Öfugur femínismi?

ÍA æfir við himnaríkiNú fer að hefjast algjör gósentíð hjá mér. Fótboltamenn byrjaðir að þjálfa fyrir utan himnaríki og trufla sálarró mína ... á jákvæðan hátt. Já, alla vega eftir að ég ákvað að breyta áherslum mínum.

Mér hefur skilist að ég eigi að hafa mestan áhuga á lærunum á fótboltamönnunum fremur en leiknum sjálfum og til að vera kvenleg, svona einu sinni, ætla ég að gera það. Líka horfa á Formúluna með sömu formerkjum. Ummm, örugglega flott lærin á Hamilton ofan í bílnum ... hehehehe!

Aldeilis að Steingerður fékk dissið í Íslandi í dag vegna viðtals í H-blaðinu við glæsilega og kvenlega konu sem vill svo til að gegnir hárri stöðu. Hvers vegna má konan ekki vera kvenleg og glæsileg? Þarf hún að vera eins og karl í útliti þótt hún hafi náð langt? Þótt ég telji mig vera algjöra „femínistabelju“ finnst mér liggja heilmikil kúgun í því að kona megi ekki vera kona þótt hún sé valdamikil. Athugasemdin vegna spurningarinnar góðu hvernig gangi að samræma fjölskyldulíf og vinnu fá karlar líka, ég hef oft séð það og meira að segja sjálf spurt að því. Ef kona er tekin minna alvarlega fyrir að vera kvenleg þá er það bara vandamál þess sem hugsar þannig. Konan er einstæð móðir, haldið þið að einstæður faðir í sömu stöðu hefðu ekki fengið sömu spurningu? Þá hefðu viðbrögðin jafnvel orðið þau að spyrjandinn efaðist mögulega um getu hans til að hugsa um börn. Það má greinilega ekkert lengur! Og hana nú! Tek það fram að ég hef ekki enn lesið viðtalið. Geri það í kvöld.

Fyrir svona 15-20 árum sat ég á veitingastað í Reykjavík. Inn komu fimm karlar og ein kona. Þau virtust vera stjórnendur, kannski í banka. Konan í hópnum var í dökkbláum jakkafötum, hún var ósköp litlaus og virtist gæta þess að vera ekkert kvenleg, mögulega til að karlarnir bæru örugglega næga virðingu fyrir henni en bæðu hana ekki um að sækja kaffið. Þetta var alla vega mín tilfinning og mér fannst þetta sorgleg sjón ... en þetta þurfti líklega á þessum tíma. Hélt að við værum komin miklu lengra en þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér svo sammála Gurrí.  Nú hef ég ekki lesið þetta viðtal en mér finnst beinlínis rangt að kona meigi ekki njóta sín á sínum forsendum.  Var einu sinni kölluð Pamela í Dallas sjálf þegar ég var úti að borða með baráttukjéddlingunum í kvennabaráttunni af því ég dressaði mig upp og dinglaði augháros.  Man enn hversu döpur ég varð.  Algjört diss.

Verð að nálgast þetta blað.  Takk fyrir fínan pistil. 

Btw: Hvaða læri á strákum?  Eru læri á strákum? ég hef aldrei tekið eftir því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Karlmenn eru manneskjur í mínum huga, ekki bara læri . Þess vegna held ég að ég horfi bara ótrufluð áfram á fótbolta og Formúlu án þess að láta einhvern  kynþokka trufla mig. Stund og staður eru málið. Í miðju daðri við sætan mann hugsa ég ekki um fótbolta.

Held að þú finnir H-tímarit t.d. í Hagkaupum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Takk fyrir þetta elsku Gurrí mín. Ég skil ekki hvernig fólk getur misskilið þetta. Ástæða þess að klæðnaður Katrínar er gerður að umtalsefni er einmitt að hún klæðir sig öðruvísi ef Bjarni Ármanns hefði komið í viðtal við mig í golfbuxum og strigaskóm af því að þannig liði honum best í vinnunni hefði ég líka talað um það.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.4.2007 kl. 09:33

4 identicon

Lærin.....?  Horfðu á rassana kona.  Það er alltaf gaman að horfa á stinna og flotta rassa.

Sigga (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband