Kossssningar og glaðir kettir

Eiríkur og hinar elskurnarÞað styttist óðfluga í kosningar ... og þá er ég aðallega að tala um símakosningu Evróvisjón. Vonandi kemst Eiríkur áfram í aðalkeppnina. Ég er orðin leið á hinum kosningunum, kannski aðallega bloggi þeirra sem rakka niður hina ýmsu flokka og flokksmenn á mjög svo ómálefnalegan hátt. Þetta virkar kannski vel á samherjana en sannarlega ekki á þá óákveðnu ... vonandi ekki.

Bakið er að verða skrambi gott, endalaus lega og ýmis hjálpartæki á borð við hita og lyf hafa gert sitt gagn. Mía systir hringdi í dag og ég sagði henni að ég hefði eiginlega ekki nennt til læknis og hvort eð er ekki komist fyrr en í dag, það er líka lítið hægt að gera. Hún sagði mér að læknar væru farnir að láta þetta hafa sinn gang ... líkamann sjálfan lækna sig og þá hef ég gert rétt. Kannski trúi ég því svona blint að þursabit taki þrjá daga, það hefur alltaf gert það hjá mér og nú hef ég akkúrat legið í þrjá daga. Geggjun (Guðrún) hringdi líka og sagði á hvaða punkta ég gæti ýtt á ilinni og það hefur án efa hjálpað líka.
 
Kettirnir ráða sér ekki fyrir gleði ... hreinn kattasandur, nægur matur, ferskt vatn! Mér hefur orðið minna úr verki í dag en ég vonaði ... kannski sest ég við tölvuna seinna í kvöld og vinn svolítið. En ég ætla sko í vinnuna á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allt að koma, allt að koma.  Velkomin á fætur kona góð!

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe las fyrirsögnina fyrst rangt :Kosningar og graðir kettir....

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fannberg þó!!! Heheheheheh! Já, Jenný krútt, allt að koma, allt að koma!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Ester Júlía

*fliss*  við skóla"krakkarnir" vorum einmitt að ræða það að helgina fyrir prófin eru kosningar og Eurovision..ég sagði að frekar myndi ég falla i næringafræðinni en að missa af Euorvision - skítt með kosningarnar !  

 Frábært að þú sért að koma til..og kettirnir séu glaðir

Ester Júlía, 25.4.2007 kl. 21:18

5 Smámynd: www.zordis.com

  Eurovision er must ...

www.zordis.com, 25.4.2007 kl. 21:28

6 Smámynd: Gunna-Polly

þú ferð sko ekkert í vinnu fyrr en á mánudag það er skipun


Gunna-Polly, 25.4.2007 kl. 21:58

7 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Yndislegt að heyra að þetta er allt að koma hjá þér, og hjá köttunum líka, bara lúxus á þeim... Ég er líka sjálf að verða betri, við erum alveg á sama tíma með þetta allt saman Ég vonast að þú komist svo í vinnu á morgun, það er erfitt fyrir duglega konu eins og þig að þurfa að liggja heimavið, en frábært að þú hafir sjóinn til þess að horfa á, tölvuna til þess að tala á, og kettina til þess að hlusta á

Bertha Sigmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 05:49

8 Smámynd: Saumakonan

velkomin á fætur   innlitskvitt frá langtíburtistan

Saumakonan, 26.4.2007 kl. 07:58

9 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Gott að bakið er að koma til nú er bara að vera þæg og leyfa því líkamanum að jafna sig.

Guðný Jóhannesdóttir, 26.4.2007 kl. 12:00

10 identicon

Gott að heyra af betri heilsu, dúllan mín.

-- Myndin af Eika og hinum elskunum ... - norsarinn, daninn og svíinn eru vitlaus þarna

Knúsknús til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband