Stóru ástirnar þrjár

Sjórinn er fallegur og úfinn núna. Sé að ég þarf að færa rúmið mitt aftur undir gluggann til að ég þurfi ekki annað en að lyfta höfðinu til að geta séð út á sjó. Nú er bjart svo lengi á kvöldin og orðið albjart á morgnana. Eins og rúmið er núna þá sný ég baki í sjóinn ... það gengur ekki.

Stóru ástirnarÆtla að reyna að klára grein í dag ... allt í lagi að sitja í smástund en gott að geta lagst inn á milli með elskunum þremur þegar þörf krefur; hitakremi, hitapoka og íbúfen. Þetta þrennt er eiginlega stóru ástirnar í lífi mínu núna.

Það þarf líka sárlega að skipta um kattasand ... áður en smiðurinn kemur í dag.

Svo ætla ég að reyna að komast í vinnuna á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó vó hitakremið reif mig til fortíðar, þegar dóttir mín var í fimleikunum.  Hitakremið var jafn mikið innan handar og tannkremið.  Those were the days.  Ég sendi þér eldheitar batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 12:15

2 identicon

Elsku kerlingin mín

 þetta er bágt ástand á þér, vona að þetta vari nú ekki lengi, en eitt er gott það er að ganga nokkrar ferðir upp og niður stiganna oooooooooooo....... svo er líka hægt að fara í góðan göngutúr, hressir bætir og kætir ooooooooo......veit að það er ekki þetta sem þú ert með í huga núna en ég get alveg sagt þér það að hreyfing er það besta, látu mig vita það fékk brjósklos og gekk það til baka 20.mín  á dag. Er ég voða leiðinleg ok, ég skal hætta Láttu þér bara batna mín kæra, það er náttúrulega líka ráð að fá smiðina til að nudda þig með hitakreminu eða einhverju öðru góðu ha.....ha.....

Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku Gurrí. Samúðarkveðjur yfir brim og boðaföll. Ég er sjálf með tannrótarbólgu og bryð Parkódín og Penicillin af samviskusamlegri þráhyggju. Vona að ég geti sent þér nokkra heilandi strauma þrátt fyrir það  !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe hitakrem ,,það virkaði vel á einn um daginn

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 14:18

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi vonandi ferðu að batna.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.4.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Saumakonan

er helvvv þursinn ekkert á því að flýja land?  Sendi strauma til hans (hef nóg af svoleiðis afgangs núna) en batastrauma til þín

Saumakonan, 25.4.2007 kl. 14:26

7 identicon

Ææ, kerlingartetrið, er þetta ekki bara kaffiskortur að segja til sín - ekkert svo slæmt sem gott kaffi getur ekki bætt eins og dæmin sanna..

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=1&id=1624

Jónsi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:27

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég held að nýjasta tegundin af nudd og heilun gæti virkað vel á þig .... Ég mun tendra bál fyrir þig og senda þér andalækna til himnaríkis ..... það er bara eitt himnaríki á Akranesi er þakki?

www.zordis.com, 25.4.2007 kl. 20:38

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, Zordís, himnaríki á Akranesi ... við Langasandinn.

Þetta var ansi skemmtileg bíómynd, Jónsi!

Er sko öll að koma til!!!Takk fyrir fallegar, eldheitar kveðjur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2007 kl. 20:52

10 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Smiðurinn finnur nú enga lykt af kattasandinum fyrst þú notar þetta krem

Brynja Hjaltadóttir, 26.4.2007 kl. 00:16

11 Smámynd: Svava S. Steinars

Hnuss, hef gersamlega baðað mig í svona kremi en uppskar ekkert nema mentollykt sem fannst í 10 km fjarlægð.  En dásamlegi rafmagnshitapokinn með þremur hitastillingum sem slökkvir sjálfur á sér eftir 1 1/2 tíma - það er stóra ástin í lífi mínu !! ROWR !

Svava S. Steinars, 26.4.2007 kl. 21:15

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er til hitapoki sem slekkur á sér eftir 1 og hálfan tíma? Arrgggg! Ég vil svoleiðis!!! 

Já, Brynja, þetta er frábært lykt í neyðartilfellum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.4.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506004

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband