Fokið um bæinn

StrætóAhhhh, hvað það var gott að komast út! Ég barðist við vindinn út á stoppistöð, þurfti svo að hlaupa yfir götuna aftur í skjól til að fjúka ekki niður í 101 Akranes og norpaði við Reykjavíkurbiðskýlið mitt. Þegar ég sá innanbæjarstrætó koma þaut ég yfir götuna eins og byssubrandur. Bílstjórinn öskraði þegar ég kom inn ... ekki af aðdáun, heldur var hárið á mér allt út í loftið, bárujárn fast í kinnunum og dagblaðasnifsi vafin utan um mig. Þegar kemur loksins rok á Skaganum þá kemur sko rok. Það voru margir veðurbarðir farþegar í vagninum, notkunin hefur heldur betur aukist á þessu ári síðan ég flutti hingað. Á myndinni má sjá m.a. hvað það búa falleg börn á Akranesi.

Súpan góðaStoppistöð er beint á móti kaffihúsinu. Heit súpa beið mín í Skrúðgarðinum og ég tók dásamlegt latte með heim í götumáli. Fór bara hringinn með strætó hálftíma seinna og hálfafsakaði mig með því að segja við bílstjórann (ekki þennan sem venjulega ekur) að fínar dömur færu helst ekki út í svona veður. Við spjölluðum aðeins og ég sagði honum að ég hefði keypt íbúð í “gömlu” blokkinni, eins og hún er kölluð. Hann fór þá að tala um útsýnið, öldurnar og þetta ... og ég viðurkenndi að ég hefði einmitt fest kaup á því, bara heppin að sæmileg íbúð fylgdi með í kaupunum.

 

Strætó í himnaríkiÞegar ég stóð upp til að fara út á stoppistöðinni hélt bílstjórinn bara áfram og keyrði mig upp að dyrum himnaríkis.

Held að orðin fínar dömur og hvassviðri hafi eitthvað haft með þetta að gera. Þvílík þjónusta! Nú get ég sko haldið áfram að vinna, hausverkurinn eiginlega horfinn. Tók mynd af strætó þegar hann var að keyra út af planinu við himnaríki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

miðað við veðurfarið í dag, rok og rigningu verður maður bara svangur af því að lesa um þessa súpu hjá þér og myndin hjálpar ekki til

Hulda (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Gunna-Polly

her er 18 stiga hiti og fer haekkandi og sol

Gunna-Polly, 11.4.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð hvað mér langar í þessa súpu hún virðist matarmikil og góð. Já strætó bilstjórinn er næs við þig það verð ég að segja

Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Súpan var voða bragðgóð ... bílstjórarnir hérna á Skaganum eru mergjaðir! Ég vildi óska þess að innanbæjarstrætó gengi um helgar líka ... þá gæti maður farið á sunnudagsrúntinn! Best að tala við bæjarstjórann!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 15:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru heiftarkarakterar þarna bílstjórarnir á Skaganum.  Takk fyrir pisti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 15:48

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætli það tengist ekki bara bárujárnsplötunum sem ég var að plokka úr andlitinu á mér?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:04

7 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ekki má nú minna vera, fyrir svona fína dömu eins og þig, það ætti að keyra þig í hlað á hverjum degi, sama hvernig veðrið. Ég sit hér öfundssjúk horfandi á íslensk brauð og íslenska smjörið...

Annars er vinkona mín nýkomin frá Íslandi og keypti fyrir mig pylsur, þannig að ég verð vonandi góð í smá stund, annars á ég eitthvað íslenskt nammi hér ofan í skúffu einhversstaðar, fer að finna það...

Bertha Sigmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 1506008

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband