Vinnulotan á enda ... korsilett og kerlingarolur!

Vá, ég gleymdi mér, vinn eins og skepna ... klukkan er orðin 22.30 og ég horfði bara með öðru auganu á lokaþátt (well, held að framhald komi) Prison Break. Hef verið eins og berserkur í kvöld. Það eru veikindi í vinnunni og ekki veik kona gerir það sem ekki veik kona þarf að gera í því tilviki ... sko!

Nú er að koma baðtími og vær svefn í kjölfarið ... vonandi samt ekki of vær því að ég vil vakna ef það koma fleiri jarðskjálftar. Fyrri himnaríkiseigandi sagði að skjálftinn 17. júní 2000 hefði verið ansi ógnvekjandi ... og sá gaur er engin kveif!

Krútt í kosilettiÞað vantar sárlega nokkrar vörutegundir í himnaríki og svo skemmtilega vill til að þær byrja allar á stafnum K.
T.d. kattamatur, kattasandur, kaffirjómi, kengúrukjöt, kálfaleggir, kókosbollur, kvefmeðal, korsilett og kleinujárn. Verð að hringja í Einarsbúð í fyrramálið. 

 
Sá þáttinn Jerico með öðru í gærkvöldi ... mikið pirraði það mig hvað konurnar þar voru miklar rolur. Þær björguðu sálarlífi konu, sýndist mér, með einhvers konar gervigiftingu (konur giftingarsjúkar, þið skiljið) á meðan karlarnir björguðu bænum frá grimmum málaliðum sem vildu mat og lyf! Þær voru gjörsamlega gagnslausar nema í svona dúlleríi ... þurrka af og svona. Ekki sá ég betur. Útlenskar konur sko!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar ekki "karlmann" í K listann??  Spurning hvort Einar sé falur?? 

Jónsi (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, þú segir nokkuð ... en er það ekki hallærislegur gaur sem maður kaupir úti í matvörubúð? Hmmmmm

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí er hér í baráttuskapi eftir að hafa horft á "the iron jawed angels" um amerísku sufragetturnar.  Það er must sí.  Sá hana áður fyrir margt löngu og hún gaf mér endurnýjaða trú á kvennabaráttuna. Áfram stelpur og kaupum kvenréttindi í Einarsbúð á morgun (ég borga þér bara þegar við hittumst ef þú nælir í eitt stykki fyrir mig.  Bara út á Vísa Ha?).  Það er greinilega allt til í Einarsbúð. Hm

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 02:10

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég man sko eftir þessum stóra 17. Júní 2000, sat akkúrat í Perlunni með fyrrverandi, 9 mánaða gömlum syni, og mínum frábæru foreldrum, með kleinu í öðru munnviki og skelfingarbros í hinu... Allir útlendingarnir (ásamt fyrrverandi) stukku upp úr sætunum sínum og hlupu út, á meðan Íslendingarnir sátu sallarólegir sötrandi heitt kaffið.

Ég lagðist bara yfir kerru drengsins, en hann svaf bara englasvefni, óvitandi um björgunartilræði móður sinnar, hann mun aldrei muna eftir þessu, greyið......

Skemmtu þér vel að vinna heima, skipa kisunum fyrir, og geturðu ekki reddað mér kettlingi úr sömu ætt, vantar aðstoð með þvottinn soon

Bertha Sigmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 04:43

5 Smámynd: Gunna-Polly

jöss eg er vöknud a undan ther

kv ur sviariki

ps er ekkert ad fretta af henni Amber minni?

Gunna-Polly, 11.4.2007 kl. 06:46

6 identicon

Þó Einar sé kannski ekkert augnakonfekt er óþarfi að kalla hann hallærislegann....

Jónsi (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 08:07

7 Smámynd: Ester Júlía

Er þetta Jói Fel berfættur í eightíssamfesting að stara upp í gluggann hjá þér  Gurrý ?  

Ester Júlía, 11.4.2007 kl. 08:35

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta gæti verið Bond ha ha.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2007 kl. 10:39

9 identicon

Hvernig fannst þér þá þessi lokaþáttur með öðru auganu af Prison Break?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:07

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, ja, bara nokkuð góður! Ég verð samt að horfa á hann í endursýningu ... missti af allt of miklu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 12:09

11 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Áttu nokkuð mynd af kleinujárni? Ég óttast að ég hafi aldrei séð slíkt járn ... og ekki orðið heldur!

Gunnlaugur Þór Briem, 11.4.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband