Draugagangur

HöfðiHádegishlé. Þarf alls ekki frið og ró þegar ég vinn þótt fátt trufli mig heima. Það hefur verið ágætt að hafa sjónvarpið lullandi þótt ég hafi svo sem ekkert fylgst með því fyrr en fréttirnar hófust klukkan tólf. Gamall draugaþáttur (Most Haunted) var endurtekinn fyrr í morgun, ofboðslega leiðinlegur að mínu mati. Miðill fer á þekktan draugastað í Bretlandi með draugahræddri umsjónarkonu, sæmilega smeyku þáttagerðarfólki og svo hefst miðilsfundur. ÞórhallurMiðillinn fellur í trans og talar um ýmsar persónur sem hann finnur fyrir, brak heyrist og konan skrækir.

Myndatakan er höfð draugaleg til að magna áhrifin ... líklega er ég of jarðbundin til að geta haft gaman af svona.

Mætti ég þá frekar biðja um Þórhall miðil í Höfða ... það yrði nú svolítið skondið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé..ég sé.. að á bak við þig í Himnaríki þar sem þú situr við tölvuna, stendur gamall maður í sauðskinnskóm, bíddu.. ábyggilega smali og/eða sauðaþjófur.  Hann er með tómar augnþóftir Muhahahahahahahaha.........

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorry, meina augnTÓFTIR

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sé ... uuuuu, gamla konu með gráar fléttur ... hún heitir annað hvort Sigríður eða Guðrún ... Hún segir þér að hafa ekki áhyggjur af þessum verk sem þú finnur stundum fyrir í vinstri fæti. Ég sé að þú verður leiðinlegt gamalmenni  og þú ættir að reyna að taka betur til heima hjá þér! Hehehhehehe! (Þetta síðasta með leiðindin og húsverkin er víst stundum notað á opinberum miðilsfundum til að létta andrúmsloftið og láta alla hlæja, nema þá sem fá þetta yfir sig). 

Vertu svo ekki að reyna að gera mig draugahrædda, þarna FEMÍNISTINN þinn! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 12:47

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhahahahaha ... já, ég er sátt. Segðu mér meira um þennan dökkhærða ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það dimmir ennþá á kvöldin Gurrí mín muhahahahahaha Kv. frá feministanum ógurlega

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 13:20

6 Smámynd: Ólafur fannberg

búúúúú......

Ólafur fannberg, 17.4.2007 kl. 13:22

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek það fram að ég er ekki að dissa miðla, þekki nokkra sem eru yndislegt fólk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:44

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Spennani, já höfði væri fínn, kannski kemur Ronald Regan

Ljós

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:06

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessi enski miðill er bara að leika

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2007 kl. 14:24

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef reyndar séð hann auglýstan sem miðil í breskum blöðum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 14:31

11 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Var beðin um að panta tíma í tarotspilalestri.  Verðurðu heima eitthvað kvöldið?

Sigríður Jósefsdóttir, 17.4.2007 kl. 15:27

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhe, ég er ekki spákona! Ef ég væri það myndi ég sko ekki viðurkenna það á svona opinberum vettvangi nema ég þyrfti auglýsingu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 1506037

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband