Súkkulaðiógeð og hugmyndir að himnaríkisþrifum

HjálpsemiÞegar ég hringdi í Einarsbúð um daginn var þetta eitthvað svo meinlætalegt sem ég pantaði. Ég útskýrði það með því að segjast vera komin með nóg af súkkulaði eftir páskana. Þá frétti ég svolítið. Eiginmaður konunnar sem ég talaði við fékk svipað ógeð eftir páskana í fyrra ... þeir allra snjöllustu ættu að geta reiknað út að síðan eru liðnir 12 mánuðir. Kílóin sem hurfu í kjölfar þess að maðurinn hætti að setja sykur og smjör inn fyrir varir sínar eru orðin 17. Árin sem hann hefur yngst um eru líklega um 17 líka. Á þessu ári hefur hann borðað eina bollu fyrir kurteisissakir og einu sinni alveg óvart einn disk af sítrónufrómas ... eða frúmas, eins og mamma kallar það.

Ég lét bara hlæja að mér í eitt skipti fyrir að segja frúmas, síðan hef ég sagt frómas.

Ég hef ekki haft tíma til að skipuleggja helgarþrifin en mig dreymir ýmislegt:

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=99df73957e99a0cafbe59401006a2ac1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elsssskan, sendu hönnnnnnkið yfir til mín þegar hann er búinn hjá þér! God demn að hafa þrifgæja..........

www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Löngu kominn tími á húsþjón eins og ég hef margoft sagt áður.  Skiptir ekki máli hverrar þjóðar hann er, bara að hann kunni að taka til hendinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 22:10

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Held ég bara þrífi minn skít sjálf...

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu nú mig ég hef eina sanna hérna barasta nánast sjóðheita beint úr ofninum. Sögu. Sem ég heyrði í morgun á tölvunámskeiði sem ég er á fyrir nýja starfið. Veistu þegar vsk. var ákveðin á súkkulaði (24.5%) og kex (matvæli 14% þá allavega) vandaðist hinsvegar málið vegna álagningar á kexi m/súkkulaði!

Nokkrir starfsmenn hjá Tollstjóra tóku sig saman (tíminn var knappur....)og fóru út í búð og keyptu allt kex sem á var súkkulaði. Settist að snæðingi. Ef kexið var gott var ákveðið: 24,5% ef ekki, þá flokkaðist kexið undir matvæli.....Hvað segir þetta þér annað en að súkkulaði sé hreinasti unaður Gurrý mín?

Heiða Þórðar, 12.4.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vil frekar hafa subbulegt heldur en að fá þennan í þrifin. Hvað þarf maður að borða mörg páskaegg í beit til að missa 17 kíló? (Sorry, er enn svo syfjuð eftir hreingerningarmyndirnar og góðanótt-dansinn).

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Ólafur fannberg

mátt alveg þrifa hjá mér hehehe

Ólafur fannberg, 12.4.2007 kl. 22:39

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:40

8 identicon

Eitthvað hefur gerst með ofur duglegu kettina sem þrifu allt hátt og lágt - bara komnir í glas  ekki nema von sé á almennilegum karlmanni (pantaður úr Einarsbúð) til að stufa af í hinu efra..

http://www.livevideo.com/video/65056C0BDE154109884D684F67E3F824/cats-again.aspx      

Jónsi (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:41

9 identicon

Þrif og súkkulaði ... einhvern veginn hafði mér aldrei dottið þetta tvennt í hug saman ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: www.zordis.com

Ég á nokkur páskaegg og þeir sem vilja (ég ekki borða súkkulaði) mega kíkja við ................

www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 23:06

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er ekki pottþétt að kaloríur etnar á Spáni virki ekki á mann þegar komið er til Íslands?

Og Doddi, þetta passar vel saman. Þrífa og verðlauna sig með súkkulaði, hefur þekkst um aldir alda! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:10

12 identicon

En nú á ég páskaeggið sem bróðir minn gaf mér eftir ... ég nenni ekki að þrífa næstu daga ... þannig að ég bið þig um formlegt leyfi til að gæða mér á því (áður en ég þríf). Má ég ... elsku dúlla?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:11

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ókei, elsku krútt! Annað í þessu er að fólk þarf orku til að geta tekið til og hvað er þá betra en súkkulaði eða páskaeggsleifar?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:14

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jónsi, þetta var rosalega spennandi kvikmynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:15

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gurrí tók af mér orðið (já, það dregst eitthvað að ég sofni...), þetta er með mest spennandi kvikmyndum sem ég hef séð lengi. Gurrí, kemur ekki ein fyrir svefninn núna? Ertu dottin í leti og ómennsku í þrifnaðarpælingarplönunum, elskan mín?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:42

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sit og vinn eins og bjáni ... horfi á Lost (sem ég var hætt að horfa á) með öðru og drepleiðist yfir því. En ég er að verða búin að vinna og ætla beint í bólið. Þrifkarlinn minn (kvikmyndastjarnan) mætir síðan á morgun. Sá getur nú þurrkað af með skegginu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:45

17 Smámynd: Svava S. Steinars

Þrifakarlinn þinn er dálítið æstur... spurning hvort hann þrífi ekki bara allt of vel ?  Skrúbbi múrhúðina af veggjunum ?

Svava S. Steinars, 13.4.2007 kl. 01:12

18 Smámynd: Svava S. Steinars

Og hér er tengill inn á mun huggulegri þrifakarl

Svava S. Steinars, 13.4.2007 kl. 01:13

19 identicon

Svava kemur bara með jólin í Himnaríki, Gurrí verður örugglega "veik" heima þegar þessi mætir...

Jónsi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 06:48

21 Smámynd: Ester Júlía

Hann virkar  hálfgeðveikislegur  þessi þrifkall þinn, en þú vilt kannski hafa þá svona..

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 08:24

22 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Mér finnst leiðinlegt að þrífa - en á erfitt með að standast súkkulagði......   Hvar er réttlætið í þessu lífi?

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.4.2007 kl. 08:43

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Karlinn er ágætur inn við beinið. Hann þrífur alla vega prýðisvel ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband