Gluggaveiðar og álversdiss!

Þetta hefur nú verið meiri slökunarhelgin. Líklega veitti ekkert af. Hef lesið mikið og er langt komin með spennukiljuna. Hún er vissulega af sama meiði og Da Vinci lykillinn. Fólk hefur verið hungrað í svona spennubækur síðustu árin. Klára hana vonandi í kvöld.  

Tommi á gluggaveiðum 15.4 2007Heilmikið fuglalíf hefur verið fyrir utan gluggana og hefur Tommi staðið sig vel í gluggaveiðunum, horft græðgislega á þá. Góð æfing fyrir hann áður en fljúgandi sushi-ið, eða fiskiflugurnar, fara að tröllríða öllu. Ég reyni að sjálfsögðu að bjarga flugunum út en þær koma jafnóðum inn aftur.

Sólin skín skært núna en samt hefur sjórinn verið silfurgrár vegna dökkra skýja, t.d. yfir álverinu. Það er bjart yfir höfuðborginni, bara stórt hvítt ský lónandi yfir og sama má segja um Keflavík. Sé ekki alveg til Ameríku en mig grunar að verðrið sé ágætt þar. Ef það kemur fossandi rigning núna á eftir verður það álverinu í Straumsvík að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta, Keli minn! Kær kveðja til Borgarness!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Álverið er bara vont!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Ester Júlía

Þetta stóra hvíta ský er einmitt að gera mig brjálaða!  Er sólþyrst og langar að setjast út í garðinn minn með kaffibolla.  Ef ekki væri fyrir þetta ský þá væri það vel hægt ..urrrrr.  Það er frábært að hafa ketti ekki síst vegna flugna sem eru óvelkomnar.  Simbi minn elskar hrossaflugur , ( ég hata þær) finnst þær algjört lostæti og smjattar á þeim vel og lengi þegar hann er búin að ná þeim, stoltur á svip Njóttu bókarinnar og útsýnisins

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ester mín, komdu bara hingað, sólin er að gera mig geðveika (þegar ég sit við tölvuna) ... Svo getur þó vel verið að stóra skýið hafi fokið hingað þegar þú kemur á áfangastað ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Ester Júlía

Ef ég þekki mig og mína seinheppni rétt þá mun stóra skýið fylgja mér á leiðarenda.  . Takk fyrir boðið samt sem áður ..

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 15:22

6 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Gleðilegan sunnudag. Hér í Norður Kaliforníu er veðrið misjafnt, sólin skín eina mínútuna, svo bankar rigningin á gluggann minn þá næstu. Svona veður minnir mig rosalega mikið á Íslandið mitt góða land, haustin og vorin eru þannig hér í San Jose, ég verð svo heimveik (hahaha) á þessum árstímum. Og líka á veturna, sérstaklega um jólin...og á sumrin, þá er alltof heitt hérna, þannig að þá er ég líka heimveik... Ókei, ég er bara alltaf með heimþrá, þú pyntir það útúr mér með myndum af íslenska sjónum, og íslenska talinu...

Bertha Sigmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 15:48

7 Smámynd: Adda bloggar

innlitskvitt, góða viku og bestu kveðjur

Adda bloggar, 15.4.2007 kl. 16:01

8 Smámynd: www.zordis.com

Flott mynd af Tomma!  Ég væri alveg til í að narta í eina flugu bara upp á fönnið .......

www.zordis.com, 15.4.2007 kl. 16:22

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlegt útsýni sem þú og kisi hafið.

ljós til þín á sunnudegi.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 16:26

10 Smámynd: Bragi Einarsson

það kom smá demba áðan, stóð í 5 mín og svo att bú

Bragi Einarsson, 15.4.2007 kl. 16:48

11 identicon

Rosalega flott mynd

Magga (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:40

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 ...bráðum kemur vor með mikið þor...og svalirnar bíða...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:07

13 identicon

ég get sagt þér að í Martinez í Kaliforníu var sko 22 í dag en er ekki vorið að koma til okkar :)

gjóh (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband