Maríneruð kona, logið að Bretum og hysknir kettir

LangholtskirkjaHætti á hádegi og mun vinna heima í dag, líka á morgun. Aumingja Ásta að vera ein í strætó í fyrramálið, fær kannski konuna með steinkvatnið við hliðina á sér. Við höfum báðar kvalist við hlið hennar í 40 mínútur. Það er algjör óþarfi að marinera sig upp úr vellyktandi og gerir ekkert nema kvelja samferðafólkið. Þegar ég var í Kór Langholtskirkju var farið fram á við okkur að nota ekki ilmvatn (strákarnir rakspíra) á tónleikum. Hugsið ykkur 100 manns með mismunandi ilm/lykt/fýlu á sér!

Tvær breskar stelpur sátu við hlið mér, hinum megin við ganginn, á leiðinni uppeftir og voru að fara í sund á Kjalarnesi of oll pleisis! Þær görguðu af gleði þegar dimmt él skall á ... ég laug að þeim að undir venjulegum kringumstæðum væri komið hásumar á Íslandi á þessum árstíma, þetta væri gjörningaveður. Þær lugu á móti að það væri 20 stiga hiti í London núna ... sjúr!

Tommi að ryksugaGreip kisurnar glóðvolgar við að liggja í leti en þær eru óvanar því að fá mig svona snemma heim.

Kubbur er að setja í uppþvottavélina núna og Tommi að ryksuga.

Öldurnar eru flottar, alveg týpískt þegar ég á að vera í vinnunni að sjórinn glenni sig! Býst þó við að hann verði jafnvel enn flottari á eftir, á venjulegum heimkomutíma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Finnst þér ekki næs að vera heima og vinna bara verst með Ástu að fara ein í strætó.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, það er mjög notalegt að vinna heima og hægt að einbeita sér miklu betur. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2007 kl. 15:34

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Velkomin heim og gangi þér vel að vinna við undirleik sjávar og vinnustuna kattanna. Dásamlegt líf!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo getur þú hangið á blogginu í kvöld og skrifað ódauðlega pistla fyrir mig og fleiri af því þú þarft ekki að misnota almenningssamgöngurnar í fyrramálið. Láttu kettina vinna fyrir kost og logi.  Þó það nú væri.  Annars voru þær ensku "sjúrlí" að ljúga, það er 23 stiga hiti í London á þessari mínútu mín kæra.

Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég VISSI að þær hefðu logið þessu með 20 stigin! Takk fyrir að láta mig vita.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2007 kl. 16:15

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú nærð þeim í sundlauginni á Kjalarnesi núna!!! Tvær breskar stelpur um þrítugt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2007 kl. 16:34

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég fékk Tomma hjá góðu fólki í Þórufelli en Kubbur er af hinni víðfrægu Pakkhússætt af Hvammstanga. Mamman var svört með hvítum doppum en Kubbur er hvít (stelpa, ef þú varst búin að gleyma því) með svörtum doppum, svona dalmatíukisa!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2007 kl. 16:45

8 identicon

Vinnuþrælkun dýra, þetta er ljótt að heyra   Hvað á nú að gera við alla Pólverjana ?????

Jónsi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 635
  • Frá upphafi: 1505988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband