9.4.2007 | 01:10
Góðir grannar!
Það er hávært stelpupartí á neðri hæðinni. Himnaríki nær reyndar yfir tvær íbúðir og þegar ég fer inn í eldhús til að fá mér kaffi heyri ég hláturinn í stelpunum og tónlist ... en þegar ég geng nokkurra metra leið inn í bókaherbergi er ég beint fyrir ofan hina íbúðina og þar er ekki partí.
Annars heyri ég aldrei neitt í þessu húsi mínu ... samt býr DJ á fyrstu hæð. Hann fær greinilega útrás fyrir tónlistarspilun í vinnunni. Alveg frábært fólk hérna. Ekkert vesen á neinum.
Stundum sakna ég samt Hringbrautarinnar þótt ég vildi ekki skipta.
Ég var annar eigandi Hringbrautaríbúðarinnar á 70 árum ... og aðeins tveimur eða þremur árum eftir að ég flutti inn voru eiginlega allir hinir íbúarnir dánir ... nema einn sem fór á elliheimili.
Nýtt og skemmtilegt fólk flutti í húsið og stigagangurinn var málaður ... blár. Eftir nælu sem ég hafði missti í kjallaratröppunum og þótti svo falleg á litinn.
Elsti íbúinn var dásamlegur granni, hann býr á neðri hæðinni. Tattóeraður sjóari, löngu hættur að vinna. Hann drakk einu sinni vítissóda úr brennivínsfleyg og lá í átta mánuði á spítala í kjölfarið. Einu sinni réðust glæpónar inn í íbúðina hans (þetta kom í blöðunum) og þegar löggan kom á staðinn reyndist íbúðin full af þýfi sem vinur hans hafði beðið hann um að geyma fyrir sig. Ekki varð ég vör við neitt. Þessi nágranni var eiginlega sá eini sem nennti að þrífa stigaganginn, hann var heima allan daginn og var yfirleitt búinn að þrífa þegar öðrum datt það í hug. Ég sakna hans. Líka hennar Elínar sem var nýflutt inn á á efri hæðinni á móti íbúðinni minni.
Þegar Hrönn bjó fyrir neðan mig gerðist einu sinni undarlegur atburður. Ég var nýkomin heim af Kaffibarnum, minnir mig, og var að reyna að sofna þegar rosaleg læti hófust.
Þú ert búin að eyðileggja líf mitt! öskraði karlmaður og fleygði sófa í vegg. Mér fannst þetta ógnvekjandi, ætlaði að hringja í Hrönn og bjóðast til að taka börnin hennar upp til mín þegar síminn hringdi. Þetta var áhyggjufull Hrönn í símanum að spyrja hvort ekki væri allt í lagi. Hún hélt að brjálæðið væri hjá mér ... að ég hefði komið með gæa með mér heim af djamminu og væri svona undarlega snögg að eyðileggja líf hans ...
Þetta reyndist vera hávaði í næsta stigagangi, líklega á efri hæðinni.
Þetta voru fín 18 ár ... upp á dag, frá 11. febr. 1988 til 10. febr. 2006.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 214
- Sl. sólarhring: 287
- Sl. viku: 906
- Frá upphafi: 1505913
Annað
- Innlit í dag: 173
- Innlit sl. viku: 739
- Gestir í dag: 166
- IP-tölur í dag: 160
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Líkur sækir líkan heim..... ekki nema von að börnin á heimilinu séu dottin í mynstrið....
http://www.sikvid.com/vids/4736.html
Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 01:19
Merkilegt í Möðrufellinu, ég heyrði aldrei í nágrönnunum í íbúðinni fyrir neðan mig og við hliðina á mér. Mér er hinsvegar í fersku minni þegar ég heyrði rifrildi parsins á 2. hæð þar sem hann kallaði hana feitan dverg sem hugsaði bara um að troða í sig og hún kallaði hann varúlfinn sem væri aldrei heima. Svo mikil voru lætin að ég heyrði samræður þeirra eins og þau væru inni í stofu hjá mér. Kom ekkí á óvart að þau skildu mánuði síðar...
Svava S. Steinars, 9.4.2007 kl. 02:12
Dásamlegar minningar fyrri tíma. Ég bjó í blokk fyrir nokkrum árum og á neðstu hæð (ég var efst í lyftulausu húsi) var eldgamalt par sem reifst allan daginn. Ef hann var ekki að mótmæla eða hún að hneggja óttaðist ég að sjálfur dauðinn hefði skilið þau að! Grannalíf er skemmtilegt líf!
www.zordis.com, 9.4.2007 kl. 07:47
11. feb. 1988 var ég í sjötugsafmæli afa míns. Merkilegur dagur.
SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 09:10
Nú komstu mér ærlega í nostalgiuna. Ég er alin upp við Hringbraut 84 aðeins neðar í götunni, þe nær JL og ég seldi svo viðkomandi íbúð árið 1986. Húlk, húlk. Þetta er nú ekki partí sem þú ert að lýsa þarna ljósið mitt miðað við hamaganginn á Laugarveginum þar sem partíin voru 24/7 og hundar geltu, húsið titraði, maður var veginn (nánast) ofl.ofl. Annars ertu örgla ljúfur nágranni. Sé ekki fyrir mér að þú myndir djöflast yfir smá hávaða. Takk fyrir að birta mynd af "götunni minni" elsku frænka og nágranni
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 10:39
oo svo gaman að minningum! Ég sakna líka stundum gamla heimilisins mins á Njálsgötunni. Held það sé bara mjög eðlilegt að sakna gamalla tíma stundum. Ég sakna æskuheimilis míns hjá fósturömmu minni, sakna Svíþjóðar þar sem ég bjó í þrjú og hálft ár, sakna Löngubrekkunar í Kópavogi þar sem ég bjó þegar ég var að byrja að búa með fyrrverandi..sakna konunnar á efri hæðinni sem var mér sem amma og svona get ég talið endalaust upp.
Skemmtileg lesning Gurrý og myndirnar æðislegar sem ávallt .
Ester Júlía, 9.4.2007 kl. 10:48
Gaman að lesa þessa færslu, amma mín bjó einmitt á Hringbraut 52 og þaðan á ég góðar minningar frá því ég var lítil. Það eru alveg 20 ár síðan hún dó en alltaf þegar ég keyri framhjá sem er mjög oft þá lít ég alltaf í áttina til gamla hússins hennar ömmu.
Björg K. Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 11:40
aaaa. mínar minningar eru sjávarrok og yndislegt útsýni, fuglasöngur og allt. Núna, helv. skellinöðrur, hlóðkútslausi, handónýtar bíldrusslur og einhverjir "wannabe" jeppakallar að druslast upp götuna. ( bý á hornlóð )
Bragi Einarsson, 9.4.2007 kl. 11:47
arg....hahaha...svo snögg að eyðileggja líf gæjans sem þú dróst með heim af jamminu. Henda sófanum í vegginn..hahaha. Gurrí þú ert engu lík. Við Óli erum búin að hlægja okkur máttlaus yfir þér og þínum húmor.
p.s ég er þessi með hvítu tennurnar og hann með tannlausa brosið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 12:15
Manni líður bara eins og hlustanda á "Gleðistund eldri borgara" Nebb baby.... það verður sko rokkað feitt í kvöld og öllu draslinu í blokkinni boðið!!
Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 12:30
Skemtileg lesning og góðar minnigar þú ert alltaf svo frábær.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.4.2007 kl. 12:42
Ég lék mér við Hringbrautina, amma bjó á Hringbraut 58 þannig að stutt var að fara á leikvöllinn sem var við hliðina... man hvað það var gaman að sitja í glugganum á efstu hæð og horfa yfir allt ! ó minningar minningar...
bara Maja..., 9.4.2007 kl. 12:47
Vá! ég hef flutt svo oft um ævina og eignast fleiri nágranna ég gæti mögulega lagt á minnið þó ég glöð vildi. Telst að með móður minni hafi ég flutt alls 24sinnum fyrir 12 ára aldurinn. Og ekki plantaði ég mér nú beint niður í steinkofa sjálf, enda flökkueðlið og ævintrýaþráin alsráðandi. En þar sem ég bý nú eru nágrannarnir mínir finasta fólk. Heyrist varla andardráttur, en allaf heyri ég þegar karlinn fyrir ofan mig fer á klósettið nákvæmlega kl: 0500am að pissa. Þvílíkar drunur og læti (í niðurfallinu...)svo klæðist þessi á neðri hæðinni sig í sérstakan svona Hitlers-búning þegar slá þarf flötina hérna fyrir utan. Setur á sig hatt og er með þennan líka fína svip. Hann er spes grey ...og brosir bara á sumardaginn fyrsta..
Heiða Þórðar, 9.4.2007 kl. 14:14
Fann ekki aðra mynd ... en ég bjó á móts við þar sem strætó keyrir, fann ekki mynd af gömlu verkó á Netinu ... sagði alltaf: Þriðju dyr frá Hofsvallagötu ... var sem sagt rétt hjá Jennýju! Bara tveimur árum of seint ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:20
Hehe ég vissi það þú hefur búið í nýrri verkó. Ég var í elsta hlutanum með stóra potinu á bakvið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 14:53
Nei ... ég var í nr. 78! Rétt hjá 84! Portið var sko flottur lystigarður! Fullt af trjám og geitungum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:56
Mínir nágrannar hafa allir lifað lengur en 2-3 ár... er að vísu vel innrættur og vel af Guði gerður svona almennt séð...
Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 15:37
Löggan komst aldrei í málið ... skil það ekki enn! Allt í einu sat ég eins og drottning í hásæti mínu ... orðin "elsti" íbúinn ... og enginn fattaði neitt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 15:39
Aha... "elstu" íbúarnir orna sér alltaf við minningarnar - þ.e.a.s. ef þeir þá muna eitthvað yfirhöfuð Af hverju bjóstu ekki frekar í stóra gráa húsinu austan megin við Hofsvallagötuna????
P.s. Eru seld peysuföt í NÍNU ??
Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 15:48
Þegar ég var 12 ára rifjaði ég nú stundum upp gamlar minningar síðan ég var 11 ára! Bjáni!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 16:06
Þú ert algjört krútt
Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:17
HAHA ég held að allir sem hafa búið á Hringbrautini lesi bloggið þitt, ég bjó á Hringbraut 96 til 4 ára aldurs.
Magga ( mákona) (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 20:01
Ekki ég, ég hef aldrei búið á Hringbrautinni...enda úr sveit...!
SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.