8.4.2007 | 20:10
Klökknað yfir Tunglskinssónötunni ...
Góður maturinn í kvöld ... þríréttað, allt lúxusmatur úr Einarsbúð! Tvíburarnir voru náttúrlega æðislegir eins og alltaf ! Þeir voru einstaklega hrifnir af sjónvarpinu, fréttirnar slógu algjörlega í gegn hjá þeim.
Svo þegar elskan hann Ómar Ragnarsson kom á skjáinn fóru þeir að gráta, alla vega annar þeirra. Það var samt tilviljun er ég viss um.
Heimiliskötturinn Bjartur starði á strákana, vissi greinilega ekki að svona pínulítið mannfólk væri til. Hann var á svipinn eins og þegar hann sá kanínu í fyrsta sinn, í algjöru sjokki.
Í aukaeftirmat fengum við Tunglskinssónötuna og flissuðum yfir því hvað Ísak klökknaði þegar amma hans fór á kostum við píanóið.
Við ákváðum að það hlyti að vera af hrifningu yfir þessum dásamlegu tónum. Úlfur var steinsofandi og missti af fjörinu.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 183
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hryllilegt krútt ... Úlfur á náðinni
Yndislegt að fylgjast með! Flottir píanóputtar hjá syss .....
www.zordis.com, 8.4.2007 kl. 20:25
Já, þetta var sko gaman.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 20:36
Einhver trúði mér fyrir því að ef Tunglskinssónata Beethovens væri leikin aftur á bak þá kæmi út eitthvað sem líktist Because með Bítlunum. Ja nú vantar okkur gamla Ingimar Eydal til að staðfesta það
.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:50
Það væri gaman að prófa þetta! Spennandi ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 20:51
Ekkert er nýtt undir sólinni var orðtak sem Örnólfur Thorlacius notaði mikið. Ég hallast að því að hann hafi rétt fyrir sér.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2007 kl. 21:26
Þessar bollukinnar á hinum vakandi tvíbura beinlínis GARGA á mann um að knúsa sig
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 22:01
Btw segðu alla söguna. Ég þarf að vita díteils ef ég á ekki að vera með svona "you had to be there" tilfinningu. HVAÐ VAR Í MATINN KONA?
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 22:02
Já, þessir tvíburar eru hættulega mikil krútt. Samt þarf að varast að knúsa þá mikið áður en þeir fara í aðgerðina sína eftir tæpan mánuð. Þá verður gómskarðinu alveg lokað og þeir breytast helling.
Sko, í forrétt var laxapaté með góðri sósu og avocado. Aðalréttur lambakjöt með kartöflum í lauk og sveppadæmi einhverju, dásamleg sósa með og guðdómlegt salat. Ís í eftirrétt, bananaís sem ég er hér með orðin brjáluð í. Hann var borinn fram í glæsilegu súkkulaðikexformi ... sem maður át svo á eftir! Malt og appelsín með matnum. Dásamlegt alveg!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 22:11
Alltso.. 1944 og EMMESS
og ekki einu sinni almennilegt að drekka með
Jónsi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 23:09
Hahahahahhaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 23:10
Hæhæ, þakka ykkur fyrir hrósið á litlu snúllubollunum mínum þeim Úlfi og Ísak..

það verður lagað á þeim nefið og vörin í vor og svo fara þeir í gómaðgerð í haust þar sem gómnum verður lokað.. s.s. 3 aðgerðir í heild á fyrsta árinu (vonandi ekki fleiri) og svo verður vonandi langt aðgerðahlé
Aðgerðin í vor er varanleg, og verður nefið og vörin bara snyrt til ef það kemur tog eftir því sem þeir stækka.. Gómaðgerðin á að hjálpa til við að koma í veg fyrir nefmælgi seinna meir, og fl.
Börn í fátækum ríkjum sem fæðast með skarð eins og þeir og gefst ekki kostur á að fara í sömu aðgerðir, eru oft á tíðum vannærð og jafnvel m. heyrnaleysi vegna endurtekinna eyrnabólga og mikils vökva í eyrum..
Hér er linkur inn á síðu aðstandenda barna m. skarð í vör og góm:
http://www.breidbros.is/
Hér er linkur inn á síðu Operation smile, en þar er læknateymi sem fer og hjálpar börnum sem lifa í fátækt.. Sum hver eru bara orðnir krakkar þega þau fara í fyrstu aðgerðina:
http://www.operationsmile.org/
Kær kveðja,
Heiðdís tvíbura-mamma
H. A. (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 14:30
Takk, elskan ... og takk fyrir síðast!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.