Endurfundir og útskýring á páskapartíinu!

Ellý og Sigga söngFór með strætó alla leið á endastöð, eins og svo oft, og fékk mér góðan latte á Skrúðgarðinum. Dró Ástu með. Skömmu seinna kom Ellý afmælisbarn með Siggu söng, vinkonu sinni. Það voru fjölmargir að fá sér kaffi og köku þarna og ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu vinsæla kaffihúsi. Sumir héldu að Skagamenn hefðu ekkert að gera með kaffihús. Hnusssss!

Fyrir utan heima hitti ég nágrannakonu mína sem býr beint fyrir neðan mig, eldhúss- og stofumegin himnaríkis. Hún hélt eldfjörugt partí um páskana, ég heyrði það þegar ég fór inn í eldhús að fá mér kaffi eitt kvöldið. Já, ég er meira fyrir kaffi en brennivín. Ég brosti sætt og minntist á partíið, hvort það hefði ekki verið erfitt að koma öllum þessum fjölda fyrir í ekki stærri íbúð (c.a. 50 fm). Hún varð skrýtin á svipinn og stundi upp að þær hefðu nú bara verið þrjár!

Gömul bekkjarsystir mín, Rósa, úr Barnaskóla Akraness, nú Brekkubæjarskóla, var á leið upp á Skaga í langt upplestrarfrí hjá pabba og mömmu. Hún, þessi dugnaðarforkur, er á þriðja ári í lögfræði. Þær Hilda sátu við sama borðið í fermingarveislu á Hótel Borg í gær og Rósa bað Hildu fyrir kveðju til mín.  Lítill þessi heimur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Af lýsingunum að dæma er mann nú farið að langa til að kíkja á þetta kaffihús hehehe   Kvitt frá sólbrenndri útsteyptri saumakonu í Frakkaríki

Saumakonan, 16.4.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þú þekkir alla á Skaganum. Veit ekki hvað þú ert að gera í Bolungarvík of oll pleisis! Heheheh, jú, ég veit það.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband