Kúffullur kaggi af greind og fegurð

Rammstein-flamethrowersÞegar Ásta kom og sótti mig var hún með Rammstein á hæsta, Mutter. Ekki leiðinlegt að stíga upp í glæsivagninn hennar. Hún lækkaði aðeins og þá gat ég sagt henni að búið sé að sanna (sjá Fréttablaðið í dag) að fólk sem hlustar á rokktónlist væri gáfaðra en fólk sem hlustaði ekki á rokktónlist. Eins og við höfum ekki vitað það. Kagginn, kúffullur af greind og fegurð, skilaði okkur með örskotshraða á Skagann. Í göngunum misstum við næstum stjórn á okkur þegar Sonne fór að hljóma en greindin bjargaði okkur fyrir horn. Annars efast ég ekki um að Tommi bílstjóri hafi verið með góða tónlist í strætó, hann er rokkari, ég meina gáfaður.

 
Erfðaprinsinn í himnaríki Hef fylgst frekar lítið með Boldinu en sé núna að Nick er fúll út í Bridget sína fyrir að hafa talað náið við (kysst) Dante (bjargvætt Brooke). (Það nýjasta að frétta frá ameríska boldinu að Brooke er afbrýðisöm út í Taylor sem er að fara að giftast Nick. Nick er að verða hinn nýi Ridge og ég er búin að fatta plottið. Brooke vill kannski fá allt sem Taylor á ... samt fíla ég Brooke betur, gæti stafað af collagen-fordómum.)
Nú er Jackie, mamma Nicks, orðin óvinur Stefaníu og ætlar að koma upp um uppgerðarhjartaáfallið ef það var þá uppgerð, ég er farin að efast. Á meðan spjallar Stefanía við Massimo, gamla kærastann sinn og blóðföður Ridge, og varar hann við að taka aftur saman við Jackie ... alveg rétt, Nick og Ridge eru hálfbræður. Brooke og Jackie handsala með sér samkomulag um að eyðileggja Stefaníu þar sem hún gerir ekki annað en að sundra fjölskyldum.

-    -    -    -    -    -    -    -        --    -    -    -    -    -    -     

FjallkonupósÁ meðan þurftu Gurrí litla og Hilda litla að afplána myndatöku. Móðir þeirra var beðin um að vera fjallkona á Akranesi 1967 en Ridge hafði stolið myndavél heimilisins.

Sonur Stefaníu frænku (ekki þeirrar í boldinu), síðar frægur ljósmyndari (Kristján Pétur), raðaði móðurinni upp, eftir að hún hafði flutt ættjarðarljóð á Akratorgi, og lét svo litlu, saklausu og sætu dætur hennar pósa með íslenska fánann.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti eruð þið allar mikil krútt í sjónvarpinu.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ok, ég viðurkenni þá að ég er minna gáfuð!!  Og mér er alveg sama, svona áróður fær mig EKKI til að hlusta á rokk!! hnuss!!!

SigrúnSveitó, 13.4.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég viðurkenni að það eru alltaf undantekningar sem sanna regluna ... bloggvinir mínir sem fíla ekki rokk eru þær! Ekki spurning, kæra sveitamær.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 19:41

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég fíla rokk þegar ég er ekki fjallkonan!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 13.4.2007 kl. 20:20

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós í koti

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:36

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Elska rokk og myndin af fjallkonunni og dætrum hennar er himnesk!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.4.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband