Ó, vott a bjútífúl morníng ...

Vaknað í himnaríkiGerði ótrúlegar ráðstafanir til að koma örugglega ekki of seint í vinnuna. Lét símann hringja kl. 6.15 og síðan aftur kl. 6.20. (*55*0615# ) Þetta dugði. Ég vaknaði svo við símann rétt rúmlega hálfsjö, korter til að hafa mig til. Það var ekkert mál, ég hugsaði fyrir þessu í gærkvöldi, svaf bara í straufríum fötunum og farðaði mig í gærkvöldi rosaflott ... spreiaði síðan með hárlakki yfir andlitið til að það héldist alla nóttina.

-------                --------------                   ----------------

Mikið rosalega skal ég sofa mikið, vel og lengi um helgina ... guð hjálpi þeim prinsi sem reynir að kyssa mig (sbr. Þyrnirós og Mjallhvít) á meðan ég sef. Það eina sem ég er til í að vakna við er ryksuguhljóð í himnaríki ... og hana nú. Sá eini, fyrir utan mig, sem hefur lykil að himnaríki er smiðurinn sem ætlaði að koma í þessari viku (beiskj, beiskj) og einhvern veginn efast ég um að hann mæti á hádegi á morgun til að ryksuga! Kraftaverk geta þó gerst.

 --------                                   ----------------------

Gáfaður (og myndarlegur) karl á gáfufólksstoppistöðinni við Garðabraut (minni stöð) sagði þegar við biðum eftir strætó í morgun að ég þyrfti engu að kvíða, vagninn færi sko kl. 18.30 í kvöld frá Mosó ... nó prob! Kannski lendum við Tommi í æsispennandi ævintýrum í hvassviðrinu. Þori þó ekki að fullyrða að þetta endi með mágkonu (sjá nokkur bónorð frá Möggu "mágkonu" í kommentakerfinu) ... c´mon, hvað kona sem á uppþvottavél, ketti og ólesnar bækur í bunkum þarf á eiginmanni að halda. Hvað þá strætóbílstjóra sem á kærustur á hverri stoppistöð?

--------                       --------------           ------------------------               ---- 

 

EvróvisjónMig langar að benda bloggvinum mínum á að RÚV rúlar þessa helgina. Sýnir bæði norrænu þættina um Evróvisjón (dásamlegir, lögin sýnd og spáð í þau) í kvöld kl. 20.10 og svo verður Formúlan!!! Jeiiiiiii! Það er nú ansi gaman að lifa, er það ekki?

Held að Rondó sé alveg að fara með mig af gleði, svo falleg klassísk tónlist hefur hljómað síðan átta í morgun þegar ég fattaði að kveikja. (ruv.is)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þakka þér fyrir Gurrí mín  láta okkur vita ég horfi á norrænu þættina  það verðu gaman að hlusta á þá pilta.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Ester Júlía

Norræni þátturinn um Evróvisjón var einmitt sýndur í danska sjónvarpinu í gærkvöldi.  Missti reyndar af honum því ég var að horfa á keppni í fegurð..

En ég ætla sko að horfa á hann í kvöld, þessir þættir eru skemmtilegri en Evróvisjónkeppnin sjálf!

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 09:52

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

SKil ekki hvernig svona efni getur verið skemmtilegt ... það hefur allt til að bera að vera viðbjóðslegt ... heheheh, en vá, hvað þetta er æðislegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins og þú lýsir lífinu Gurrí þá vantar ekkert uppá.  Þetta er einfaldlega fullkomið. Bíð spennt eftir hvassviðrinu.  Ég elska hvassviðri.  Vona bara að sjálfsögðu að það valdi engu tjóni.  Góða ferð heim í kvöld

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 10:01

5 Smámynd: Ester Júlía

Hvaða hvassviðri?  

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 10:08

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sem spáð er kl. 18 í kvöld! Hlusta á veðurfréttir, Ester krútt!!!! RÚV spáir roki en ekki rigningu ... en Stöð 2 er með blautari spá. Ákvað, handklæðanna minna vegna að trúa RÚV.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 10:27

7 identicon

Já á ég mákonur  á hverri stoppistoð....og ég var að kvarta.... Kysstu Tomma frá mér þegar þið fjúkið heim

Magga (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:56

8 Smámynd: Ester Júlía

Æ finnst veðurfréttir svo leiðinlegar.  Ætla að halda mig við bloggið þitt,  hér fæ ég veðurfréttir frá fyrstu hendi

Hvassviðri og rigning ..mmmm I love it! 

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 11:05

9 Smámynd: www.zordis.com

Spurning hvort Magga sé búin að horfa á Secret mydina þar sem ósk hennar er einlæg og heit!  Það getur s.s. allt gerst ..... lovelife in directo! 

www.zordis.com, 13.4.2007 kl. 11:31

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Magga, vertu ekkert að horfa á Secret ... ég er allt of ung til að binda mig!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 11:43

11 identicon

Ég mun horfa á RÚV í kvöld, en ég hef aldrei fundið áhuga á formúlu ... þ.e. til að horfa á.

Knús til þín.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:43

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús á móti ... hræddust er ég við að gleyma að horfa í kvöld!!! Doddi, ætlarðu að minna mig á evróvisjón?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 11:53

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og ég mun minna þig á Húsa! Þú mátt treysta því

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 13:11

14 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gurrí mín!  Ég á uppþvottavél, börn og ólesnar bækur í bunkum.  Ég á líka dásamlegan eiginmann.  Ef þú finnur ekki annað eintak sem jafnast á við hann Ómar minn, þá ráðlegg ég þér að láta þetta bara vera.  (Hann sjálfur liggur ekki á lausu).  Horfði á Eika á DR1 plús þegar ég kom heim af pólitíska fundinum í gærkveldi.  Mæli með þeim, ætla sjálf að horfa aftur í kvöld (uppi í rúmi, undir sæng, með popp og kristal).  Bestu kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 13.4.2007 kl. 15:08

15 identicon

Ég þarf að tékka á þessri mynd ....svo beiti ég göldurm á stætó...ef allt klikkar fer ég bara að heita á Óðinn og þór eins og Tommi. 

kveðja úr logninu í Flóanum í rokrassgatið á Akranesi   .

Magga (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 1505985

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband