Brúðkaupsveisluleiftur og fylgst með Kötlu

Katla í stuðiEftir skilnaðinn hef ég tekið upp fyrri iðju og geri það sem mér er bæði ljúft og skylt; stend Kötluvaktina.

Prófið að kíkja ... www.ruv.is/katla ... í dagsbirtu.

Fyrir þremur árum, næstum upp á dag, sagði Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur í viðtali í Mogganum að Kötlugos verði líkast til innan tveggja, þriggja ára og mjög líklega innan fimm ára. Viðvarandi merki um það síðan 1999: viðvarandi landris, aukin jarðskjálftavirkni og aukinn jarðhiti á undanförnum árum.

 
Gamlar endurminningar úr brúðkaupinu rifjuðust upp fyrir mér áðan og hversu skemmtileg stund þetta var í alla staði. Þetta var kannski stutt hjónaband en afar eftirminnilegt, jafnvel notalegt á köflum. Hér sést tilfinningaþrungið brot úr veislunni:

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=1adfddb104a8df2b9254c07f287609be


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Katla mun gjósa nákvæmlega kl.......þann......árið.......

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, kæri Fannberg ... þú klikkar aldrei á þessu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitskveðja

Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm ... skrifaði aðeins á föstudaginn ... Það eina sem gerðist markvert í dag var að Jackie (fv. kona Massimos, mamma Nicks, núverandi óvinur Stefaníu og vinkona Brooke) deitaði hjartalækninn hennar Stefaníu til að fá játningu upp úr honum um að hjartaáfallið hafi verið uppgerð. (Stefanía hefur dælt milljörðum í þennan spítala). Jackie ber á sér lymskulegt segulbandstæki. Framhald á morgun. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 21:57

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

En elskan mín, Kötluvaktin....?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sko Helga mín, þetta virkar þannig að það gerist ekkert í 10 þáttum samfleitt en venjulega getur maður treyst því að Gurrí komi þá bara með eitthvað  úr framtíðinni (ameríkuþáttunum sko). Ég er hrædd um að íslenskir áhorfendur væru fluttir til Færeyja ef við leyfðum okkur að vera svona lengi að leysa málin í okkar íslensku framhaldsþáttum. Ef við gerðum einhverja ... einhvern tímann. Ohf hvað?

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég klikka ekki á Kötluvaktinni ... Keypti mér sér tölvu bara fyrir hana. Nú horfi ég á tvo skjái, sjónvarpið og sjóinn til skiptis. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1505996

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband