23.4.2007 | 18:00
Guðdómleg sveitamær og tíðindi í B&B
Dyrabjallan hringdi áðan, skömmu áður hafði ég fengið viðvörunar-SMS og var því komin á tvo misfljóta. Elskan hún Ólöf Ósk færði mér heitan, gómsætan kvöldmat ... og heppnin var þvílíkt með mér því að Ólöf Ósk hafði verið í heimilisfræði fyrr um daginn og ég fékk að auki sneið af súkkulaðiköku sem hún bakaði. Þarna sýndi Flórens mín að hún er ekki bara sæt að utan, heldur líka að innan! Elstu bloggvinirnir muna eftir Flórens (Sigrúnu sveitameyju) en þegar ég var nýbúin að kynnast henni datt ég í ógæfumölinni (fyrir aftan blokkirnar á Garðabraut, við hlið íþróttavallarins) á heimleið úr vinnu í myrkri. Sneri annan fótinn og gataði hinn. Hún kom og kíkti á hnén, ráðlagði mér að fara til læknis og þegar læknirinn kvað ekki nóg að kyssa á bágtið hélt hún í hendina mér á meðan hann saumaði níu spor. Eftir þetta hefur hún verið í miklu uppáhaldi. Takk, elsku sveitamær!
Nú er ég í íbúfenvímu og lega á hitapoka og notkun hitakrems hefur lagað helling. Hefði verið gott að eiga laxerolíu (sem virkar á bólgur) en ég er sammála Jónsa, konur eiga að nota ilmvatn ... þannig að ég hef makað Cartier Perfume á mjóbakið.
Bridget, unnusta Nicks, grætur í örmum bjargvættar Taylor (sem ég er búin að gleyma hvað heitir) því að hún varð vitni að því þegar Brooke, móðir hennar, og Nick lágu saman uppi í hjónarúmi með Hope á milli sín og voru á trúnó. Ónei, ekki aftur ... kveinar Bridget en móðir hennar hafði stolið af henni Deacon (sem er pabbi Hope litlu). Trúnóið fjallaði þó um Bridget, Nick sagðist þurfa að vanrækja Brooke til að sinna Bridget betur eftir að Brooke sagði honum að gera það. Hún kyssir bjargvættinn brennandi kossi ...
Jackie (fv.kona (og elskar enn) Massimos) fær Massimo (blóðföður Ridge) til að efast um hjartaáfall Stefaníu (móður Bridge) en til þessa hefur Stefanía verið á stalli hjá Massimo.
Gunna-Polly getur tekið gleði sína því að í byrjun þáttarins sést Amber sem ein af leikurunum ... hún er í fríi núna, ekki hætt og gæti verið stödd á Íslandi akkúrat núna ... en hún er Íslandsvinur.
P.s. Myndin tengist ekki efni pistilsins, fannst hún bara falleg.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Verði þér að góðu og áframhaldandi batakveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 18:19
Njóttu bara, mín kæra. Vona að kakan fari vel með kvöldkaffinu...börnin sitja núna og borða köku...ó, nema ég...því ég er aftur komin í sykurfráhald...er á 15. degi núna og líður nokkuð vel...en það var útúrdúr!!
SigrúnSveitó, 23.4.2007 kl. 18:20
Gurrí taktu gleði þína á ný..ég er líklega búin að koma þér á séns með sérvitrum trilljónamæring..
Kíktu við hjá mér á færsluna um bara eina trilljón..híhí!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 18:24
Yndisleg mynd!! Af því að þú ert svo yndisleg líka Gurrí ... má ég þá ímynda mér að ég sé kötturinn og þú hundurinn á myndinni? (ég er viss um að Veiga myndi leyfa það!)
Knús til þín, dúlla
(ps. - Ef þú vilt frekar vera kötturinn, þá er mér sama ... )
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:35
Ég fylgist með boldinu eins og þú veist ætli að Nick verði ekki með Brooke hehe þetta er nú meiri þvælan en maður verður að fylkjast með ekki satt Gurrí.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2007 kl. 19:55
Svona hress kona eins og þú verður komin niður á Langasand í fótbolta áður en þú veist af, gangi þér sem allra best.
Pétur Þór Jónsson, 23.4.2007 kl. 21:02
mikið roslalega er mér létt
Gunna-Polly, 23.4.2007 kl. 22:18
Sjá til þín Gurrí; http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=1&id=931 þetta gengur ekki lengur!! Fyrr má nú fá smá drátt á sumardaginn hinn fyrsta og bera stráka fyrir utan gluggann. Þú þarft nú ekki að leggjast með tærnar upp í loft og lifa á súkkulaðikökum og sætindum þrátt fyrir það!! Skamma sín!!
Jónsi (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:25
bestu kveðjur
Ólafur fannberg, 23.4.2007 kl. 22:56
Elsku Gurrí þú átt alla mína samúð. Ég var flutt með sjúkrabíl eftir að hafa læst í baki við að ryksuga í fyrra. Kláraði reyndar að ryksuga og festist síðan í söngstellingu Stefáns Hilmarssonar á eldhúsgólfinu heima. En ég fór í togbekk og vil meina að það hafi bjargað lífi mínu og það í annað sinn því hálfu ári fyrr fékk ég brjósklos og þurfti í helv, tækið sem þú lýstir svo skemmtilega. Bólgueyðandu, lega, bólgueyðandi og aðeins meiri lega gera líka kraftaverk.
samúðarkveðjur í bak og fyrir frá Króknum
Guðný Jóhannesdóttir, 23.4.2007 kl. 23:37
Togbekkur hljómar vel, best að reyna að hanga á hurð, einhver sagði mér að það væri góð hugmynd, kannski svipað og að láta toga sig ... og ég elska íbúfenið mitt.
Jónsi, ég drep þig! Ég hló svo mikið þegar ég horfði á myndina að mig verkjaði, skömmin þín. Mun sannarlega ekki detta í sætindaát, enda ekkert kappsmál að geta klappað
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2007 kl. 00:08
Þessi yndislega mynd hlýtur að mýkja þig alla upp, svei mér þá!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 00:39
Þessi yndislega mynd hlýtur að mýkja þig alla upp, svei mér þá!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.