Að skemmta sér við húsverkina ... all er hægt!

Vaknaði alveg sjálf kl. 7.25 ... hafði ekki rumskað við þrjár vekjaraklukkur og síma rúmum klukkutíma áður. Hmmmm.

Strætóferðin var dásamleg, ég lygndi aftur augunum og reyndi að slappa af ... tókst svona sæmilega. Þyrfti að læra hugleiðslu, þá held ég að vöðvabólgan myndi nú stinga af. Þegar við króatíska skvísan hlupum út úr strætó 15 við Vesturlandsveginn var klukkan orðin allt of margt til að ná 18 í Stórhöfða ... en ég held að konan sé göldrótt! Hún vissi einhvern veginn að við myndum ná ... og þegar við komum hlaupandi (aldeilis sjón að sjá) renndi strætó akkúrat í hlað.

Mikið var gaman að koma í vinnuna. Það er svo góður mórall hérna ... meira að segja spurði Eiríkur Jónsson hvernig ég hefði það. Venjulega rymur bara í honum ... Hehehe!

Mikki benti mér á þá athyglisverðu staðreynd að Wal Mart, fyrirtæki sem allir í USA hata fyrir að níðast á starfsfólki sínu, borgar svipuð laun og unga fólkið fær hjá Bónus og Hagkaup á Íslandi ... og við elskum þessi fyrirtæki. (Ég elska Einarsbúð)

-   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -    Þrífí þrífí ...Rosalega er nýjasta Vikan skemmtileg (þetta segi ég nú alltaf, enda montrassgat úr Þingeyjarsýslunni). Fyrir utan svaðalegt viðtal við stúlku sem lokaðist inni í heimi átröskunar 9 ára ... þá er m.a. opna um vorhreingerningar ... og vá, ég er svo óskipulögð og ætla að fara eftir þessari hressu konu sem gefur ráð. Sú kona hatar húsverk en hatar líka drasl ... það breytti lífi hennar þegar tók til við að skipuleggja þetta, allt svo auðvelt ... og hreint hjá henni núna. Rosalega skal ég fara eftir þessu. Þegar ég las þessa grein í síðupróförk fylltist ég orku og löngun, já löngun til að gera allt fínt! Klikkun? Já ... en ég er nokkuð ánægð með þessa klikkun.  

Svo er dásamleg lífsreynslusaga að vanda ... en hana fékk ég frá konu í Skrúðgarðinum, næstum því ókunnugri! Hvað gerir maður ekki til að fá góða sögu. Þessi er um barn sem neitaði að sofa í rúminu sínu af því að góða konan (sem enginn annar sá) bannaði það. Barninu var leyft að sofa í hjónarúminu ... eins gott, annars hefði getað farið illa!!!

-- -   -   -   -             -                    -                -                 -

Jæja, vitlaust að gera að vanda ... best að gera gagn. Svo hitti ég Guðrúnu Eggerts mína eftir vinnu en hún var að koma frá Washington DC. Mikið hlakka ég til að fá ferðasöguna.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæran og gefandi pistil.  Ég elska þig alltaf en mest í byrjun dags.  Þú ert svo jákvæð kona enda með fleiri ár á Hringbrautinn að baki!

Jenny er líka með svona fyrirkomulag, þe gubben sem á íslensku er karlinn.  Hann birtist oftast þegar Jenny á að gera leiðinlega hluti.  Eins og að sofa í rúminu sínu, borða kjúkling (sem henni finnst EKKI góður) og fleira svoleiðis. Þetta er svoldið vondur karl og ósýnilegur öllum nema henni.  Foreldrar hennar voru skelfingu lostnir til að byrja með en eru nú búnir að venjast tilvists gubbens og taka hann alltaf með í reikningin

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú mátt svo alveg koma til mín og gera hreint elskan því ég efast ekki um að orkan endist í minnsta kosti tvær íbúðir.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.4.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 12.4.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Blaðsíða 34-35 ... algjör snilld! Hugsa sér að ég (of all pleisis) skuli falla fyrir hreingerningaopnu! Heheheheh.

Svo er reyndar í næstu opnu fyrir aftan grein um andlegar stórhreingerningar ... bloggvinkona mín, NLP-snillingur, svarar nokkrum spurningum um tiltekt í sálartetrinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 13:35

5 identicon

ég elska líka Einarsbúð ;) Bónus hvað!

Dagbjört (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:37

6 Smámynd: Bragi Einarsson

Einarsbúð, er ég að missa af einhverju?

Bragi Einarsson, 12.4.2007 kl. 13:40

7 identicon

Ég hata hreingerningar ... og vill auðvitað ekki lifa í miklu drasli ... þannig að ég kíki á þetta eflaust. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, Einarsbúð...og þú ert greinilega að missa af miklu ef þú þekkir ekki Einarsbúð!! Einarbúð er málið!!

Hér eru nú ýmsir á ferð líka, miðað við upplifanir okkar Jóhanness...hann sér amk. "hvíta manninn" (geri ráð fyrir að maðurinn sé hvítklæddur þar sem Jóhannes skilgreinir fólk eftir fatalit) og svo "strákurinn" sem hann hljóp á eftir inn til pabba síns um daginn...fyrir utan þetta (eða hvað það var) sem kippti í stólinn minn um daginn...

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 14:24

9 identicon

Ég líka pant að fá svona kellingu til að skúra...

Jónsi (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:48

10 Smámynd: Gunna-Polly

er nog ad lesa bls 34-35 verdur tha allt hreint og fint hja mer´?

Gunna-Polly, 12.4.2007 kl. 15:57

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

er ekki með , en allt í lagi, ljós og gleðilega hreingerningu

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 16:29

12 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Guð minn góður, ég myndi sko vilja lesa þetta, er hreingerningarfíkill, verður maður ekki að vera það þegar maður á fjögur svín, ég meina börn

Ég skal sko koma og gera fínt hjá ykkur öllum, svo lengi sem ég fæ íslenska snúða, kleinur, kleinuhringi, brauð, pylsur...mér er svosem sama, svo lengi sem að það er íslenskt! Og ekki má nú gleyma diet kókinu mínu, ef ég hef þetta, þá er ég til í þrifin

Bertha Sigmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 16:33

13 identicon

Jónsi á Íslenskt Brennivín......

Jónsi (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:59

14 Smámynd: SigrúnSveitó

diet kók...það er ekki sérlega íslenskt...eða hvað?

Gurrí, ég verð að kíkja í kaffi og lesa bls. 34-35 hjá þér...athuga hvort eitthvað gerist hjá mér í þrifmálum...

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 18:04

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sveitamær ... diet kók með íslensku vatni ... gerist varla íslenskara! Hehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 18:33

16 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 20:37

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það færist yfir mig óendanleg lífs- og heimsþreyta þegar ég bara les orðið "hreingerningar" hvað þá sé bursta, kústa og tuskur í tonnatali. Skál í kók!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:30

18 identicon

Nammi namm - tvöfaldur Brennsi í Diet kók og allt tandurhreint

Jónsi (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:33

19 identicon

Þú skalt bara hafa það á hreinu að mont og Þingeyskt loft eru tveir gjörólíkir hlutir.   Þingeyska loftið mun heilnæmara og betra og eðlilegra heldur en eitthvert mont.  Þá veistu það

Sigga (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 1527257

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 185
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband