Blaut eða ónothæf spariföt ... óvænt matarboð

Ísak og Úlfur í marsVar farin að pæla í því hvernig ég ætti að elda páskamatinn, kjúklingabringuna, þegar Mía systir hringdi og bauð mér í mat. Dóttir hennar, tengdasonur og barnabörn; sætustu tvíburar í heimi, Úlfur og Ísak, koma líka. Til öryggis gáði ég að fötunum mínum inni í þurrkara ... þau voru ekki þar, heldur rennblaut í þvottavélinni síðan í gærkvöldi! Gurrí þó!!! Skellti þeim í þurrkarann í hvelli og nota bara hugarorkuna til að láta þau þorna hraðar.

Hlýjar ábreiðurTreysti mér ekki í „sparifötin“ sem láta mér líða eins og ég sé plusssófi. Valdi þau ekki á mig sjálf. Fékk þau gefins og nota í algjörri neyð ... þegar engir sætir strákar sjá mig! Ætla að sauma nokkrar hlýjar ábreiður úr þeim og gefa fátækum næsta haust.

Hef verið að hlusta á hina bráðskemmtilegu spurningakeppni fjölmiðlanna ... þar sem Formúlan var í gangi á meðan útsending stóð yfir. Mikið er ég þakklát fyrir Netið og að þurfa ekki að missa af neinu uppáhalds-dæmi! Úrslitin verða svo á morgun kl. 13!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allt í þvottavélinni ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Kjúklingabringuna!" the one and only?  Ætlaði einbúinn að elda eina bringu.  Einhvernveginn finnst mér það svo skemmtileg tilhugsun.  Svona eins og að ætla að elda eina kjötbollu.  Ég ligg allavega í hlátri.  Þú kemur mér alltaf til að hlægja Frú Guðríður.  Góða skemmtun í matarboðinu þar sem örgla verður boðið upp á haug af "kjötum".

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 17:15

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, haug af kjötum. Held að það sé rétt. Reyndar ætlaði ég að elda tvær bringur og eiga hina á morgun ... Æi, nennti ekki að sníkja mér matarboð neins staðar. Við Ellý hefðum bara átt að ákveða að borða saman, báðar tvær í kotinu, reyndar eitt barn ... en börn þurfa ekkert að borða um páskana nema páskaegg! Hefði getað farið til mömmu í haug af kjötum en það gengur ekki strætó í dag! 

Er komin í hrein og þurr föt og bíð nú eins og prinsessa eftir að verða sótt!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleðilega páska héðan frá Nínu, og kveðja frá Nínu og Elísabetu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.4.2007 kl. 17:32

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkkk fyrir kveðjurnar og gleðilega páska sömuleiðis. Bið innilega að heilsa á móti.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 17:38

6 Smámynd: bara Maja...

Gleðilega páska Frú Gurrí

bara Maja..., 8.4.2007 kl. 19:57

7 identicon

Ja fussum svei, vélstýran heldur greinilega að allir séu á vélstýrulaunum - og hafi bara efni á að valsa á milli tískubúða og kaupa tuskur til skiptanna..... Þú værir sko flottust (alltaf smörtust) í þessu neðsta.....  

Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:38

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, segðu ... hatur á verslanaferðum á örugglega sök á spjaraleysinu. Líst líka mjög vel á fötin hennar nöfnu minnar. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 20:44

9 Smámynd: Svava S. Steinars

Gvöööð hvað tvíburarnir eru sætir

Svava S. Steinars, 9.4.2007 kl. 02:13

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Tvíburarnir eru algjörar dúllur, mig langar til þess að kyssa þá í bak og fyrir... Eggjahljóðin byrjuð hjá mér aftur, skammastu þín að ergja þau svona með þessum sætu myndum Njóttu dagsins og páskaeggjana og bringunnar...

Bertha Sigmundsdóttir, 9.4.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband