Fjör í Smáralind næsta sunnudag

X Factor krakkarnirSkrapp með Ellýju í Skrúðgarðinn smástund. Hún sagði mér góðar fréttir en þannig er mál með vexti að Hilda systir, sem rekur Sumarbúðirnar Ævintýraland, verður með karaókíkeppni fyrir börn, 7-14 ára, í Smáralind á sunnudaginn kl. 14. Ellý ætlaði að vera dómari, reyndar Páll Óskar líka en hann verður upptekinn akkúrat þarna ... Ellý fékk þá frábæru hugmynd að fá krakkana úr X-Factor til að dæma og það tókst þannig að Jógvan, Guðbjörg og Hara-systur munu verða dómarar!!!

Allir bloggvinir sem komast í Smáralind á sunnudag og eiga börn sem geta sungið og langar í sumarbúðir (1. verðlaun verða sumarbúðadvöl í viku), endilega komið.

Ég hlakka svo til þegar sumarbúðirnar byrja ... ég hef farið þangað um helgar í gegnum árin og reynt að hjálpa til á skrifstofunni og tekið myndir. Á www.sumarbudir.is má sjá helling af myndum í myndasafninu ... ég tók þessar bestu! Hehhehehe ... montí, montí!


Ellý er á forsíðu Séð og heyrt núna í sambandi við flottu fötin sem hún fær hjá Nínu, búðinni góðu á Akranesi. Hún er ekki sú eina á forsíðunni, heldur má líka sjá grilla í vélstýruna einu og sönnu en hún var í einhverju stjórnmálabrölti nýlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, ég mæti löngu fyrr í undirbúning ... komdu samt endilega, þú hefur án efa gaman af því að horfa á þetta. Svona keppni var haldin í hittiðfyrra og sjónvarpið mætti á staðinn og sýndi frá þessu í fréttatímanum. Þú sést kannski ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Athyglissjúklingar!

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Váá! Flott! Hilda er æðisleg á forsíðu Vikunnar. Ég keypti blaðið í gær og las viðtalið upp til agna. Þið systurnar rokkið feitt. (Sorrí mér datt bara ekkert betra í hug. Fannst eitthvað svo ömmulegt að segja að þið væruð stórkostlegar.)

Steingerður Steinarsdóttir, 19.4.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ertu að segja að Gurrí og systir hennar séu  feitir rokkarar..?????

Guð hjálpi þér!!!!!!!

 Þær eru bara báðar æðislegar og gleðilegt sumar

.......allir brúðgumar Gurríar!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 19:51

5 identicon

Hæhæ. Við vildum óska þér gleðilegs sumars frænka kær.. og segja þér að það er fullt af nýjum myndum og ný fróðleg vefdagbókarfærsla komin inn..

Athyglissýkin er ættgeng bara svo þið vitið það

Ég bíða annars spennt eftir nýjasta tölublaði Vikunnar, en betri helmingurinn var sendur á stúfana að kaupa blaðið og afla matar.. Hef heyrt það víða að Hilda hafi myndast afspyrnu vel og eigi í vök að verjast heima við núna vegna þess að það rignir yfir hana bónorðunum?? Hún verður að fara í dulargervi í Smáralindina, það er sko alveg á hreinu.

Heiðdís, Ísak og Úlfur (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:13

6 identicon

Gleymdi að segja þér að þú ert með djúsí XXX póst í pósthólfinu þínu núna

Heiðdís frænka (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:17

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Enginn póstur hjá mér ... pósthólfið mitt er reyndar mjög ræfilslegt og ef þú reynir að senda mér flottar myndir af allsberum körlum þá fer allt í flækju ... það þolir bara lítil og sæt bréf ... eins og eigandinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 22:44

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Enginn póstur hjá mér ... pósthólfið mitt er reyndar mjög ræfilslegt og ef þú reynir að senda mér flottar myndir af allsberum körlum þá fer allt í flækju ... það þolir bara lítil og sæt bréf ... eins og eigandinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 22:45

9 identicon

Já..æjæj. Þá þolir það alls ekki þessa mjög svo skemmtilegu bónstöð m. berrösuðu myndarmönnunum..Hehehe!!

Heiðdís A. (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 23:29

10 identicon

Sorrý, hver þarf óvini sem á vini eins og Steingerði - kallar þig feitan rokkara!!! Oj bara

P.s. Ég hef aldrei sagt að þú værir feit.

Jónsi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 23:54

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmohmohmo, ég á þrjú börn á þessum aldri (tja, Finnur verður reyndar ekki 7 fyrr en 30. apríl), þau geta öll sungið. Og vel...

En ætli maður drattist nú af stað með þau?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.4.2007 kl. 00:44

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einmitt, Jónsi. Steingerður var bara kölluð feitabolla til baka. Svívirðingunni var bara vísað til föðurhúsanna! Þú myndir aldrei segja svona.

Jú, Hildigunnur, þú drattast sko með þau ... þetta er fínasta skemmtun. Lögin eru lækkuð niður eftir c.a. mínútu þannig að enginn þarf að hlusta á t.d. leiðinlegt lag með Mariah Carey í karaókí í heilar fimm mínútur. Þetta er haft stutt til að fleiri krakkar geti tekið þátt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2007 kl. 08:26

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenny Una verrrrrður að fá að taka þátt.  Hún syngur Sænska Þjóðsöngin afspyrnu vel enda sænsk í aðra og katólsk í hina. Du gamla, du fria.... hm ég reyni að koma með barnið.  Er tveggja árrrra of ungt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 10:12

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tveggja ára hljómar vel ... hún sigrar og bíður svo í nokkur ár með að nýta sér vinninginn! Hehhehehe! Það væri alla vega mjög gaman að sjá hana á morgun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 654
  • Frá upphafi: 1506007

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband