27.4.2007 | 08:55
Allt fyrir fegurðina ... jafnvel líka koma nakin fram!
Mikið var dásamlegt að fara á fætur í morgun ... þótt það væri eiginlega mið nótt enn þá ... klukkan rétt rúmlega sex. Verkirnir eiginlega alveg farnir. Tók þó íbúfen af gömlum vana og setti hitakremið á mig ... nokkuð stressuð út af lyktinni en þegar ég hlammaði mér við hlið Ástu í strætó kvartaði hún EKKI yfir menthol-lykt. Ég hafði nefnilega líka skellt á mig ilmvatni, hellt yfir mig brennivíni, úðað úr ruslatunnunni yfir höfuðið á mér og bara gert alls kyns gloríur til að enginn fyndi fýluna af kreminu.
- - - ------ --------- ----------
Það var skrambi hvasst á leiðinni í bæinn en bílstjórinn hélt fast um stýrið og hélt líka ró sinni, annað en steypubíll fyrir framan okkur hluta úr leiðinni, hann vingsaðist til hliðanna ... eins og karl með hatt sæti undir stýri ...
Gat síðan ekki hlaupið léttfætt eins og hind niður í Stórhöfða, heldur gekk virðulega niður brekkuna og það passaði ágætlega, strætó nr. 18 kom fullur af sætu Pólverjunum mínum sem eru einu karlarnir í lífi mínu sem sýna mér græðgisfulla athygli. Sönn aðdáun skín alltaf úr augum þeirra, sérstaklega eftir að ég fór niður í einn trefil á morgnana. Snjórinn í brekkunni við Vesturlandsveginn hefur minnkað mikið, eins og sést á myndinni, og því nægir svo sem einn trefill ... það sem maður gerir ekki fyrir fegurðina! Meiri nekt með hærra hitastigi úti ... alveg örugglega.
Mikið var gott að koma í vinnuna. Eiginlega alveg dásamlegt! Fékk þær góðu fréttir að Vikan með Hildu systur utan á hefði verið metsölublað!!! Nú í þessarri viku eru Hara-systur á forsíðunni og kjafta frá ýmsum leyndarmálum baksviðs, er reyndar ekki búin að lesa viðtalið við þær en sýnist það skemmtilegt. Aðalviðtalið er við kæra bloggvinkonu, sem ég hef aldrei hitt en þekki vel í gegnum bloggið, hana Berthu, hetju með meiru.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Svona langt í burtu er bara yndislegt að grípa í eitt stk vikuna! Langaði einmitt að lesa viðtalið við Berthu og stakk nú upp á því á blogginu hans Dodda að þú skannaðir það og sendir mér zordis@zordis.com ..... roðn ... bara smá!
www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 09:29
hmm... bara einn trefill eftir? nú hafa pólverjarnir eitthvað að hlakka til, verður bara að passa að þeir fái nú ekki hjartaáfall þegar síðasti trefillinn fer Btw... gleymdi alltaf að segja frá því að páskavikan gerði mikla lukku í frakkaríki
Saumakonan, 27.4.2007 kl. 10:53
Mikið voru Ásta og Pólverjarnir heppin að þú skyldir ekki úða laxerolíunni á þig í morgunsárið!!
Jónsi (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:09
Mikið ertu vígaleg þarna í brekkunni. Það er auðséð að ýmsar svaðilfarir í strætó hafa kennt þér ýmislegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2007 kl. 12:32
Hæ, ég keypti blaðið mðe Hildu og hágrét með ritstjóranum ykkar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.4.2007 kl. 12:45
Eitt stykki trefill fokin.. stefnir allt í netasokkabuxur og rautt leðurpils!
Heiða B. Heiðars, 27.4.2007 kl. 12:59
Með bossann beran hefst það anytime. Vó hvað mér létti yfir því að þú værir farin í vinnuna. Kona var farin að hafa áhyggjur af þessari nokkuðsvo sjálfskipuðu einseimd þinnar. Happy new year. Æi er bigdíl að gerast áskrifandi Vikunnar. Er svo löt að gera svona, fill me in woman ég er alltaf að missa af einhverju merkilegu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 15:13
ég meina "sjálfskipuðu einangrun" ligg í hlátri Guð veit kvenna best að ég er fíbbl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 15:13
hitakrem og ilmvatn........bara....
Ólafur fannberg, 27.4.2007 kl. 15:17
Gaman að sjá að þú sért komin aftur á stað, það er búið að vera svo tómt hérna á blogginu án þinna frábæru lýsingum og ég tala nú ekki um strætóferðirnar...gott að heyra að þér líður betur, og takk fyrir að nefnast á viðtalið við mig, en hvað þú ert sæt
Bertha Sigmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:20
Vonandi ertu í lagi kona! Óða helgi ... kanski fullmikið að fara net og rautt leðurpils! Ætla að fara og finna gamla skotapilsið mitt og troða mér í það! Smúts á þig ....
www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 17:00
Og þá er komið að dásamlegri heimferð! Ætla að splæasa í leigara .. kaupa mér Zinger-salat hjá KFC og njóta kvöldsins. Kannski get ég farið að tína allt upp af gólfinu í himnaríki ... allt sem hefur dottið síðustu daga liggur þar enn, nema smiðurinn hafi tekið tiltektarkast ... ekki líklegt! Svo er Evróvisjón-þátturinn í kvöld á RÚV ... æði, æði!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.4.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.