Lærdómsrík Formúla og hallærislegur málsháttur!

Óbrotin línaHeld svei mér þá að Hamilton sé bara í uppáhaldi hjá mér. Í Formúlunni sko! Nú eru að hefjast þjónustuhlé, þá er oft spennandi að sjá hvað hver sekúnda skiptir miklu máli!

Þegar ökumenn keyra út úr þjónustusvæðinu mega þeir eðlilega ekki fara yfir heila línu, sá Ralf einu sinni gera það og hann fékk refsingu fyrir. Ég gerðist skemmtilegur aftursætisökumaður í kjölfarið og benti vinum og ættingjum á þetta. Það virðist enginn vita almennilega af þessu, eins og ég þekki góða ökumenn. Reyndi að segja vinkonu minni þetta um daginn, hún gerði þetta fyrir framan lögguna sem aðhafðist ekkert og ég furðaði mig á því. Vinkona mín sagði að þessar reglur giltu bara í Formúlunni, ekki á Íslandi! Hmmmmm, aldeilis ekki.

Hilda systir las í blaði um daginn að árekstrar orsakist mjög oft út af þessu að fólk vaði út á aðalbraut yfir óbrotna línu. Held að það mætti alveg leggja meiri áherslu á þetta í ökunáminu! Hef sjálf ekki keyrt í 100 ár en hef lært helling á því að horfa á Formúluna. Var búin að steingleyma þessu með óbrotnu línuna á aðreinum.

Formúla áreksturÁ myndinni sést óbrotna línan sem ekki má aka yfir (á leið út úr viðgerðasvæðinu) en hún er reyndar tekin í ræsingu og þá er bara ætt áfram. Kubica og Speed eru nú aldeilis fínir ökumenn ... miðað við nöfnin ættu þeir að vera á toppnum.

Málshátturinn minn: Að leyna fundi er að líkjast þjóf. Ætli ég fái ekki í næsta páskaeggi: Sá á fund sem finnur. Það væri nú fyndið.
Þetta kom ekki vel á vondan því að ég hef aldrei stolið úr búð og hef ekki hugsað mér að gera það. Ég fylltist bara bræði út í mömmu fyrir að gefa mér páskaegg með svona hallærislegum málshætti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Margur heldur mig sig" myndi ég segja við mömmu ef hún gæfi mér svona egg............

Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhaahhaha, best að ég geri það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehehe furðulegur málsháttur..

Ólafur fannberg, 8.4.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: www.zordis.com

Strákurinn minn vann í dag!  Jïha .......... Alonso er bara góùr!

Ég var að opna mitt egg og við fengum málsháttin, "Oft njóta hjú góðra gesta" og við vorum með veislu!  

www.zordis.com, 8.4.2007 kl. 16:13

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju, til hamingju!!! Góður málsháttur. Í mínum var gefið í skyn að ég stæli úr búðum! Hehehhe, það var umfjöllun um búðarþjófnað í sjónvarpsfréttum í gær og stolið fyrir milljarða á hverju ári. Ég er saklaus!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 16:22

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

við hér vorum alsæl með úrslitin, (ég nennti reyndar ekki að vakna klukkan 7, en Jón Lárus lét sig hafa það). Sveimérþá ef ég er ekki bara sammála, Hamilton gæti orðið nýja uppáhaldið, amk. ef hann tollir hjá MacLaren. Jei!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:36

7 identicon

Er það ekki bara einhver annar sem stelur úr búðum en er að reyna að klína því á þig?

Sigga (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhe, örugglega ... fyrir milljarða!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1505943

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband