Englar úti um allt

BRIMSímtal frá Flórens í dag: „Ég er heima að gera ritgerð og þú hringir bara ef þú þarft eitthvað!“
Maturinn frá henni í gær var svo vel útilátinn að ég gat hitað afganginn upp í kvöld. Flórens er gimsteinn, engill ... heitir reyndar Sigrún.

Það er enn vont að ganga og mér sýnist á öllu að það sé bara fáránlegt að reyna að komast í vinnuna á morgun. Get ekki setið nema í nokkrar mínútur í einu, hvað þá í 40 mínútur í strætó og þurfa svo að hlaupa/ganga hratt til að ná öðrum strætó ...  

Smiðurinn hleypti sér bara inn sjálfur eftir hádegi og er nú búinn að múra upp í gatið sem Glerhallarmenn gerðu fyrir mistök í vegginn.

Allt að verða matarlaust í kotinu og þá var bara leitað á náðir Einarsbúðar ... svona klukkutíma eftir að ég pantaði fór ég á fætur og eiginlega stóð við dyrabjölluna þegar sendill Einarsbúðar hringdi. Fékk svo góða hjálp við að ganga frá öllu frá sendlinum.

Held ég skelli mér bara í bólið núna með íbúfen í mallakút, hitakrem á bakinu og á hitapokann góða. Skemmtið ykkur vel við brimið á myndinni ... sjaldgæft hérna við Langasandinn en stundum koma nú ansi góðar svona skvettur yfir Faxabrautina sem liggur fyrir neðan Sementsverksmiðjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Æi, elsku besta Gurrí mín, mikið er leiðinlegt að heyra að þér líður ennþá svona illa. Við erum góðar saman, slappar báðar á sama tíma, ussussuss...en við hörkum þetta af okkur einhvernveginn. Gott að heyra að þú ert með svona góðan stuðning í kringum þig, og enn betra að vita að það er bara símtal í fullan ísskáp...

Ég vona að þér fari nú að líða betur, ég sendi þér alla mína góðu orku og vona að hún fari beint í bakið á þér og lækni þessa verki

Bertha Sigmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Gunna-Polly

batakveðjur úr borg óttans

Gunna-Polly, 24.4.2007 kl. 20:23

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér sömuleiðis fullt af bataóskum og orku og alles!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Sjórinn var ansi flottur hérna fyrir neðan þegar ég fór út að sækja Jóhannes rétt fyrir 4...einhverra hluta vegna varð mér hugsað til þín

Vona að þér batni fljótt, ljúfust

SigrúnSveitó, 24.4.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega er hún Flórens góð við þig.  Og Einarsbúð krúttleg að senda heim alveg eins og fyrir daga stórmarkaðanna þegar kaupmennirnir á hornu töldust til fjölskylduvina, tóku þátt í gleði og sorgum viðskiptavinanna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 21:33

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góðan bata, þú verður að vera orðin góð á laugardaginn 5. maí kl. 15 (ath. breyttur tími) í þrítugsafmælið hennar Hönnu sem haldið verður í sal Álftanesskóla (ath. breyttur staður) - óbreytt afmælisbarn!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Æ Gurrí mín, ætlar þetta ekkert að lagast hjá þér, þarftu ekki bara að láta pota aðeins í bakið á þér?  ég er að læra Bowen og það virkar oft ansi vel á svona lagað  ;)

Kveðjur af Sunnubrautinni :) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.4.2007 kl. 00:47

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Á ég að senda Æsu á þig? Hún læknar allt, getur allt, ber með sér bjarsýni, kraft og trú. Mögnuð manneskja. Viltu?

In the meantime: góðan bata, góða íbúfenvímu, þú ljósa man ! (þú veist að maður þarf ekki að vera blondína til að vera hið ljósa man.....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.4.2007 kl. 01:38

9 Smámynd: www.zordis.com

Ljótt er að vera svona slæmur í bakinu,það skemmir nánast allt   Láttu þér batna og njóttu velvild góðra manna og kvenna !!!

www.zordis.com, 25.4.2007 kl. 06:14

10 Smámynd: Ólafur fannberg

væri alveg til i að synda þarna hehe

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 08:03

11 Smámynd: Ester Júlía

Æ hræðilegt að heyra þetta með þig GurrÍ mín.  Vonandi fer þetta að lagast.  Vinkona mín fékk þurstabit um daginn og það jafnaði sig á eitthverjum dögum. Komst ekki í vinnu í nokkra daga þó.    Æðisleg þjónustan þarna í Einarsbúð! 

Ps. Geggjuð mynd í blogginu. 

Ester Júlía, 25.4.2007 kl. 08:16

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Láttu þér batna Gurrí mín. Vona sannarlega að þetta skrambans tak fari að ganga yfir.

Steingerður Steinarsdóttir, 25.4.2007 kl. 09:51

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er allt að koma! Ég þigg Æsu, frú Guðný Anna! Einarsbúð er best ... og ég kem sko í afmæli Hönnu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 642
  • Frá upphafi: 1505995

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband