Frábær karaókíkeppni, ferming og brunarústir

Karaókíkeppni Smáralind 2007Karaókíkeppnin gekk ljómandi vel í Smáralind í dag. Um þrjátíu börn sungu af hjartans lyst og list ... gaman að vita til þess að stelpurnar sem lentu í 1. og 3. sæti eru bestu vinkonur og sú í þriðja sætinu dró sigurvegarann með sér í keppnina. Mig langar að hvetja Skífuna til að gefa út íslensk lög í karaókíformi ... það vantaði heilmikið að hafa ekki íslensk lög!!!

Dómararnir voru æðislegir; Hara-snúllurnar, Jógvan og Guðbjörg stóðu sig frábærlega og þurftu að gefa ansi margar eiginhandaráritanir í lokin. Þau afhentu síðan verðlaunin. Ellý, Harasystur og Guðbjörg

Á meðan verið var að telja stigin tóku Hara, Guðbjörg og Ellý X-Factor-dómari eitt karaókílag. Svo sá ég þetta á Stöð 2 þegar ég var nýkomin inn úr dyrunum. Þetta vekur athygli og ef þetta verður eins og síðast þá verður vitlaust að gera í skráninunni í sumarbúðirnar næstu dagana.

Fór síðan í fermingarveislu sem haldin var í Kornhlöðunni, fyrir aftan Lækjarbrekku en hún Gunndís, dóttir vinafólks míns, var að fermast. Þvílíkt góðar veitingar ... Náði að lýsa aðdáun minni á Elís úr Jeff Who? en hann er náinn ættingi fermingarbarnsins, man vel eftir honum síðan hann var lítill, snilldargaur strax þá. Að sjálfsögðu keypti ég plötuna hans í fyrra, maður klikkar ekki á slíku. Það er margt gott að gerast í íslenskri tónlist, t.d. hlustaði ég á Wulfgang um daginn og það er mjög flott rokkplata!

Brunarústir í miðbænumNáði að kíkja á brunarústirnar í miðbænum. Nú er tækifæri til að breyta aðeins til, ekki endurbyggja nákvæmlega það sama ... það vantar meiri glæsileika í miðbæinn ... Villi hefði ekki átt að gefa þetta loforð í “hita” augnabliksins ... hann gerir ekki jafnmörgum til hæfis og hann ímyndar sér, held ég. 

Gott að vera komin heim eftir vægast sagt annasama helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil og já það má aðeins flikka upp á miðbæinn og gæða hann ögn meira lífi á daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: www.zordis.com

Mikið hefði ég verið til í að sjá börnin syngja af hjartans lyst og list!  Frábært framtak ............ 

www.zordis.com, 22.4.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir að sýna mér mynd af því sem ég gleymdi að skoða

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 22.4.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Innilega sammála þér með miðbæinn, það á að byggja þarna einhverja glæsibyggingu. Alveg óþarfi að halda upp á þessa kofa þó Jörundur hundadagakonungur hafi hnerrað þar innandyra árið sautján hundruð og súrkál.

Björg K. Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:08

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært framtak í Smáralind. Svona á að nota þessa verslunarkjarna. - Ég er ekki búin að mynda mér skoðun á byggingu í Austurstræti, en held að hugmynd Hrafns sé bæði af - og fráleit.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.4.2007 kl. 22:14

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Guðný Anna, sammála, held að 50-60 hæða bygging henti ekki þarna. Ég var meira að hugsa um myndarbyggingu eins og t.d. Hótel Borg ... eða bara fallegan garð/garða, kaffihús ... hafa kannski samkeppni um hönnun á þessum lóðum, ýmislegt annað en byggingar geta vissulega komið til greina. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2007 kl. 22:23

8 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Í fréttunum var sagt að Ellý hafi hvatt börnin áfram á meðan þau fluttu lög sín. Var hún að grípa frammí fyrir aumingja börnunum? 

erlahlyns.blogspot.com, 22.4.2007 kl. 23:07

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þetta var skemmtilegt. Var þarna á sveimi. Dóttir mín, alveg að verða fjögurra ára vildi endilega syngja þarna á pallinum en mamma sagði...kannski næst.

Brynja Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm eða ég

Ólafur fannberg, 23.4.2007 kl. 06:02

11 Smámynd: Ester Júlía

Fór einmitt í bæinn á laugardagskvöldið ( úr sveitinni, ég sem var nánast þarna á hverjum degi engang) og sá  sárin á húsunum.  Það mætti breyta þessu örlítið já, en lágreist skulu húsin vera, mætti vel blanda saman gömlum og nýjum arkitektúr. Smart lágreist virðulegt hús ..sé það alveg fyrir mér.  

Kallinn minn er reyndar á þeirri skoðun að það eigi að hafa "mall" í miðbænum, innangengt á nokkrum stöðum, fólk getur þá bara skroppið i´mallið , keypt það sem því vantar , hlýtt og gott í verslunarferðinni.  Svo eigi bara að vera kaffihús og ballstaðir í kring um mallið.  Nokkuð góð hugmynd hjá honum, gæti jafnvel samþykkt það. 

Ester Júlía, 23.4.2007 kl. 07:24

12 Smámynd: Saumakonan

kvitt á mánudagsmorgni frá syfjaðri saumakjellingu

Saumakonan, 23.4.2007 kl. 08:43

13 Smámynd: Bragi Einarsson

kvitt, rífum miðbæinn niður og byggjum 50 hæða háhýsi í staðinn!

Bragi Einarsson, 23.4.2007 kl. 09:31

14 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Glæsileika í miðbæinn, já takk. :)

Eitthvað í ætt við Hótel Borg / Reykjavíkurapótek, en hvorki 50 hæða glerhöll né tveggja hæða kofa og hananú!

Svala Jónsdóttir, 24.4.2007 kl. 00:46

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, Svala, það líst mér vel á!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband