðislegar! Jógvan hefur alltaf verið góður þannig að hann átti sigurinn alveg skilinn. Gaman í Færeyjum núna!

Svo kom Ellý eftir eftirpartí í Smáralind og sótti okkur Halldóru. Mjög ánægð með þáttinn í kvöld en dauðþreytt eftir geðveika vinnu í vetur. Gott að hún sofnaði ekki á heimleiðinni. Löggur um allt. Allir keyrðu á löglegum hraða. Sá líka löggubíla fyrir austan. Þetta ber árangur ... mun betra en að liggja í leyni og góma fólk.

P.s. Endilega kíkið á þessa örstuttu kvikmynd hér fyrir neðan ... og líka hina sem Jónsi bjó til í kommentakerfinu í síðustu færslu: 

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=fr&code=60a69a984b1b790a3483a903880cdd75

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er makalaus kvikmynd um himnaríkissæluna. Var þetta nokkuð ég sem var í kaðlinum og nú í djúpu lauginni?

Hér á jaðri hálendisins í Haukadal er farið að snjóa! Makalaust að páskahretið skuli alltaf koma á páskunum.

Ágúst H Bjarnason, 7.4.2007 kl. 07:24

2 identicon

Er þetta ekki Jói á baunagrasinu???

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 08:25

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 7.4.2007 kl. 09:16

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Kvikmyndin er góð,...  en innrætið, ubs! þarf að fara að setja einhver lög á svalaeign!?

Hólmgeir Karlsson, 7.4.2007 kl. 10:02

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð þig jafnákveðna á svip og í þessari mynd. Veit eftir þetta að þú verð svalir þínir betur en nokkur Júlía eða Rapunzel

Steingerður Steinarsdóttir, 7.4.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það tók blóð, svita og tár að gera þessa bíómynd og framleiðslukostnaðurinn fór upp í nokkrar milljónir. En hún er stórkostleg og það skiptir máli!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehehe, móðgast ef ég fæ ekki alla vega tilnefningu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín góð með hnífinn. Veit ekkert um X-faktor en hann Jógvan hlýtur að hafa slegið í gegn.  Takk fyrir pistilinn feministabeljan þín. Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 13:37

9 identicon

Pottþéttur Skari fyrir tæknibrellur......

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 13:40

10 Smámynd: bara Maja...

frábær kvikmynd, stórkostlegur leikur, og brellurnar vá maður !!! Óskarinn er á leiðinni í pósti !

bara Maja..., 7.4.2007 kl. 13:53

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég tilnefni þig hér með yfirgeðbótargellu samtímans. Þú ert þvílík geðbót, að lengra verður varla komist. Ég elska þessa frumraun þína í kvikmyndaheiminum (eða kannski er þetta ekki frumraun?) og er búin að vista hana á góðum stað hjá mér. Þú ert ansi fim með hnífinn og ég held að þú hafir gert rétt, þar eð þetta var örugglega bara einhver súkkulaðigæi og örugglega ekki ættaður af Skaganum.  Love to you.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 14:02

12 Smámynd: www.zordis.com

Eg sendi þér beittarihníf og geðveika ást!  Over the internet! .............. dásamlegt brugg hjá þér!

www.zordis.com, 7.4.2007 kl. 15:23

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús til Spánar, elskan mín. Og yfir hafið til þín líka, bara styttra, Guðný Anna.

Mig langar að þakka Jónsa fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessarri kvikmyndasíðu! Hef skemmt mér konunglega við að búa til kvikmyndir!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 754
  • Frá upphafi: 1506453

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 615
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Anna og Elfa
  • Kaffi Vest
  • Elfa komst í píanó ... heima hjá mér

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband