Fínasta veður og klikkuð spennumynd HÉR

Verð ekki mikið vör við þetta villta, tryllta fárviðri sem var spáð. Hræðsluáróður er þetta, ég er svo meðvirk að mér var skapi næst að sætta mig við nýjustu hækkanir birgja og halda áfram að skipta við íslenska heilbrigðiskerfið. Jamm.

Held að nú sé kominn tími á 14 tíma svefn eftir erfiða vinnuviku. Sjórinn ætti að verða flottur á morgun, háflæði kl. 17. Áttin verður rétt eða að suðvestan.

Svo verða tímatökur í Formúlunni. Alltaf eitthvað til að hlakka til.

Bjó til klikkaða spennumynd til að halda fyrir ykkur vöku í alla nótt. Góða skemmtun! Múahahahahhaa ...

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=9b7405d2a0e55462e31b739d31ba71f7   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjálæðislega flott mynd.  Til hamó.  Heyrðu hér hriktir og hvín í öllu.  Enginn stormur í himnaríki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Akkúrat í þessum skrifuðum orðum heyri ég smáhvæs í vindinum, aðeins gluggi milli mín og Atlantshafsins ... Kannski eru ósköpin að skella á hér?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Ester Júlía

Hahahahaha... Geggjuð mynd!!  Og maður skilur ekki orð -  Veðrið hjá mér var verst um tíuleytið, fínt núna.  Er reyndar að baka og setti of mikið lyftiduft í kökuna, hún er núna  að " flæða yfir bakka sína"... Gúdd næt. 

Ester Júlía, 14.4.2007 kl. 00:06

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehehhe, gúdd næt, verði þér kakan að góðu. Vona að þú þurfir ekki að borða þér leið um eldhúsið næstu dagana.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Andsk, nú sef ég ekki, hugsa bara um framhaldið á spennumyndinni !  Góða nótt brjálaða Bollywoodstjarna

Svava S. Steinars, 14.4.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert LANGFLOTTUST elsku Gurrí .... Elskuhópur verður nú myndaður! 

www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 08:26

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Eins gott að ég sá ekki myndina í gærkvöldi...hefði aldrei þorað að fara að sofa...enda enginn Einar til að passa mig...hann var sko á næturvakt...

SigrúnSveitó, 14.4.2007 kl. 09:09

8 identicon

Þér fer fram í hreyfimyndagerð...

Jónsi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 10:27

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þessi fer beint á top 10 hjá mér. Iss, alveg verjanlegt að skjóta gaur sem gefur ekki aðalbloggara landsins skiptimiða. Held með skjótubyssukallinum í þessu.

Já, það er þetta með íslenska heilbrigðiskerfið. Höfum við val? Ef svo, hvernig getum við styrkt það val?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.4.2007 kl. 10:41

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ofbeldi og aftur ofbeldi..Gurrí mín maður lætur ekki skjóta strætóbílstjórann sinn þó hann gefi manni ekki skiptimiða. Ég segi eins og ein hérna.. ég er fegin að ég sá ekki þennan óhugnað í gærkveldi...hefði aldrei getað sofnað yfir klippingunni á aðalkallinum. Jæks!!!

Heyrðu eigið frábæran dag knúsin mín og vonandi gastu sofið a.m.k 14 tíma.

14 tíma svefn er nefninlega þeim göldrum gæddur að kaffivélin mans fer að hellauppá óumbeðin og maður giftist næsta fallega bollywoddleikara sem verður á vegi manns á Hólmavík.

Smjúts.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1505938

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband