Góð heimsókn

Gaman að fá Önnu og Ara í stutta heimsókn. Bústaðurinn þeirra í Borgarfirði kom vel undan vetri, sögðu þau. Hef ekki séð hann síðan hann varð tilbúinn, það bíður sumarsins. Ætla að taka sumarfrí seinni partinn í maí og fram í júní. Geyma mér hluta fram í ágúst í kringum stórafmælið (49).

 
Þau voru ekki fyrr farin en maðurinn úr síðustu kvikmynd hringdi og kom í kjölfarið til að hitta heitmey sína, mig en ég játaðist honum í símtalinu. Ég tók auðvitað allt upp á myndband. Ég trúi honum alveg þegar hann segist ekki ætla að giftast mér fyrir Bond-bækurnar. Alltaf gaman að lenda á séns, hvað þá fá bónorð frá svona sætum manni.  Já, ástarsagan heldur áfram og ég verð með vélina á lofti.

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=0f5bdadc81eb05efbbe62358898f4a72


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gua

Enhvað er hann nú lúmskulegur í framan ertu viss um að hann sé ekki bara að reyna að hafa af þér bækurnar án skuldbindinga sona menn þarf að brennimerkja á ennið "varúð fábjáni" eins og svo marga aðra sem ganga lausir og véla konur til að veita sér fæði og húsaskól fríkeypis

gua, 15.4.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, var þetta ekki hrein ást í andliti hans þegar ég faðmaði hann?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: gua

Nei ekki einusinni gredda

gua, 15.4.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jæks ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Ester Júlía

Samkvæmt mínu kvenlega innsæi, hefur þessi eitthvað illt í hyggju varaðu þig Gurrý! 

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 22:44

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er farin að halda að hann girnist bara bækurnar mínar. Ætla samt að giftast honum. Hann breytist ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta verður stutt, en skemmtilegt hjónaband. Kannski á hann fullt af fúlgum og þú verður rík við skilnaðinn. Ég bíð spennt eftir meiru.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 1505976

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband