Jamm ...

ÞýðingartækiBókin sem ég er að lesa fjallar um fornleifafræðing og lögreglumann sem þeytast út í heim í leit að lævíslega földum skjölum (síðan á 12. öld, minnir mig) sem geta komið páfagarði á annan endann og öllum hinum kristna, ja, trúaða heimi. Morðóður starfsmaður kirkjunnar, sem hefur sallað nokkra niður, eltir þau. Að öðru leyti líkist bókin ekki Da Vinci lyklinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hmm, athyglisvert.

Þóra Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hef haft áhyggjur af þessu strætólalli ykkar þarna ofan af Skaga. Eru þið ekki örugglega öll með öryggisbelti ? alltaf ?

Þóra Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hvað heitir bókin?

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 er að hugsa til þeirrar nýfráskildu  vonandi hefurðu nú komizt yfir áfallið að mestu  og tekið gleði þína að nýju

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:47

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvaða karli? Ahhh, þessum sem ég var gift. Jú, allt í lagi með mig ... heheheh

Jú, Þóra, við erum alltaf með öryggisbelti og bílstjórarnir okkar er varkárir og fínir.

Vilborg, hún heitir Musterisriddararnir, var að koma út, virkar spennandi þótt hún sé auðvitað lík Da Vinci Code. Í kjölfar t.d. Lord of the Rings og Harry Potter komu ýmsar ævintýrabækur, sumar ansi góðar, eins og t.d. Eragon. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Gott þú minntir mig á Eragon, hef ætlað að fá hana á bókasafninu en aldrei munað eftir því. Takk kærlega. Þú kommenterar um Musterisriddarana þegar þú klárar, ha?

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:05

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jebbs ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:06

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er alveg eins og DVC.  Þú summeraðir þá bók allvel upp þarna.  Með leiðinlegri bókum sem ég hef lesið

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 00:32

9 identicon

Spennandi ... þó ég sé fornleifafræðingur lendi ég aldrei í morðóðum starfsmönnum kirkjunar og ég fer bara upp á Héraðskjalasafn að leita að skjölum  Bið að heilsa Tomma bróðir

Magga (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:52

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahah, ó, Magga mín, ég veit alveg hvernig lífi fornleifafræðingar lifa ... Ef prelátar og munkar elta þá ekki með hnífa á lofti þá eru það bölvanir faraóa og múmíur sem halda þeim á tánum. Ertu að reyna að plata mágkonu þína?

Jenný, mér fannst reyndar gaman að lesa DVC, enda afar hraðlæs, fannst hún myndræn (sá hana og aðrar bækur Dans Brown fyrir mér sem kvikmynd) en ég hef ekki getað endurlesið hana, eins og ég get yfirleitt gert. Þetta eru engar stórkostlegar bókmenntir, bara ágæt afþreying. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 1506008

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband