Gribbur í næstum hverju húsi ...

Sjórinn 9. apríl 2007Skrýtið veður úti, rigning og sól ... gráir og flottir litir. Vonandi kemur þrumuveður. Ekki minna skrýtið að geta sofið til tvö. Mun því hlusta á úrslit spurningakeppninnar í upptöku á Netinu. Síðan skal horft á restina af The Secret. Mjög skemmtileg mynd sem ég fékk loksins frið til að horfa á í nótt þar til syfjan yfirbugaði ...

 -   -   -   -   -   -   -   -   --   -   -  -  

HlemmurÚfffff, ég bjó á svona tíu stöðum eftir skilnaðinn áður en ég keypti á Hringbrautinni og yfirleitt bjuggu í sama húsi kerlingagribbur sem ég óttaðist. Eins og þessi á Laugavegi 132 ... Ég vann eins og hestur og þegar ég kom heim með þreyttan tveggja ára orm beið kerlingin og skipaði mér að skúra ... ég bjó á fyrstu hæð og átti að þrífa innganginn, greinilega á hverjum degi og það var alltaf brjálað slabb úti. Einu sinni mótmælti ég og sagði að aðrir íbúar gengju líka þarna um ... gangurinn minn væri hreinn en kannski ekki staðurinn við útidyrnar.

Ég hélt að hún dræpi mig. Munnsvipurinn var eins og á herptum handavinnupoka og augnaráðið hefði getað drepið heila herdeild. Hún ætlaði sko að passa að þessi drusla (ég), einstæð móðir, örugglega lauslát og partísjúk ... Hahahhaha, vá hvað þetta var fjarri lagi. Mikið var síðan gott þegar leigusalinn sveik mig og sagði mér upp leigunni þremur vikum áður en fyrirframgreiðslan rann út því að hann ætlaði að selja íbúðina.

 -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -

Ég reddaði loftnetsmálum í eitt skipti fyrir öll þegar ég setti útiloftnetið í hinn gluggann í stofunnni. Frosin mynd no more ... og nú get ég farið í bókabunkann þar sem nokkrar ólesnar bækur bíða ... ógurlega girnilegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég þekki gribburnar.  Meiri handavinnupokarnir það er rétt. Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gleðilega páskarest.Páskalilja

Sigfús Sigurþórsson., 9.4.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúlegt með svona fordóma ! hef aldrei getað skilið þá.

ljós til þín og vonandi hefurðu haft yndislega páskahátíð.

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, yndislegir páskar, vona sömuleiðis að páskarestin verði ykkur líka góð. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 15:59

5 identicon

Herptur handavinnupoki  Góð samlíking!!! hehehehe

Annars er ég bara viss um  að þessi kelling hefur lifað mjög innantómu og leiðinlegu lífi en ekki átt neina vini og vitað af því að hún hafði ekkert annað að gera en að njósna um þig, að þú lifðir skemmtilegu lífi og ættir fullt af vinum.  Hún hefur dauðöfundað þig, bölvuð skrukkan og þess vegna hefur hún látið svona við þig.

Sigga (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:29

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna mín, ég var svo samviskusöm, hefði aldrei sleppt því að skúra vikuna mína ... þessi kerling var mjög skrýtin, held að Sigga lýsi henni vel ... hún lifði greinilega mjög innantómu og leiðinlegu lífi sem fór í eintóm þrif. Hún viðraði hina ýmsu hluti daglega út um gluggana hjá sér og hjá henni sá ég í fyrsta skipti sæng hanga út um glugga ... hermdi það eftir henni þegar ég bjó í svalalausu íbúðinni við Hringbraut þar sem engin skrukka bjó (nema þá helst ég). Múahahha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvaða bækur eru í búnkanum?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.4.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

M.a. Skipið, Farþeginn og nokkrar útlenskar líka!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 22:04

9 identicon

Litla gula hænan hefði verið tilhlýðileg um þessar mundir....

Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 22:11

10 identicon

Sæl Gurrí.Þekki þig ekki neitt en verð að segja að þú ert alveg frábær bloggari

Guðrún (óskráð) (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband