7.4.2007 | 02:37
Essó-ís, Edensgreinar, grill, póker og góður X-Factor!
Lögðum af stað austur yfir Fjall undir hálf tvö og stoppuðum ekki fyrr en við Essó á Selfossi þar sem ís var keyptur. Passaði akkúrat, spurningakeppni fjölmiðlanna nýlokið þegar þangað var komið. Allir fengu stóra ísa nema ég ... sérþarfir auðvitað. Ungbarnaís, takk.
Bibliblublu? spurði afgreiðslumaðurinn á Essó.
Hvað segirðu? spurði ég á móti.
VILTU DÝFU? argaði hann þá.
Ertu að kalla mig Drífu? spurði ég sármóðguð.
Þarna tókst mér að koma í veg fyrir að hann héldi að ég væri heyrnardauft gamalmenni. Hann hló bara og klíndi svo mikilli dýfu á ísinn minn að ég var næstum allan daginn með súkkulaðislettur á höndunum. Hilda kallaði mig Drífu til kvölds.
Við hættum við að heimsækja litlusystur í sumarbústað þegar við fréttum að allur ættleggur hennar í móðurætt á hjólhýsum, húsbílum, bifhjólum, raðhúsum og sjálfrennireiðum hefði ákveðið að droppa í heimsókn þar sem systa ætlaði að slaka á í páskafríinu sínu með mömmu sinni og börnum.
Eden í Hveragerði varð því fyrir valinu. Ég keypti páskagreinar, svona eitthvað sem blómstrar gulum litlum blómum á páskadag. Kettirnir eru nú í óðaönn að borða þær inni í eldhúsi. Þær eiga samt kattagras sem ég ræktaði í síðustu viku.
Hilda grillaði guðdómlegan mat þegar heim var komið og mér tókst að kalla mömmu rasistabelju á góðlátlegan hátt þegar ég komst að því hvað hún ætlar að kjósa. Gat ekki stillt mig. Hún kallaði mig femínistabelju á móti. Hvorug móðgaðist. Ólíkt okkur samt.
Ellen frænka fékk þrjár vinkonur í heimsókn og þær spiluðu póker frammi í eldhúsi og hlustuðu á X-Factorinn. Frá vinstri: Leiklistarnemi, Ellen bráðum bankastjóri, hjúkkunemi og Hrafnhildur læknanemi í Ungverjalandi. Nöfnin á nr. 1 og 3 duttu út, er með algjöran teflonheila.
Við hin horfðum á þáttinn sem var mjög flottur. Ég hef aldrei heyrt Hara-systurnar betri, þær voru æðislegar! Jógvan hefur alltaf verið góður þannig að hann átti sigurinn alveg skilinn. Gaman í Færeyjum núna!
Svo kom Ellý eftir eftirpartí í Smáralind og sótti okkur Halldóru. Mjög ánægð með þáttinn í kvöld en dauðþreytt eftir geðveika vinnu í vetur. Gott að hún sofnaði ekki á heimleiðinni. Löggur um allt. Allir keyrðu á löglegum hraða. Sá líka löggubíla fyrir austan. Þetta ber árangur ... mun betra en að liggja í leyni og góma fólk.
P.s. Endilega kíkið á þessa örstuttu kvikmynd hér fyrir neðan ... og líka hina sem Jónsi bjó til í kommentakerfinu í síðustu færslu:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=fr&code=60a69a984b1b790a3483a903880cdd75
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 12
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 754
- Frá upphafi: 1506453
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þetta er makalaus kvikmynd um himnaríkissæluna. Var þetta nokkuð ég sem var í kaðlinum og nú í djúpu lauginni?
Hér á jaðri hálendisins í Haukadal er farið að snjóa! Makalaust að páskahretið skuli alltaf koma á páskunum.
Ágúst H Bjarnason, 7.4.2007 kl. 07:24
Er þetta ekki Jói á baunagrasinu???
Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 08:25
Ólafur fannberg, 7.4.2007 kl. 09:16
Kvikmyndin er góð,... en innrætið, ubs! þarf að fara að setja einhver lög á svalaeign!?
Hólmgeir Karlsson, 7.4.2007 kl. 10:02
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð þig jafnákveðna á svip og í þessari mynd. Veit eftir þetta að þú verð svalir þínir betur en nokkur Júlía eða Rapunzel
Steingerður Steinarsdóttir, 7.4.2007 kl. 11:56
Það tók blóð, svita og tár að gera þessa bíómynd og framleiðslukostnaðurinn fór upp í nokkrar milljónir. En hún er stórkostleg og það skiptir máli!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:41
Hehhehehe, móðgast ef ég fæ ekki alla vega tilnefningu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:57
Mín góð með hnífinn. Veit ekkert um X-faktor en hann Jógvan hlýtur að hafa slegið í gegn. Takk fyrir pistilinn feministabeljan þín. Smútsj
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 13:37
Pottþéttur Skari fyrir tæknibrellur......
Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 13:40
frábær kvikmynd, stórkostlegur leikur, og brellurnar vá maður !!! Óskarinn er á leiðinni í pósti !
bara Maja..., 7.4.2007 kl. 13:53
Ég tilnefni þig hér með yfirgeðbótargellu samtímans. Þú ert þvílík geðbót, að lengra verður varla komist. Ég elska þessa frumraun þína í kvikmyndaheiminum (eða kannski er þetta ekki frumraun?) og er búin að vista hana á góðum stað hjá mér. Þú ert ansi fim með hnífinn og ég held að þú hafir gert rétt, þar eð þetta var örugglega bara einhver súkkulaðigæi og örugglega ekki ættaður af Skaganum. Love to you.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 14:02
Eg sendi þér beittarihníf og geðveika ást! Over the internet! .............. dásamlegt brugg hjá þér!
www.zordis.com, 7.4.2007 kl. 15:23
Knús til Spánar, elskan mín. Og yfir hafið til þín líka, bara styttra, Guðný Anna.
Mig langar að þakka Jónsa fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessarri kvikmyndasíðu! Hef skemmt mér konunglega við að búa til kvikmyndir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.