Leyndarmálið á bak við finnsku brauðin ...

PiirakoitaÓtrúlegt en satt ... ég skrifaði um þetta finnska brauð með hrísgrjónagrautnum inni í um daginn og hló að Matta sem gaf mér uppskriftina með því að nefna þrjú hráefni, engin hlutföll eða aðferð við baksturinn. Nanna Rögnvaldar þurrkaði af mér hæðnisglottið með því að segja að Matti hefði rétt fyrir sér. Þetta væri þannig uppskrift. Vitið hvað, í nýju Vikunni er finnskur matgæðingur sem gefur þessa uppskrift., frá A-Ö!

Þetta heitir víst Karjalan piirakoita og er alveg einstaklega gott. Fyrst þegar ég smakkaði þetta, á kórferðalagi í Finnlandi, fannst mér þetta frekar bragðdauft en svo varð ég mjög sólgin í það.

Eggjahræra á að vera með þessu og uppskriftin er allt önnur en ég hélt ... ekki venjuleg hrærð egg, heldur mjúkt smjör og harðsoðin, söxuð egg saman! Fann mynd á google og þá sést hvað þetta er og hefur eggjahræran verið sett ofan á alla vega annað brauðið.

P.s. Skipti um mynd ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er skrambi gott ... eiginlega alveg rosalega gott! Lítur kannski ekki nógu vel út á þessari mynd ... kannski ég skipti, fann aðra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Búin að skipta um mynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er svo sem engin trygging fyrir því að uppskriftin sé mjög nákvæm þótt Matti hafi gefið þér hana, þetta er nú ekki nákvæmlega hans deild, frekar en hjóla- eða bifreiðaviðgerðir (manstu þegar ég sagði þér að mér hefði tekist að kenna Matta að gera við bíl, ég efast um að hann keyri!) - en alla vega þá bíð ég spennt eftir Vikunni. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Borðaði svona þegar ég var að vinna í Finnlandi sumarið 1990.  Með söxuðu eggjunum únd alles.  Fannst þetta svona la la en varð betra þegar ég skolaði þessu niður með Lapin Kulta (Kippis !)

Svava S. Steinars, 19.4.2007 kl. 23:54

5 identicon

Hey.. eru þetta ekki skorpnaðar bananasneiðar??????

Jónsi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mannstu ekki Anna. Hann sagði: Þú notar hveiti, salt og vatn. Búið, ekkert meira. Engin aðferð, engin hlutföll! Nanna segir að þetta sé alveg nóg ... en hún er líka matargúrú!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2007 kl. 08:28

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er þó nokkuð girnilegt stúlka mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1505996

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband