Mynd af ömmu

Hilda sendi mér gamla, óskýra mynd af ömmu heitinni. Fullt af dásamlegum minningum rifjuðust upp. Amma í heimsókn um jólin, um páskana, á sumrin ... og alltaf var spilaður Manni, spil sem ég hef ekki spilað í mörg ár.

Amma MínervaÉg var bara 12 ára Skagamær þegar amma dó. Hún hafði verið á Skaganum allan veturinn, gefið okkur ömmubörnunum að borða og hugsað um okkur á meðan mamma vann á spítalanum. Einstaklega notalegt að hafa hana. Upp úr þurru ákvað amma að fara í bæinn yfir helgi. Ég gekk samferða henni upp á Fólksbílastöð þar sem rútan hafði endastöð, var sjálf á leiðinni í skólann. Við pósthúsið kvöddumst við. Vinkona mín hitti okkur þarna og mér fannst eitthvað hallærislegt að faðma ömmu á miðri götu og sagði bara bless og veifaði henni. Eftir nokkur skref sá ég eftir þessu, faðmaði hana og kyssti bless. Eins gott, ég sá hana aldrei framar. Þessa helgi fékk hún heilablóðfall og dó þremur dögum seinna. Það er heilmikið til í því að við ættum alltaf að umgangast ástvini okkar eins og við sjáum þá ekki framar.  

Amma hét Mínerva Jósteinsdóttir og fæddist í Skagafirði. Hún giftist manni af Suðurlandi sem hét Jónas Jónasson. Hin amma mín, Guðríður Kristjánsdóttir (úr Svarfaðardalnum), giftist líka manni sem hét Jónas Jónasson nema sá var frá Flatey á Skjálfanda. Fékk reyndar stundum þá spurningu frá leikfélögum þegar ég var lítil hvort foreldrar mínir væru systkini ...

Ekkert skrýtið að ég sé montrassgat ... svona robboslega vel ættuð.  Vona bara að vélstýran opni ekki ættfræðibækurnar sínar og finni eintóma sauðaþjófa og sakamenn. Henni væri trúandi til þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skemmtileg tilviljun að eiga afa sem hétu sama nafni.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.4.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, heldur betur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég fór með gamlar óskýrar myndir í verzlun Hans Petersen og það er alveg með ólíkindum hvað þeir geta lagað þær, vert að reyna ef þær eru þér kærar.

Pétur Þór Jónsson, 17.4.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, takk fyrir þetta. Frábær hugmynd.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Það verður aldrei verra en hjá mér, ég er afkomandi Axlar-Bjarnar í tólfta lið. Í gegnum Svein skotta.

Nanna Rögnvaldardóttir, 17.4.2007 kl. 19:55

6 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Mikið er gaman að hitta eina Axlar Birnu  hérna, að maður tali nú ekki um gamla Skottann, ég verð að fara að leyta að uppruna mínum, kannski erum við fjjjjjjjarskyld.

Pétur Þór Jónsson, 17.4.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Gott að eiga góðar minningar um ömmu sína, ég kynntist mínum aldrei þar sem önnur dó 1935 og hin 1945.  Ég átti eina stjúpömmu sem ég á góðar minningar um og eina konu sem var vinkona mömmu sem við systur kölluðum ömmu.  En það var samt ekki það sama og að eiga ömmu eins og vinkonur mínar áttu - ég öfundaði þær oft þegar ég var yngri.  Það er satt að maður eigi að passa að kveðja sína kæru - maður veit aldrei hvenær kallið kemur. 

Svava S. Steinars, 18.4.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 628
  • Frá upphafi: 1506027

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband