Tæknitröll

Gurrí gamlaEllý kíkti í heimsókn. Yfir kaffibolla fórum við að tala um sjónvarpið mitt, þetta tryllitæki sem varð hljóðlaust eftir kattaslagsmálin fyrir aftan sjónvarpsskápinn um daginn. Ég fór að fikta í fjarstýringunni, eins og einn pennavinur minn ráðlagði mér, en þá kom tæknitröllið upp í Ellýju. „Aha,“ sagði hún og setti skarttengið betur inn í afruglarann. Þá kom hljóðið en myndin hvarf. Því var snarlega reddað með því að taka allt draslið úr sambandi og kveikja svo aftur. Nú á ég mér loksins líf ... í stofunni.

Mamma Ellýjar skellihló af raunum mínum í búðarferð og sagðist ekki verða fyrir ellifordómum í Sautján þar sem hún kaupir öll sín föt, sjötug gellan. „Já, og Nína sjálf er orðin langamma, rúmlega sextug, og gengur í þessum fötum öllum sjálf, sú yrði ekki hress ef einhver segði svona við hana,“ bætti Ellý við.

Þá veit ég það ... ég lít greinilega út eins og 80 plús! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gat svo sem horft á sjónvarpið í bókaherberginu ... og svefnherberginu mínu líka en það pirrar mig þegar eitthvað svona bilar og ég get ekki gert við það. Eins gott að ég kallaði ekki á viðgerðamann og borgaði honum 5.000 kall fyrir að stinga snúru betur í samband ... það hefði alveg verið eftir mér!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin í hópinn..  Nú er að lifa og leika í stofunni meðan sjónvarpið lafir inni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, já, já, ... of kors. Nú þarf bara að redda tæki í eldhúsið og baðið, líka á ganginn .... það má ekki missa af sekúndu sko!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Anna mín! Það er svona hreyfimyndakassi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég borgaði eitt sinn þvottavélaviðgerðamanni 7500 fyrir að koma og skrúfa frá vatnskrananum fyrir mig. Mér var ekki skemmt.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.4.2007 kl. 19:41

6 identicon

Eldri dömur hafa sitt eigið samkvæmislíf, þær velja þá herra sem þær vilja sjálfar sjá - rosalega þægilegt með fjarstýringunni....

Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú átt svo ansi hæfaleikaríka vini....Já, rúllukragabolurinn og unga, ekki svo kurteisa afgreiðslustúlka....Þessi gamla krumpa á myndinni er voðalega ekkisen sæt; elli er falleg á sinn hátt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 658
  • Frá upphafi: 1505949

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband