Æskuminningar ljóma ...

Dásamlegar æskuminningar rifjuðust upp í morgun ... eða þannig.

Þetta var byrjað í gær, hélt bara að það yrði ekkert úr því og karaókídiskókarlinn sagði mér að sitja ekki, heldur standa þegar ég gaf yfirlýsingu um þörf fyrir stól.

BakverkurHeld nefnilega ég sé komin með þursabit ... Hreyfi mig eins og sombí um íbúðina ... til að hita vatn í gamaldags hitapokann ... og taka íbúfen og ætla svo að leggjast með símana hjá mér og fjarstýringu og tvær bækur eða svo.  

Man vel eftir svona “köstum” í gamla daga ... en það eru alla vega komin nokkuð mörg ár síðan síðast. Þá var það myndataka í martraðarkenndu tæki þar sem ég þurfti að tala mig niður í klukkutíma („Nei, Gurrí mín, það er ekki verið að grafa þig lifandi, þú sleppur bráðum út“). Asnar að láta ekki fæturnar fara inn í myndatökuvélina á undan ... það væri sálrænt betra. Svo þurfti ég að bíða í mánuð eftir myndatökunni og lítið kom út úr þessum hryllingi nema leifar af þursabiti ...

Ég kemst ekki í vinnuna ... arggggg. Ekki séns, ekki þótt ég fengi far báðar leiðir, það yrði þá að vera með sjúkrabíl, sjúkraþyrlu eða sjúkraflugvél ... sem væri vissulega fjör.

BílþvotturJæja. Get ekki setið lengur við tölvuna, heimta mikla samúð en fer í fyrsta lagi upp úr rúmi eftir tvo, þrjá tíma og get þáskoðað samúðaróskirnar.

Eins gott að ég bý ekki í bænum, þá myndu án efa margir koma óvænt með súkkulaði og blóm ... og ég yrði í hálftíma á leiðinni til dyra.  Svona í alvöru ... það yrði hræðilegt ef bjallan hringdi!

Eigið guðdómlegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittunarkveðja....hafðu góðan dag þrátt fyrirZombíbakverk

Ólafur fannberg, 23.4.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ Æ Æ Æ.....vondi ljóti Þurs sem ert að bíta hana Gurrí. Dettu dauður niður!!!!

Skamm. Gurrí mín þú færð bara huglægar bataóskir sem ná langt út fyrir tölvuna þína og beint á bitið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: gua

Æ æ verðuru ekki að fá einhvað sterkara en ibufin ? ómögulegt að hafa þig ekki tölvufæra, láttu þér batna sem fyrst sendi þér góða strauma yfir flóann 

gua, 23.4.2007 kl. 10:42

4 Smámynd: Saumakonan

úfffff vona að helvvv þursinn fjúki veg allar veraldar     Bataknús frá langtíburtistan!

Saumakonan, 23.4.2007 kl. 10:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku stelpan!  Innilegar batakveðjur og ég vona að þú komist sem fyrst að tölvunni.  Túdelú

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 10:47

6 identicon

Stórt stórt batnknús... Er að senda til þín heilandi strauma as we speak. Talaði við Tomma með hugarorkunni áðan og hann lofaði að snúast í kringum þig fyrir mína hönd og færa þér tölvuna að rúminu svo þú getir haldið áfram að blogga ;)

Tinna (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:19

7 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Elsku, hjartans, ástar, krúsindúllu kroppurinn minn....... Þetta var ekki gott á þína!  Geta þessir bílaþvottamenn (á myndinni) mætt heim til þín, þrifið, bakað, eldað, nuddað og verið með allskonar kynferðislega áreitni við þig.   Ef það gerist - þá er ég til í bakverk - hvenær sem er......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 12:32

8 identicon

Ekki nema von að þú sért "veik" heima með svona gott útsýni á bílaplanið..

P.s. drífðu þig bara út á plan og hjálpaðu til við þvottinn - gætir kannski fengið að leika þér með "vatnsslöngurnar" 

Jónsi (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:52

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Þetta er ekki gott að heyra, það er SVO vont að fá þursabit...eða skessuskot eins og það er kallað í minni sveit

Mér var sagt einu sinni þegar ég fékk skessuskot að ég ætti að setja kalt - ekki heitt - á bakið.  Því þannig stoppaði ég bólguna, því þetta væri eins og tognun.  Það myndi aldrei hvarfla að mér að setja hitapoka á öklann ef ég tognaði...en ég setti alltaf heitt á bakið. 
Veit ekki meir, sel það ekki dýrara en ég keypti það en það var amk. sjúkraþjálfari sem "seldi" mér það...

Vona að þér batni fljótt.  Ég sendi Ólöfu Ósk með mat til þín í kvöld!!   

SigrúnSveitó, 23.4.2007 kl. 12:52

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hitakrem á mjóbakið, gamall sjóðheitur hitapoki og góð bók ... já, og bílaþvottamenn sem gleðja ... Þessi mynd fór alveg óvart inn á bloggið, æ, æ!!! En ég fékk vissulega í bakið þegar ég snarsneri mér við til að hofa á þá niðri á plani í gær. Hehehhehehe

Já, mín kæra sveitamær, Flórens, ég þigg sko mat í kvöld. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.4.2007 kl. 13:48

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Gurri mín þetta er slæmt  Reyndu að láta þér batna ég veit hvernig það er að vera drepast í bakinu.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2007 kl. 14:10

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég sendi sms á undan henni svo þú getir lagt af stað fram að bjöllu

SigrúnSveitó, 23.4.2007 kl. 14:45

13 Smámynd: Bragi Einarsson

Skelltu Þursabit á fóninn með Þursaflokknum. Vonandi að þér batni sem fyrst!

Bragi Einarsson, 23.4.2007 kl. 14:53

14 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku besta Gurrí mín. Mikið er nú leiðinlegt að heyra með þetta, ég vona að þetta lagist hratt...það er ómögulegt að vita af því að þú kemst ekki í tölvuna, en enn verra að vita til þess að þú sért lasin og með svona mikla verki. Ég sendi þér allar mínar heitu óskir frá hinum megin af hnettinum, ég vona að þær eigi eftir að hjálpa

Bertha Sigmundsdóttir, 23.4.2007 kl. 15:36

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku Gurrí mín. Þú átt alla mína samúð því bakverki þekki ég en verð þó að viðurkenna að ég flissaði illkvittnislega af þeirri mynd sem varð til fyrir hugskotsjónum mínum þegar ég ímyndaði mér þig sambeygða að haltra að dyrasímanum. Sorrí, innrætið er bara ekki betra en þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.4.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband