Fann páskaeggin ... og Rondo!

Páskaeggin 2007Reif mig óvart upp klukkutíma of snemma til að horfa á Formúluna en ákvað að nota tímann til að leita að páskaeggjunum. Það tók enga klukkustund, ég mundi fullvel hvar ég faldi þau. Tók mynd af þeim til að sanna að þau eru númer 50 og 60, ekki 5 og 6. Stóra espressókannan mín er til samanburðar.
Næ samt auðveldlega að klára þau áður en Formúlan hefst ef ég þekki mig rétt.

 
Ég uppgötvaði svolítið alveg nýtt í gærkvöldi ... eitthvað alveg dásamlegt. Ég fór inn á ruv.is og ætlaði að drepa tímann í tilhlökkuninni til páskanna og fara að horfa á vefmyndavél Kötlu. Að vísu var myrkur en ef það kæmi nú gos þá sæist það ... jæja, en ég nennti ekki að horfa á svartan skjá og klikkaði á eitthvað sem heitir Rondó og reyndist vera klassísk tónlistarrás Ríkisútvarpsins. Þvílík snilld! Hún næst bara á Faxaflóasvæðinu enn sem komið er EÐA Á NETINU! Ég sofnaði við eitthvað yndislegt eftir Mozart eða Bach og stöðin hefur verið stanslaust á síðan. Nú er fiðlukonsert ... mmmmm!

Vona að dagurinn ykkar verði dásamlegur, minn verður það. Er enn á náttfötunum. Páskagulu fötin mín eru í þurrkaranum ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilega páska til þín Gurrý sömuleiðis! Ég trúi því bara ekki að þú hafir rifið þig upp til að horfa á formúluna.....! Karlmenn hljóta að ELSKA þig....horfirðu kannski líka á boltann (alla boltana)...hehe

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þú ættir að fá þér minni kaffikönnu, he he ....  það er ekki hollt að drekka svona mikið kaffi með súkkulaðinu það rýrir næringargildið.  og gleðilega Páska

Hólmgeir Karlsson, 8.4.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: gua

Gleðilega páska, mikið er þetta krúttleg kaffikanna

gua, 8.4.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heiða mín, karlar líta ekki við mér! Ekki síðan í lok áttunda áratugar síðustu aldar. Ég ræktaði bara karlinn í sjálfri mér og horfi til skiptis á Nágranna og já, fótbolta, held fínu jafnvægi. Hehehhe.

Sömuleiðis, Hólmgeir minn! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:44

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Krúttleg kaffikanna ... hún er risastór, GUA!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:44

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það eru svo margar HEIÐUR að blogga og ég er alltaf að sjá nafnið mitt út um allt! Skildi ekkert í því hvað þú varst að röfla um karla við mig góða mín!
Soldið sjálfhverf sko

Gleðilega páska Gurrí!! Og ekki éta bæði páskaeggin með einum (litlum) kaffibolla!!  

Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 12:52

7 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Gleðilega páska! 

Sjálf er ég að fara að pakka fyrir heimferð.  Lendi í Keflavík í fyrramálið 6:30.  Sjáumst fljótlega!

Guðrún Eggertsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:59

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gleðilega páska, elskurnar. Hlakka til að sjá þig, Guðrún!

Heiða mín, segi þér í trúnaði ... ég er búin með nokkra bita af fyrra egginu og alveg búin að fá nóg ... usss!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:09

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurrí mín  passaðu þig á henni Kötlu hún getur gosið hvenar sem er hí ha ha.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.4.2007 kl. 13:11

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehehe, ókei, best að fara á vaktina!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:17

11 identicon

Þér veitir nú ekkert af þessum páskaeggjum - þú sagðir jú að súkkulaði kæmi í staðinn fyrir kynlíf.........

P.s. Ertu búinn að finna eggið frá Hildu?

Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:21

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef aldrei sagt að súkkulaði kæmi í staðin fyrir ...bíbb ... eða gantaðist ég eitthvað með það um daginn? Ó ... Eggið frá Hildu ... hmmm, ég borðaði það í einum munnbita í gær.

Ertu að segja að ég sé feit? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:22

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna mín, ég sá þig ekki! Takk fyrir að láta bloggvini mína halda að ég sé íþróttafrík! Kærlega! Ekki trúa Önnu!

Ég pant verða nr. 100.000 á síðunni þinni!!! Eru verðlaun? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:24

14 identicon

Nebb... bara að segja að kynlíf sé hollt svona einu sinni á ári......

Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:27

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einu sinni á ári????? Allt of oft! Einu sinni á ÖLD ... það væri nær lagi ... !

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:33

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

DAG ... ég meinti einu sinni á dag! Úps. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:33

17 identicon

Aha... einu sinni á öld!! "Af litlu verður lítill glaður" eins og stóð í páskaegginu mínu.........

Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:37

18 identicon

Það er nú annað hjá okkur strákunum, 1 kg af páskaeggjum breytist sko í 500 gr af vöðvum...... og á réttum stöðum sko

Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:55

19 Smámynd: Hugarfluga

Gleðilega páska, Gurrí!! Njóttu eggjanna þinna .... allra!!

Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 13:57

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það sem amar helst að mér núna er að ég hef enga lyst á þessum fj ... páskaeggjum. Hefði átt að hlakka meira til! Mig langar meira í hafragraut núna ... samt er ég ekki mikið fyrir hafragraut eftir hræðilegar hafragrautsmartraðir í vöku í sveitinni í gamla daga! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:05

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þegar Katla gýs þá fær Gurrí það. Kaffið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 14:16

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sjúr!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:21

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er nú svo sjálfhverf líka HEIÐA, að ég hélt við værum bara tvær...að blogga! Gurrý - hnefaleikaáhugakona? oh, my god, ég gæti nú sko alveg kynnt þér fyrir einhverjum jólasveininum...

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 15:34

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jólasveinn ... páskakanína ... whatever ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 16:05

25 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gurrí! Vissirðu ekki af Rondó? Og ég að segja þér ekki frá...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:38

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sem betur fer rambaði ég á Rondó ... sjúkkitttt! Er að hlusta á hana núna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 20:38

27 identicon

Gott að það er einhver þarna úti sem fílar þetta ands...... sinfóníugarg.  Ég sjálf er með ör á heilanum eftir að hafa verið ofgert á sinfóníugargi á gömlu gufunni þegar ég var að alast upp.  Það var nefnilega til siðs að hafa gömlu gufuna á hvínandi botni alla daga allann ársins hring þegar ég var að alast upp.  Enda mun ég bera þess merki alla ævi að hafa þurft að alast upp við þetta árans garg.......

Sigga (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:12

28 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég segi sama, hataði gargið, enda oft valin einstaklega leiðinleg tónlist í útvarpinu. Þegar ég fann þetta var verið að spila einhverja algjöra dýrð ... passíu með kór og hljómsveit og því fell ég fyrir! Slíkt var bara spilað á hátíðum á gömlu gufunni. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1505972

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband