Leitin að laxerolíunni, Hara-systur eða O´Hara-systur

VöðvabólgaÞvílíkt dekur í gærkvöldi. Austurlenskur matur, Evróvisjón-lögin með dómunum, Taggart með djúsí morðum, nudd með frábæru nuddtæki og síðan laxerolía á herðar og háls ... og aðeins í hárið. Svaf í stofusófanum og vaknaði eins og fólkið í kornflexauglýsingunum ... vöðvabólgan á bak og burt og eintóm gleði. Flatur latte með 150°F heitri mjólk í Kringlunni, apóteksferð í Smáratorg en engin laxerolía til þar. Fyrra mótlæti dagsins og fremur lítilvægt.

Við skruppum aðeins austur YFIR fjall ... eins og á að segja það, heimsóttum vinafólk, spiluðum manna í tvo tíma, keyptum ís í “áður kallað Essó” á Selfossi og héldum í Mosó ... þar var búið að loka apótekinu þannig að apótekið missti af stórinnkaupum; einni flösku af laxerolíu. Seinna mótlæti dagsins, aðallega fyrir apótekið. Hef aldrei smakkað slíka olíu en hún virkar alla vega stórvel útvortis.

 
Hara-systurFréttum að síminn hefði ekki stoppað í Smáralind í dag en fólk ætlaði að skrá börn sín í karaókí-keppnina sem verður ekki fyrr en á morgun (skráning kl. 13). Til að leiðrétta smáskilmysing ...Guðbjörg, Jógvan og Hara-systur munu dæma í keppninni á morgun, ekki Guðbjörg, Jógvan og við Hilda systir, við erum nefnilega O´Hara-systur. Bara láta vita!

Svo var það bara elsku strætó á Skagann! Kisurnar komu hlaupandi og mjálmuðu undarlega, mér heyrðist þær segja túnfiskur svo að ég gaf þeim túnfisk. Þær voru ekki einu sinni búnar með matinn sinn síðan á föstudagsmorguninn, hafa greinilega sofið af sér söknuðinn. Það var dásamlegt að koma heim. Drekk nú dásamlegt kaffi sem ég keypti í Kaffitári, nýjustu espressóblönduna sem hentar svona líka vel í espressóvélar ... himnaríkissæla hér á bæ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman hjá þér en mér finnst voðalega gott að vita af þér heima í Himnaríki.  Vill hafa alla og allt á sínum stað.  Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Karolina

innlitskvitt

Karolina , 21.4.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heima er sko best! Svo þarf ég að fara aftur að heiman á morgun!!! Arrrggg ... í Smáralindina í karaókíkeppni ... gæti verið verra, hlakka reyndar rosalega til. Það var svo gaman í hittiðfyrra. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 17:52

4 identicon

Góða skemmtun í Smáralindinni. Gaman að heyra þetta með laxerolíuna, þarf að prófa hana við tækifæri

gjóh (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 18:47

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

púff !   nú veit ég bara ekkert hvað ég var að gera   en átti gamla síðu hér, ætlaði að skrá mig inn til að geta kommentað hjá þér :)

Gjóh 

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.4.2007 kl. 19:10

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér tókst ekki að samþykkja þig þótt ég reyndi ítrekað þannig að ég sneri á kerfið og heimtaði þig sem bloggvin! Takk fyrir að samþykkja mig!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 19:18

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

úps ! já velkomin, en ég blogga ekki þarna, þetta er eeeldgamalt (held ég)  blogga http:www.123.is/velkomin :)  en jæja gott má, he óskaplega gaman að blogginu þínu. Takk fyrir skemmtilear stundir hérna :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.4.2007 kl. 19:24

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvar getur maður komist í svona rítrít fyrir handan fjall? Viltu bjóða mér?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2007 kl. 21:57

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta var nú bara heima hjá Hildu systur, engin nekt eða neitt ... Svona rítrít verður tekið upp í himnaríki við fyrsta tækifæri ... og manni spilaður á eftir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hugsaði til þín um helgina, fullt af afmælum þessa dagana, Sveinn Rúnar frændi í dag, Auður á Hvoli og fullt af góðu fólki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 49
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 1505978

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband