Skuggalega góð súpa ... hér er uppskrift

Besta súpa í heimi a la Sigga Dögg

1 msk olía

2-3 laukar

5-8 gulrætur, fer eftir stærð

2 dósir Hunts-tómatar (best í sósu)

2 pínulitlar dósir tómatpuré

1 chili pipar, með fræjum og alles

3 hvítlauksrif

salt og svartur pipar

1-2 grænmetisteningar

vatn

1 peli rjómi (alvörurjómi)

Súpan er frábær alltaf, hvar og hvenær sem er. Svo er hún rosalega flott á litinn, appelsínugul. Ég man ekki hvernig upphaflega uppskriftin var en eftir nokkurra ára naglasúpugerð er hún nokkurn veginn svona. Man að það má líka setja kartöfluteninga út í. Sigga Dögg, gömul nágrannakona og síðar skólasystir í HÍ, gaf mér þessa uppskrift.

SúpaAÐFERÐ: Skerðu laukinn og gulræturnar smátt og láttu malla smástund í olíu í potti, ekki steikja. Skelltu tómatsósunni úr dósunum og tómatpuréinu saman við. Chili-piparinn er skorinn niður og settur út í, síðan hvítlaukurinn. Leystu grænmetisteningana upp í heitu vatni og bættu út í. Til að ná réttri þykkt á súpuna er vatni bætt við. Saltið og piprið eftir smekk og látið súpuna malla í dágóða stund, alla vega þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Þegar þú smakkar súpuna á að hún að rífa svolítið í ... kannski þarf að bæta við meiri chilipipar.
Síðast er rjómanum, heilum pela, bætt út í og látið malla, í guðanna bænum ekki nota kaffirjóma, þá koma hvítir, litlir kekkir sem samlagast ekki súpunni. I´ve been there, done that! Súpan á að vera sterk en rjóminn mildar mikið. Þessi uppskrift ætti að duga alla vega fyrir fjóra ... eða einn í marga daga. Borið fram með góðu brauði eða bollum og ... það er algjör dýrð að setja smá sýrðan rjóma út í hvern súpudisk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurrí er búinn að prenta uppskriftina þína út. Mér líst vel á hana.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún er svoooooo góð! Þú sérð ekki eftir því að prófa hana! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 20:19

3 Smámynd: bara Maja...

*slurp*slef* úps sorry ætlaði ekki að slefa á lyklaborðið... prófa þessa örugglega ! takk fyrir mig

bara Maja..., 11.4.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta fer í möppuna góðu. Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Prófaðu matreiðslurjóma ef þú færð leiðinlega gesti í súpuna ... láttu mig vita ef það er í lagi! Þú verður samt líka að prófa alvörurjómann til að hafa samanburð. kannski er enginn munur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar maður býr til eitthvað gott þá tjaldar kona því sem til er.  Fer ekki út í svona rjómapælingar

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 21:39

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála! Megrunar- og meinlætasúpa næst kannski ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 21:44

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hljómar ge-eikt. Ætla að prufa á morgun, nei, hinn. Læt vita ef mér dettur í hug betrumbót - hvort sem hún reynist betrun eða versnun...Er þetta ekki svona kynslóðasúpa?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:30

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kynslóða? Er stjörf af syfju ... var að búa til góða nótt kvikmynd ... kemur eftir smá ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:47

10 Smámynd: Svava S. Steinars

Slurp, súpan hljómar æðislega.  Me must try !!!

Svava S. Steinars, 12.4.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 1506017

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband