Níu myndir en samt í baráttuhug!

Mikið afskaplega sýnist mér nýi þátturinn á Stöð 2 leiðinlegur ... þessi um kynlífsráðgjafann. Breskir þættir eru margir stórfínir en nú eru þeir orðnir þrír á Stöð 2 sem ég þoli ekki; Kynlífsráðgjafinn áðurnefndi, What not to wear og Most Haunted. Var búin að gleyma kvenmiðaðri dagskrá á miðvikudögum þar sem álitið er að konur hafi takmörkuð áhugamál sem einskorðast við heimili, matseld, barneignir, kynlíf, trúnó, dulræna hluti, föt og slíkt. Hvar eru bókmenntir, fótbolti, smárásir í hálfleiðurum, morð eða þetta allt sem við elskum allar?

Hitt er að sjálfsögðu líka fínt ... bara ekki allt í einu. Sem áskrifandi og áhugamanneskja um sjónvarp hef ég tillögurétt og málfrelsi! Ég hætti ekki þessum hvössu og málefnalegu árásum á Stöð 2 fyrr en einhver þar hlustar. Ég veit (hef heimildamenn á ýmsum stöðum) að karlar fengu hugmyndina að Stelpuztöð, eins og hún hét fyrst á miðvikudagskvöldum, og konur þar mölduðu í móinn en fengu ekki hróflað við þessari "frábæru" hugmynd. Þetta er eins og Zero-auglýsingin sem pirrar marga karlmenn ósegjanlega því að hún setur alla menn í hóp sem fæstir vilja tilheyra.

En hva, ég er hætt þessum skömmum. Hér bíða mín nokkrar bíómyndir:

1. Scoop (Woody Allen)
2. Flicka (Hestastelpa sem vill ekki fara í heimavistarskóla)
3. Shooting Gallery (götustrákur, billjarður, svikamylla)
4. Something New (ástarmynd)
5. Stranger than Fiction (elskan hann Will Ferrell úr SNL)
6. Trust the Man (ást og hjónaband í nútímanum ...)
7. Dirty Sanchez (Jackass wannabe?)
8. Crazy in Love (ástir einhverfra ... örugg Óskarsverðlaun?)
9. Employee of the Month (villt gamanmynd)

Ég fríkaði ekki út á vídeóleigunni í kvöld, þetta er vinnutengt! Óvenjumargar myndir núna. Líst best á tvær, ja, eiginlega þrjár. Númer 1, 5 og 9. Er ég klén? Ef þið hafið séð eitthvað af þessu og getið mælt með eða gegn segið eitthvað núna, ellgar þegið héðan í frá ... hehehhehe! Er þetta síðasta ekki úr brúðkaupsathöfnum? Alla vega í kvikmyndum!  Sem minnir mig á. Hér kemur kvikmynd kvöldsins:

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=449afb584bbe201250efec3e7a43a969


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hæ Gurrí, ég var að lesa Vikuna og verð að segja að frásögn systur þinnar snart mig mjög. Er sammála þér um lélega sjónvarpsdagskrá, hef þó oftast gaman að Medium, skemmtilega heimilslegt oft tíðum. En ástæðan fyrir þessum skrifum mínum í kvöld er komment í Vikunni um myndina Secret, það er fullyrt að hún sé ekki komin til landsins. Er það misminni að þú hafir skrifað um hana hér á blogginu þínu, ekki alls fyrir löngu?

Vilborg Valgarðsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hringdi á nokkra staði sem selja DVD og hjá Senu hélt maðurinn sem ég talaði við að fólk pantaði myndina bara í gegnum amazon.com ... heyrði það frá fleirum. Veistu til þess að Secret fáist einhvers staðar hér á landi? Þá get ég komið inn leiðréttingu! Sammála með Medium, þeir þættir eru fínir. 

Arna, mér finnst Eiríkur æðislegur og lagið frábært. Við hljótum að ná í gegn núna! Hlakka til að horfa á Evróvisjón 2:4 á föstudagskvöldið á RÚV. Snilldarþættir.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Nei, mig minnti bara að þú hefðir verið að horfa á hana um daginn. Það hlýtur bara að hefa verið einhver annar bloggari.

Vilborg Valgarðsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, ég minntist reyndar aðeins á hana en var ekki búin að sjá hana þá. Elskan hún Katrín Snæhólm sendi mér hana og mælti innilega með henni. Kannski manstu eftir því ... ekki jafngalin og þú hélst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Svona geta gagnslausar upplýsingar tollað í minninu! Gott að vita að allt er ekki orðið jafn hriplekt og sigtið hennar ömmu

Vilborg Valgarðsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:49

6 identicon

Dirty Sanchez? Mér þykir þú hugrökk :)

Egill Harðar (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Hugarfluga

Mifunes sidste dans .... mæli bara með henni, ef þú ert opin fyrir "öðruvísi" myndum, sem skilja eitthvað eftir.

Hugarfluga, 19.4.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hugarfluga ... ég fæ þessar myndir í gegnum vinnuna, þarf að skila þeim eftir viku ... ef ég fæ Mifunes mun ég að sjálfsögðu horfa. Fékk What the bleep do we know í fyrra ... hún er sko öðruvísi, ég keypti mér hana í kjölfarið, hún er æði!!! 

Úje, Egill, ég er hugrökk en nenni sennilega ekki að horfa á sanchez ... og þó! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 00:15

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þín mynd var svo flott að það mettaði löngun mína í að sjá fleiri bíómyndir.  Rosalega eru þessar myndir þínar laaaangar Gurrí.  Ég var búin á því eftir að hafa horft á hana.  Sko orkan alveg farin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 01:47

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég skrifaði svo geðveikt flotta athugasemd hér inn í gærkveldi sem hvarf svona fjórum sinnum. Ég fór í fýlu og hætti að reyna. The Secret er hvergi á leigum held ég og fæst eftir því sem ég best veit helst hér. www.thesecret.tv

Þarna er líka hægt að leigja sér beint áhorf á myndina í gegnum tölvuna fyrir nokkra dollara.

Mikið hefði ég gama af að sjá viðtalið við Hildu. Ertu til í taka frá eitt eintak fyrir mig eða bara sena mér eina. Ég legg bara inn hjá þér.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 07:59

11 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt sumar - Áskorun HÉR í tilefni dagsins.

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 10:30

12 Smámynd: Ólafur fannberg

segi bara gleðilegt sumar

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 10:34

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef bæði reynt að blogga hér í morgun og skrifa athugasemdir á eigin bloggsíðu. Kannski birtist þetta ekki ... og þá er ég líka farin að sofa. Ef þetta birtist þá ætla ég að prófa að setja færsluna aftur inn ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 10:53

14 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Er bara búin að sjá Something new, og hún var mjög sæt. Ég sá hana síðast þegar ég fór með vinkonum í bíó og var það í New York í Febrúar í fyrra þegar ég fór og hitti stelpurnar á okkar árslegri stelpuhelgi...ég hef annars heyrt gott um númer 5 og slæmt um númer 9, langar til þess að sjá númer 1 og númer 5. Jæja, njóttu vel og lengi og láttu okkur vita hvað þér finnst...P.S. hvernig kemst ég í svona vinnu að horfa á bíómyndir og skrifa um þær...

Bertha Sigmundsdóttir, 20.4.2007 kl. 14:52

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá Stranger than Fiction í gær og hún er æði!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband