Vonir Jógvans, Jon Stewart og stolist í páskaegg

Fréttakona: „Áttir þú von á þessu?“
Jógvan: „Já, ég vonaði en …“

 -   -   -   -   -   -   -   -   -  

JohnStewartCoverJon Stewart er alveg ótrúlega skemmtilegur sjónvarpsmaður. Mikið vildi ég að einhver sjónvarspsstöðin sýndi þættina hans. Eftir að Jay Leno gerði grín að Afgönum fyrir fátækt (hefnd eftir 11. sept) hef ég ekki húmor fyrir honum lengur. Það virðist vera ómögulegt að fá Conan O´Brien þannig að ég biðla bara til sjónvarpsstöðvanna um að sýna snillinginn Stewart.

 

Gat ekki stillt mig ... opnaði minnsta páskaeggið, þetta litla sæta Freyjuegg frá Hildu. Lyktin upp úr pokanum minnti á bernsku mína þannig að nú veit ég að mamma keypti alltaf Freyjuegg. Þetta átti að vera Freyjurís-egg en þau eru greinilega ekki til í litlum stærðum.

Málshátturinn: Sér kann jafnan hygginn hóf! Arggggg! Þá veit ég það. 

Sjö daga gömul

 

Mamma gaf mér egg frá Nóa Síríus í gær og ekki bara það, heldur líka gamla mynd af mér. Aftan á henni stendur: Guðríður litla, 7 daga gömul.

Jú, það var búið að finna upp myndavélar á þessum tíma. Rosalega væri ég til í að eiga ullarteppi eins og sést vinstra megin á myndinni, teppið á dívaninum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Hilda pínu nísk...?

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð þvílík dúlla!  Ég man sko SVO eftir þessum ullarteppum.  Vá var búin að gleyma þeim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, Jónsi, Hilda er ekki nísk. Hana langaði bara að leyfa mér að prófa að smakka Freyjurís-páskaegg en með misheppnuðum árangri ... Þetta var samt gott egg!

Mamma segir að ég hafi verið svo sætur krakki að fólk hafi stoppað hana til að geta klappað mér ... eða eitthvað. Held reyndar að hún hafi sagt þetta við öll börnin sín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 19:52

4 identicon

Jamm,  sammála þér, svo sannarlega misheppnað þegar fólk segist hafa gleymt gleraugunum heima og kaupir það ódýrasta...

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:55

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er sú gáfaðasta í fjölskyldunni, sú eina sem þarf að nota gleraugu! Jammm, líklega er þetta bara hreinræktuð bráðaníska. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 19:59

6 identicon

Ok, hinir eru bara smartari og nota linsur...

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Saumakonan

Gleðilega páska!    Kveðja frá 20 stiga hita í Frakklandi

Saumakonan, 7.4.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Hugarfluga

Afskaplega krúttuð mynd! Mamma mín talar ennþá um það sem ég sagði og gerði nokkra mánaða gömul. Líkt og það hafi gerst í gær. Dáldið þreytt, en hvað umber maður ekki frá elsku mömmu sinni? Glædelig påske!

Hugarfluga, 7.4.2007 kl. 20:20

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja hérna, Saumakona. Ég skelf úr kulda hérna á Klakanum. Er að láta renna í sjóðheitt bað til að ná úr mér hrolli. Slepp þó alveg við geitungadrottningar ... en þú?

Jónsi, ég er smörtust líka.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 20:22

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hugarfluga ... mamma rifjaði síðast upp í gærkvöldi þegar ég stóð upp í rúminu mínu nokkurra mánaða gömul, vakti liðið kl. 6 á morgnana og sagði: „Dadda daginn!“

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 20:23

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg mynd af þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2007 kl. 20:24

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehehhe, snilld!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 20:51

14 identicon

B.t.w. hvor myndin er af þér...?

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:52

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gettu nú!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:01

16 identicon

Þetta bláa vinstra megin er örugglega dívan og þetta rauða þá teppið... ???????

Jónsi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 21:03

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, já! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:15

18 Smámynd: Saumakonan

LOL hef ekki orðið vör við neinar drottningar hér.. hvorki geitunga né aðrar. Aftur á móti gæti ég kanski orðið vör við einhverjar í dýragarðinum á morgun hehehehe

Saumakonan, 7.4.2007 kl. 22:06

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyriði Jónsi og Frú Guðríður, þið verðið að fara að færa leikinn í flæðarmálið við himnaríkið.  Kona er farin að fara hjá sér

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 23:37

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kíktu á nýjustu bíómyndina ... Það er ekkert á milli okkar Jónsa. Magga vinkona er skotin í honum! Well, finnst hann alla vega fyndinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 23:40

21 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Þú ert sko sú sætasta og smartasta...er það ekki enskíslenska?

Bertha Sigmundsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:39

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, jú, algjör enskíslenska ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband